Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þróun flutningskerfisins

Ferli kerfisþróunar Smelltu á mynd til að stækka

Ferli kerfisþróunar.

Flutningskerfi Landsnets er í stöðugri þróun og fyrirtækið gefur árlega út kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfisins næstu fimm árin. 

Í kerfisáætlun er tekið tillit til raforkuspár og fyrirséðra breytinga á inn- og útmötun einstakra viðskiptavina.

Yfirlit yfir framkvæmdir

Tilgangur skýrslunnar er að gefa yfirlit yfir framkvæmdir sem ráðgerðar eru á næstu árum til að styrkja og stækka flutningskerfi Landsnets. Einnig er gerð grein fyrir helstu eiginleikum flutningskerfisins, svo sem aflgetu, áreiðanleika, tapi, styrkleika á afhendingarstöðum, líkum á aflskorti og helstu takmörkunum kerfisins. 

Meðfylgjandi mynd sýnir þróunarferli flutningskerfisins, frá þarfagreiningu og tillögugerð að endanlegri ákvörðun um fjárfestingu og veitingu framkvæmdaleyfis, þegar það á við. Framkvæmdir eru flokkaðar í tvo megin flokka. Í þeim fyrri eru framkvæmdaverkefni sem komin eru á áætlun, en í hinum síðari eru tillögur að verkefnum sem eru til úrlausnar á því fimm ára tímabili sem kerfisáætlunin nær til. 


Smelltu á mynd til að stækka Þróun flutningskerfisins_1 Þróun flutnignskerfisins_2 Þróun flutnignskerfisins_3 Þróun flutnignskerfisins_4 Þróun flutnignskerfisins_5