Beint á efnisyfirlit síðunnar

Suðurnesjalína 2 - Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms

17.02.2017

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að fella úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 sem Sveitarfélagið Vogar gaf út árið 2015.

Landsnet er að meta áhrif dómsins og hver næstu skref verða. Það er ljóst að þessi niðurstaða mun þýða enn meiri tafir en undirbúningur á grundvelli lögbundinna ferla vegna Suðurnesjalínu 2 hefur staðið yfir í áratug.

<< Til baka