Beint á efnisyfirlit síðunnar


HÆFISVAL TIL ÞÁTTTÖKU Í ÚTBOÐI LANDSNETS UM FLUTNINGSTÖP VEGNA ÁRSINS 2016

Opnun tilboða 24.09.2015 - fundargerð

Landsnet óskar eftir þátttakendum í hæfisval fyrir útboð um flutningstöp fyrir tímabilið 1. janúar 2016 til og með 31. desember 2016.

Fyrir komandi áramót mun Landsnet hf. ganga frá samningum um kaup á rafmagni vegna flutningstapa fyrir árið 2016. Gert er ráð fyrir kaupum á rafmagni vegna grunntapa fyrir hvern mánuð/blokk fyrir sig annars vegar, með fullum nýtingartíma, og hins vegar vegna viðbótartapa fyrir hvern ársfjórðung/blokk fyrir sig, sem eru breytileg á hverjum tíma.

Kröfur til þátttökuaðila eru að þeir hafi heimild og getu til afhendingar á orku vegna flutningstapa á Íslandi. Þeir aðilar sem nú þegar eru beinir viðskiptavinir Landsnets og uppfylla netmála teljast hæfir.

Öll gögn og samskipti eru á rafrænu formi.

Skil á þátttökutilkynningu

Þeir aðilar sem áhuga hafa á að taka þátt í útboðinu skulu tilkynna þátttöku með tölvupósti á netfangið flutningstop@landsnet.is fyrir kl. 14:00 þann 14. september 2015 merkt „FLUTNINGSTÖP 2016“. Skila skal með þáttökutilkynningu gögnum sem sýna fram á að aðili uppfylli kröfur um hæfi. Þeir aðilar sem þegar teljast hæfir þurfa ekki að skila slíkum gögnum með þáttökutilkynningu sinni.

Fyrirspurnarfrestur rennur út 9. september 2015 kl. 14:00. Svör verða birt eigi síðar en kl. 14:00 þann 10. september 2015. Allar fyrirspurnir skal senda til innkaup@landsnet.is merkt „FLUTNINGSTÖP 2016 – FYRIRSPURN“. Svör við fyrirspurnum verða birt á þessari heimasíðu í formi viðauka. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á því að fylgjast með því hvort að viðaukar hafi verið birtir á heimsíðu Landsnets. Ekki verður um fyrirspurnartíma að ræða á tilboðsfresti frá opnun forvals til opnunar tilboða.

Upplýsingar um útboðið / útboðsgögn

Þeir aðilar sem sækja um þátttöku í útboðinu mun verða boðið að skila inn tilboðum skv. útboðsgögnum sem er að finna hér að neðan.

Þeir aðilar sem sækja um þátttöku í útboðinu mun verða boðið að skila inn tilboðum skv. útboðsgögnum sem er að finna hér að neðan. Opnunarfundur verður haldinn 24. september kl. 14:00 þar sem þeim aðilum sem skila tilboði er heimilt að mæta. Tilboðum skal skila í móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, á rafrænum miðli s.s. minnislykli eða sambærilegu, í umslagi merkt „Flutningstöp 2016“. fyrir opnunarfund. Athugið að umslag og rafrænn miðill skal auðkenndur bjóðanda.

Tilboð skulu gerð í einstakar blokkir sbr. hér að neðan. Ekki er heimilt að gera heildartilboð sem tekur til fleiri en einnar blokkar.

Áætluð rafmagnsþörf vegna flutningstapa er eftirfarandi:

A. Rafmagn vegna grunntapa

B. Rafmagn vegna viðbótartapa

A. Rafmagn vegna grunntapa. Óskað er eftir tilboðum í einstaka blokkir, þar sem hver blokk á við 1 MW yfir heilan mánuð með fullum nýtingartíma. Tekið skal fram verð á hverja blokk, fyrir hvaða mánuð er boðið og hversu margar blokkir eru boðnar. Landsnet mun kaupa þann fjölda blokka sem samsvara aflþörf vegna grunntapa í hverjum mánuði sbr. töflu og taka hagstæðustu tilboðum í hverja blokk.

B. Rafmagn vegna viðbótartapa. Óskað er eftir tilboðum í einstakar blokkir, þar sem hver blokk á við 1 MW yfir heilan ársfjórðung og skal orka vera í samræmi við þann nýtingartíma, sem gefinn er upp í töflunni. Landsnet mun taka tilboðum sem samsvara afl- og orkuþörf vegna viðbótartapa í hverjum ársfjórðungi og taka hagstæðustu tilboðum, m.v. meðalverð hvers ársfjórðungs í hverri blokk. Tilboðin skulu fela í sér að Landsneti sé heimilt að víkja um ±30% frá umsömdum orkukaupum.

Tekið verður hagkvæmasta tilboði í hverja blokk. Landsnet áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Samningur

Sé tilboði tekið verður gerður skriflegur samningur um kaupin.

Tekið er fram að ofangreind innkaup eru boðin út í samræmi við reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti nr. 755/2007 með áorðnum breytingum.