Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum

Ferli upprunaábyrgða Smelltu á mynd til að stækka

Ferli upprunaábyrgða.

Upprunaábyrgð er staðfesting á að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum þ.m.t. vindorku, sólarorku, jarðvarmaorku, öldu- og sjávarfallaorku, vatnsorku og orku úr lífmassa, hauggasi, gasi frá skólphreinsunarstöðvum og lífgasi en ekki orkugjöfum úr jarðefnaeldsneyti. Upprunaábyrgðir geta gengið kaupum og sölum frá því þær eru gefnar út til viðkomandi framleiðanda og þar til endanlegur kaupandi "notar" þær í þeim tilgangi að sýna að hann styðji við bakið á grænni framleiðslu. Hvatinn fyrir slíkt getur verið margvíslegur, allt frá lagalegri skyldu að uppfylla ákveðinn grænan kvóta og til þess að vilja sýna út á við t.d. í auglýsingaskyni og/eða að viðkomandi ýti undir nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum við framleiðslu raforku.

Fyrirkomulag upprunaábyrgða var komið á með það að sjónarmiði að auka virði raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum á markaðnum. Þetta felst í því að vinnslufyrirtæki geta selt upprunaábyrgðir sem þau fá hjá Landsneti fyrir framleiðslu sína og fengið þar með auknar tekjur.

Markaður fyrir upprunaábyrgðir er aðskilinn frá hinum raunverulega raforkumarkaði, þ.e. upprunaábyrgðir fylgja ekki með sölu raforkunnar og er því hægt að selja óháð henni.

Reglur Landsnets við útgáfu upprunaábyrgða, Domain Protocol, eru grundvallaðar á lögum um upprunaábyrgð á raforku sem er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl. með síðari breytingum og reglum AIB,  samtökum útgefenda upprunaábyrgða.

Fyrirtækið Grexel í Finnlandi hefur umsjón með hugbúnaði sem Landsnet notar fyrir útgáfu upprunaábyrgða. Óski aðili eftir því að fá upprunaábyrgðir útgefnar af Landsneti er honum bent á að hafa samband við einn af neðangreindum tengiliðum og fær hann þá úthlutað aðgang að gátt Landsnets í kerfi Grexel.

Gjaldskrá Landsnets fyrir útgáfu upprunaábyrgða gildir frá 1. janúar 2017:

Árgjald     250.000 ISK
Fyrir hvert útgefið skírteini  3,75 ISK/MWh
Inn-/útflutningur*  3,75 ISK/MWh
Fyrir hvert afskráð skírteini        1,60 ISK/MWh
Vottun virkjunar     200.000 ISK

* Skírteini útgefin á Íslandi eru undanþegin innflutnings- og útflutningsgjaldi.

 
Tengiliðir hjá Landsneti:
Svandís Hlín Karlsdóttir - regluverk og gjaldskrá upprunaábyrgða  
svandis@landsnet.is
S:563 9315

 

Ragnar Sigurbjörnsson - afgreiðsla beiðna og útgáfa upprunaábyrgða 
ragnarsig@landsnet.is
S:563 9420


Áhugavert lesefni og tenglar: 

The Act on Guarantees of Origin
Domain Protocol (útgáfa 3.0)
Lög um upprunaábyrgð
Reglur um vottun virkjana
Rules on the certification of power plants
Directive 2009/28/EC on the promotion of the use of energy from renewable sources
Standard terms and conditions (útgáfa 2.0)
AIB
CMO.grexel
KYC eyðublað vegna nýrra viðskiptavina