Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfismál

Í sátt við mannlíf og náttúru Smelltu á mynd til að stækka

Í sátt við mannlíf og náttúru.

Umræða um umhverfismál og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja verður sífellt meira áberandi í íslensku samfélagi. 

Starfsmenn Landsnets gera sér glögga grein fyrir mikilvægi umhverfisvænna lausna og hafa mótað stefnu þar sem meðal annars er lögð áhersla á að vinna á kerfisbundinn hátt að málum sem snerta hollustuhætti, öryggi og umhverfisvernd.

Landsnet leggur einnig lið ýmsum samfélagsmálefnum sem horfa til heilla fyrir land og lýð og er gerð grein fyrir nokkrum þeirra verkefna hér á vefnum.