Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grunnkröfur til birgja

Stjórnunarhættir Landsnets eru vottaðir samkvæmt gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001 og unnið er að undirbúningi vottunar samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öryggisstjórnunarstaðlinum OHSAS 18001.

Í gæðakerfi sínu hefur Landsnet samþykkt að ef vara, þjónusta eða verk getur haft áhrif á gæði þjónustu Landsnets, eða er útboðsskilt samkvæmt innkaupareglum Landsnets, þá þurfi að meta hæfi birgjans gagnvart ákveðnum grunnviðmiðum. Þau eru birt hér að neðan. Þeir birgjar sem standast þessar kröfur eru skráðir sem samþykktir birgjar.

Neðst á þessari síðu (undir lið 3) er spurningarlisti vegna mats á birgjum gagnvart stjórnun gæða- öryggis og umhverfismála, sem Landsnet biður ykkur vinsamlega að svara.

Grunnkröfur til allra birgja vegna útboðsskyldra innkaupa
  • Fyrirtækið verður að vera skráð samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra
  • Fyrirtækið standi í skilum með opinber gjöld
  • Fyrirtækið uppfylli ákvæði laga og reglugerða varðandi skil á ársreikningi
Grunnkröfur til mikilvægra birgja

Við innkaup á vörum eða þjónustu sem hefur hugsanlega rekstraráhættu í för með sér, gerir Landsnet sömu grunnkröfur og í lið eitt ásamt lágmarks kröfum til stjórnunarkerfa, sem lýst er hér að neðan.Spurningarlisti vegna birgjamats

Landsnet hefur einnig samþykkt að í undantekningartilvikum er hægt að víkja frá reglu um lágmarkskröfur til mikilvægra birgja (venjulega ef um er að ræða hæfa einyrkja eða mjög smá fyrirtæki).