Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útboð og innkaup

Innkaupareglur

Landsnet hefur sett sér innkaupareglur sem hafa það meðal annars að markmiði að gera innkaup skýr og gagnsæ.

Um innkaup Landsnets gildir sú meginregla að leita skal eftir hagstæðasta verði hverju sinni með útboðum eða verðfyrirspurnum. 


Birgjamat - hæfismatskerfi

Landsnet notar Sellihca hæfismatskerfið til að meta hæfi birgja. Sellihca hæfismatskerfið
er viðurkennt af ESB og er sameiginlegt hæfismatskerfi fyrir norrænu orkufyrirtækin.
Birgjar sem óska eftir að komast í viðskipti við Landsnet, sem eru yfir
viðmiðunarfjárhæðum á EES þurfa að vera skráðir og samþykktir í Sellihca. Til að vera
metinn og komast á skrá er hægt að hafa samband við Sellihca:

Sellihca Qualification
Sími: + 47 37 06 35 30
Fax: + 47 37 06 35 31
Tölvupóstur: nordic@achilles.com

Birgjar sem óska eftir að vera skráðir á Sellihca þurfa að greiða árgjald. Með því að vera
skráður í Sellihca og samþykktur inn sem birgi þá gildir það mat einnig gagnvart öðrum
norrænum orkufyrirtækjum sem eru notendur Sellihca hæfismatskerfisins.

Innkaupareglur Landsnets