Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breytingar á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu

03.02.2017

​Fyrirhugaðar eru breytingar á gjaldskrá Landsnets með gildistöku frá 1. mars 2017. Gjaldskrárbreyting verður gerð á gjaldi vegna kerfisþjónustu, aðrir gjaldskrárliðir haldast óbreyttir.

Landsnet hefur samið um kaup og sölu á 40 MW reiðuafli eins og greint er frá í fréttatilkynningu Landsnets og Landsvirkjunar þann 1. febrúar 2017, fréttina má finna hér. Kerfisþjónustu Landsnets er skipt í reiðuafl, reglunaraflstryggingu og varaafl og hefur því samningurinn áhrif til hækkunar á gjald Landsnets vegna kerfisþjónustu.

Uppgjör Landsnets á kerfisþjónustu í lok árs 2016 gefur að viðskiptavinir eiga inneign hjá Landsneti sem dregur úr hækkun á gjaldi vegna kerfisþjónustu.

Landsnet hefur því ákveðið að hækka skuli gjald vegna kerfisþjónustu um 2,14% þann 1. mars 2017, úr 47,69 kr/MWst í 48,71 kr/MWst

<< Til baka