Við vinnum að margvíslegum umhverfisrannsóknum sem skipta má í tvo flokka; þær sem lúta að áhrifum flutningskerfisins á umhverfið og áhrifum umhverfisins á flutningskerfið.

Áhrif flutningskerfisins á umhverfið eru margs konar og reynt er að gera sem best grein fyrir þeim í mati á umhverfisáhrifum viðkomandi framkvæmdar. Dæmi um rannsóknir má nefna: landslagsgreiningu, fornleifar, vatnsvernd og áhrif á ferðaþjónustu og útivist.
 

Áhrif umhverfisins á flutningskerfið eru af ýmsum toga: tæring á möstrum, titringur á leiðurum, selta og ísing svo nokkur dæmi séu nefnd. Upplýsingar úr rannsóknum af þessu tagi geta gefið mikilvægar upplýsingar við skilgreiningu á hönnunarforsendum mannvirkja. Skýrt dæmi um það eru mælingar á ísingarálagi. Náttúruvá af ýmsum toga er skoðuð og metin. Í undirbúningi verkefna eru skoðaðar líkur á vatns- eða hraunflóðum, öskufalli og jarðskjálftum eftir því sem við á.

 • Vöktun á jarðstrengjum með hitamælingum - grein
  Sækja skjal
 • Hvernig eru umhverfisáhrif raflína metin
  Sækja skjal
 • Applicability of InSAR Monitoring of the Reykjanes Peninsula, ISOR 2021
  Sækja skjal
 • Landsnet 19046 - Eftirfylgni mats á umhverfisáhrifum - Þeistareykjalína 1 og Kröflulína 4
  Sækja skjal
 • Mat á umhverfiskostnaði Hólasandslínu 3
  Sækja skjal
 • Cigre natural hazards and the Icelandic powe transmission grid
  Sækja skjal