Flutningstöp kallast það afl sem tapast í kerfinu við flutning raforkunnar vegna viðnáms í línuleiðurunum. Þar sem heildarviðnámið er yfirleitt mjög lítið fyrir stuttan bút af línuleiðara fer leiðaratapið ekki að hafa veruleg áhrif fyrr en línurnar eru orðnar langar og mikið er flutt um þær á hárri spennu.
Við kaupum rafmagn á raforkumarkaði til að mæta flutningstapi í kerfinu. Að þessu leyti eigum við það sameiginlegt með stórnotendum raforku að þurfa að kaupa orku í miklu magni fyrir starfsemi sína.
Gagnvirkt innkaupakerfi um innkaup á raforku vegna tapa í flutningi raforku var boðinn út árið 2017. Raforka vegna flutningstapa verður nú boðin út fjórum sinnum á ári í lokuðu útboði innan samningsins og er ástæðan m.a. betri endurgjöf á verði til markaðsaðila og gögn eru nær rauntíma við áætlunargerð enn áður. Með því verður hagkvæmni og skilvirkni innkaupanna aukin.
Til að sækja um að birgi í gagnvirku innkaupakerfi vegna innkaupa á raforku vegna flutningstapa er farið inn á úboðskerfi okkar, þar þarf að skrá sig inn og fara inn í verkefni "DPS samningur vegna flutningstapa" til að nálgast útboðsgögn. Umsókn til að sækja um að vera hluti að kerfinu er send undir verkefninu í útboðskerfinu.
Nánari upplýsingar veitir innkaupadeildin okkar.
Verð sem boðin eru í hvern ársfjórðung verða birt hér á síðunni ásamt niðurstöðum við hvern samið verður eftir yfirferð og mat tilboða.