Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinnuferli vegna framkvæmda

Leyfi ráðherra þarf ef reisa á línur sem flytja raforku á 66 kV spennu eða hærri.

Í reglugerð með raforkulögunum segir að umsókn um leyfi til að byggja flutningsvirki skuli fylgja þarfagreining vegna viðkomandi virkis, hagkvæmnisútreikningar og greining á áhrifum framkvæmdarinnar á flutningskerfið.

Verkferlar

Þegar ráðast á í nýjar framkvæmdir fer af stað skilgreint vinnuferli. Til að hægt sé að meta hagkvæmni umræddrar framkvæmdar þurfa að liggja fyrir niðurstöður ýmissa athugana, þar á meðal á framkvæmdakostnaði, framkvæmdatíma og umhverfislegum áhrifum.

Verkferli fyrir hverja framkvæmd er hægt að skilgreina á eftirfarandi hátt:

  • Þarfagreining og rannsóknir.
  • Frumhönnun og frumkostnaðaráætlun. 
  • Umhverfismat.
  • Verkhönnun.
  • Hagkvæmnismat og ákvörðun um framkvæmd.
  • Útboðshönnun og útboð framkvæmdar.
  • Framkvæmd hafin.

Ákvarðanir um frekari uppbyggingu flutningskerfisins taka m.a. mið af:

  • Orkuspá - hversu hratt eykst orkunotkun.
  • Kostnaði flutningskerfisins vegna orku sem ekki er afhent.
  • Áhrifum flöskuhálsa á raforkumarkaðinn og ráðast meðal annars af staðsetningu virkjunarkosta og staðsetningu stórnotenda.

Óæskileg áhrif lágmörkuð

Það er stefna Landsnets að lágmarka óæskileg áhrif starfseminnar á umhverfið og hefur fyrirtækið markað sér sérstaka umhverfisstefnu vegna framkvæmda; til að stuðla að því að umhverfisröskun á byggingartíma verði í lágmarki og frágangur við verklok til fyrirmyndar.