Beint á efnisyfirlit síðunnar

Netrekstur

Netrekstur er sú deild Landsnets sem hefur yfirumsjón með verkefnastjórnun vegna viðhalds, eftirlits og viðgerða á flutningsvirkjum fyrirtækisins, bæði háspennulínum og tengivirkjum.

Starfsstöðvar deildarinnar eru í Reykjavík og á Egilsstöðum og þjóna þær flutningskerfinu á landsvísu með aðstoð undirverktaka.

Á verksviði Netreksturs er:

  • Ábyrgð á framkvæmd rafmagnsöryggisstjórnkerfis Landsnets (RÖSK).
  • Að sjá um rekstur og viðhald flutningsvirkja Landsnets, einnig þeirra sem er úthýst. Ennfremur að annast birgðahald og umsjón með rekstrargögnum sem varða tengivirki og háspennulínur. Unnið er eftir 10 ára viðhaldsáætlun fyrir allan búnað í flutningskerfinu.
  • Að tryggja að ávallt séu til staðar nauðsynleg tæki, búnaður, efni og mannskapur til að fylgja eftir viðbragðsáætlunum vegna reksturs og viðhalds flutningskerfisins.
  • Ábyrgð á líftímagreiningu, sem er grunnurinn að gerð fjárfestingaráætlunar vegna framlengingar á líftíma og/eða endurnýjunar á búnaði sem er í rekstri í flutningskerfinu.
  • Þátttaka í alþjóðlegri samanburðargreiningu flutningsfyrirtækja með það að markmiði að bæta rekstur og viðhald flutningskerfisins.