Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingatækni

Landsnet er hátæknifyrirtæki sem nýtir öflug upplýsingakerfi til að auka hagkvæmni og skilvirkni í starfseminni og til að tryggja hraða og hnökralausa verkferla í rekstri raforkukerfisins.

Aukið aðgengi að upplýsingum

Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því á vegum Landsnets að innleiða nýja tækni, sem eykur aðgengi að hvers kyns upplýsingum úr rekstrinum og gerir mönnum kleift að miðla þeim hratt og örugglega til starfsmanna, viðskiptavina og almennings.

Upplýsingatæknideild er stoðdeild í skipuriti Landsnets og þjónar hún starfsemi fyrirtækisins alls staðar á landinu. Starfsmenn Upplýsingatæknideildar sinna þremur meginverkefnasviðum. Þau eru:

  • Rekstur upplýsingakera Landsnets, þ.m.t. rekstur orkustjórnkerfis.
  • Rekstur varnarbúnaðar raforkukerfisins.
  • Umsjón fjarskiptamála.