Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fundur

Viðskiptamannaráð er vettvangur fyrir samskipti milli Landsnets og aðila raforkumarkaðarins. Í gegnum viðskiptamannaráð mun Landsnet miðla upplýsingum um starfsemi sína, kynna þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni og framtíðaráætlanir sínar.

Á fundum ráðsins gefst fulltrúum viðskiptavina færi til að tjá sig um málefni Landsnets og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Viðskiptamannaráð er ráðgefandi varðandi áætlanir Landsnets er varða tæknimál, rekstraröryggi, umhverfismál og uppbyggingu flutningskerfisins og er umræðuvettvangur um málefni er snúa að viðskiptavinum Landsnets. Landsnet skipar formann viðskiptamannaráðs og sér hann um að boða fundi ráðsins.

Einar S. Einarsson er formaður viðskiptamannaráðs.