Við tökum virkan þátt í verkefnum sem snúa að nýsköpun í raforkugeiranum og fela í sér þróun á nýjum búnaði og/eða nýrri tækni.

Tilgangurinn með þátttöku í nýsköpunarverkefnum er að leggja sitt af mörkum til að miðla þeirri þekkingu sem hér hefur byggst upp, en ekki síður til þess að kynnast nýjum aðferðum og mynda tengsl við erlendar rannsóknarstofnanir, flutningsfyrirtæki og háskóla.

Flutningskerfi raforku er einn mikilvægasti innviður hvers samfélags. Því er mikilvægt að fyrirtæki eins og okkar sinni einnig rannsóknum sem lúta að samfélaginu. Við fengum til að mynda Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til þess að kanna hvort, og þá hvernig, meta mætti umhverfiskostnað af loftlínum.

  • The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network, feb 2021
    Sækja skjal
  • Þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfisins, júní 2013
    Sækja skjal