Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jöfnunarorkuverð

Til að mæta eftirspurn eftir jöfnunarorku kaupir Landsnet inn svokallað reglunarafl á eigin reglunaraflsmarkaði.

Framleiðendur senda inn tilboð á reglunaraflsmarkað, annaðhvort um uppreglun, þ.e. aukningu í framleiðslu, eða niðurreglun, þ.e. minnkun í framleiðslu. Einnig geta sölufyrirtæki í nafni notenda sent inn tilboð fyrir uppreglun þ.e. að draga úr notkun eða niðurreglun  þ.e. aukningu í notkun. Tilboðin gilda í a.m.k. eina klukkustund. Fyrst í rauntíma er ljóst hver þörfin er. Þá er hagstæðasta tilboði tekið, svo því næst hagstæðasta og svo koll af kolli.

Tilboð

Tilboð fyrir uppreglun fela í sér verð sem Landsnet þarf að borga bjóðanda en tilboð fyrir niðurreglun fela í sér verð sem bjóðandi borgar Landsneti. Fyrir uppreglun gildir að fyrst er lægsta tilboði tekið, síðan því næst lægsta og svo koll af kolli. Fyrir niðurreglun er þessu hins vegar öfugt farið. Verð síðasta tilboðsins, sem er tekið, er sett sem jöfnunarorkuverð. Þetta er það verð sem öll frávik viðkomandi klukkustundar eru gerð upp á. Þeir sem hafa notað minna en þeir áætluðu, fá greitt fyrir það sem var umfram á jöfnunarorkuverði, en þeir sem notuðu meira en þeir áætluðu, borga jöfnunarorkuverð fyrir það sem upp á vantaði.

 


 

Frá:      Til:    Uppfæra
Excel