Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfisáhrif framkvæmda

Smelltu á mynd til að stækka

Tillaga að mastri sem fékk önnur verðlaun í alþjóðlegri samkeppni Landsnets um háspennumöstur.

Sjónræn áhrif

Sjónræn áhrif nýrra flutningsvirkja vega þungt í umhverfismatsferlinu og starfsfólk Landsnets gerir sér glögga grein fyrir mikilvægi þessa málaflokks. Við undirbúning nýrra flutningsleiða er reynt að lágmarka sjónræn áhrif eins og kostur er með því að laga mannvirkin sem best að náttúrunni. Í því skyni er m.a. gerð landslagsgreining í tví- og þrívíðu umhverfi til að leggja mat á áhrif framkvæmda á landslag. 

Samkeppni

Landsnet efndi einnig til alþjóðlegrar samkeppni árið 2008 um hönnun nýrra háspennulínumastra í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Meginmarkmið samkeppninnar var að leita að nýjum gerðum mastra sem falla vel að umhverfinu og lágmarka sjónræn áhrif háspennulína. Alls bárust 98 gildar tillögur og reyndust margar þeirra mjög áhugaverðar. Hér fyrir neðan eru verðlaunatillögurnar og tvær tillögur sem fengu sérstaka viðurkenningu.


Smelltu á mynd til að stækka

Önnur umhverfisáhrif

Auk sjónrænna áhrifa tengjast mikilvægustu umhverfisþættir á framkvæmdatíma umhverfisraski, námu- og haugsvæðum, úrgangi, notkun spilliefna og hættulegra efna.

Aðrir umhverfisþættir, sem taka þarf tillit til, eru hávaði og titringur, flutningur jarðvegs og vatns, gróður og dýralíf, loftmengun, verndun landslagsheilda og menningarminja. Í skýrslum um mat á umhverfisáhrifum má lesa nánar um: Umhverfisáhrif einstakra framkvæmda.