Beint á efnisyfirlit síðunnar
03.02.2017

Breytingar á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu

​Fyrirhugaðar eru breytingar á gjaldskrá Landsnets með gildistöku frá 1. mars 2017. Gjaldskrárbreyting verður gerð á gjaldi vegna kerfisþjónustu, aðrir gjaldskrárliðir haldast óbreyttir.
02.02.2017

Framtíðin er rafmögnuð…

​ Hvað ætlar þú að gera í sumar ? Við hjá Landsneti bjóðum upp á rafmagnaðan vinnustað, fjölbreytt verkefni og ótrúlega skemmtilega vinnufélaga.
01.02.2017

Landsnet og Landsvirkjun gera nýjan samning um reiðuafl

Landsnet og Landsvirkjun hafa gert samning um kaup og sölu á reiðuafli. Um er að ræða 40 MW af alls 100 MW reiðuafli sem Landsvirkjun hefur selt Landsneti á undanförnum árum. Nýi samningurinn tekur við af eldri samningi sem gerður var árið 2005.
20.01.2017

Dagur rafmagnsins #sendustraum

Samorka tekur í fyrsta sinn þátt í degi rafmagnsins í ár, mánudaginn 23. janúar, en dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði orkufyrirtækja á Norðurlöndum um nokkurra ára skeið. Við hjá Landsneti tökum þátt í deginum með Samorku.
18.01.2017

Nýtt tengivirki á Akranesi

Framkvæmdum við nýtt tengivirki Veitna og Landsnets á Akranesi lauk vorið 2016 og var það tekið formlega í notkun við athöfn í dag, 18. janúar. Við þetta tilefni ávarpaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gesti og Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, fluttu tölu.
06.01.2017

Rafvætt samfélag – er það spennandi kostur?

Spara má allt að 1,5 milljón tonn af útblæstri gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2030 ef ráðist yrði í orkuskipti í samgöngum og iðnaði. Til að ná þessu þarf að nýta 660 til 880 MW af raforku sem kæmi í stað hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Þessar niðurstöður og fleiri má finna í nýútkominni skýrslu sem unnin var af VSÓ ráðgjöf og Landsneti.
02.01.2017

Samstarfssamningur um kolefnisbindingu

Landsnet hefur skrifað undir samtarfssamning við Kolvið um kolefnisbindingu vegna CO2 sem fellur til vegna flugferða starfsmanna innanlands.
01.01.2017

Breytingar á gjaldskrá Landsnets vegna upprunaábyrgða 1. janúar 2017

Upprunaábyrgðir (Græn skírteini) er staðfesting á að raforkan sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, það er beinn stuðningur við slíka orkuframleiðslu innan Evrópu og hvatning til áframhaldandi uppbyggingu innan geirans. Þetta er einnig leið fyrirtækja til að votta sína vöru og þjónusta með alþjóðlegum umhverfisvottunum.
01.01.2017

Ný gjaldskrá tekur gildi

Ný gjaldskrá Landsnets tekur gildi frá og með 1.janúar 2017. Í nýju gjaldskránni er breyting á gjaldi vegna flutningstapa, þar sem Landsnet hefur samið um kaup á raforku vegna flutningstapa fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2017
22.12.2016

Gleðilega hátíð

Á Þorláksmessu verða skrifstofur Landsnets lokaðar. Við óskum landsmönnum öllum bjartrar og notalegrar hátíðar og skínandi góðs nýs árs - við erum á vaktinni og fylgjumst vel með raforkukerfinu yfir jólin.
17.12.2016

Drög að kerfisáætlun 2016-2025 – leiðrétting

​Við yfirlestur á drögum að kerfisáætlun Landsnets 2016-2025 uppgötvaðist villa í útreikningum sem breytir niðurstöðu mats á áhrifum valkosta á gjaldskrár dreifiveitna og stórnotenda. Villan snéri að meðhöndlun afskrifta í líkani sem stillt var upp til að meta áhrif eignastofns á tekjumörk, m.a. í þeim tilgangi að bera saman áhrif mismunandi sviðsmynda og valkosta á gjaldskrár.
13.12.2016

Jarðstrengir á Austurlandi teknir í notkun

Nú er lokið vinnu við styrkingu á jarðstrengjum í  Eskifjarðarlínu 1, milli Eskifjarðar og Eyvindarár við Egilsstaði, Stuðlalínu 2, milli Stuðla í Reyðarfirði og Eskifjarðar og Neskaupstaðarlínu 1, milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Jarðstengirnir liggja á milli loftlínu og tengivirkis í Eskifirði og Norðfirði.
05.12.2016

LANDSNET STYRKIR UNICEF

Í stað þess að senda jólakort veitir Landsnet árlega styrki til líknar- og velferðarsamtaka sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.
05.12.2016

Hafa unnið hjá Landsneti í 495 ár

Hjá Landsneti vinnur, flottur hópur af frábæru fólki með fjölbreyttan bakgrunn,  menntun og sumir hverjir með mjög langan starfsaldur. Starfsaldur sem er eldri en fyrirtækið sjálft en eiga sér bakgrunn í þau fyrirtæki sem koma að Landsneti.
02.12.2016

Landsnet á Workplace by Facebook

Í dag tók Landsnet í notkun samskiptamiðilinn Workplace by Facebook. Miðilinn er sérhannaður fyrir fyrirtækjaumhverfi og algjörlega óháður persónulegum Facebook síðum starfsmanna.
01.12.2016

Ný gjaldskrá tekur gildi

Samþykktar hafa verið breytingar á gjaldskrá Landsnets sem taka munu gildi í dag 1. desember 2016.  Um er að ræða leiðréttingu á gjaldskránni vegna breyttra forsenda.
23.11.2016

Fundur um Kerfisáætlun 2016 - 2025

Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á Facebooksíðu Landsnets. Þar verður einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir.
18.11.2016

Innviðirnir okkar – Leiðin að rafvæddri framtíð

Tillaga að nýrri kerfisáætlun Landsnets og umhverfisskýrslu hefur verið birt á vef Landsnets. Áætlunin sem ber titilinn Innviðirnir okkar – leiðin að rafvæddri framtíð er með töluvert breyttu sniði frá síðustu áætlun. Helstu breytingar snúa að forsenduhluta áætlunarinnar, aukinni umfjöllun um svæðisbundnu kerfin og jarðstrengi og meiri áhersla er lögð á loftslagsmál en áður . Einnig hefur hagræn umfjöllun um uppbyggingu kerfisins verið aukin til muna.
27.10.2016

Framkvæmdaleyfi Kröflulínu 4 í gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis sveitastjórnar Þingeyjarsveitar um framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4.
20.10.2016

Valkostaskýrsla vegna Suðurnesjalínu 2

Landsnet hefur látið vinna skýrslu þar sem kostir sem hafa verið til umræðu við lagningu Suðurnesjalínu 2 milli Hafnarfjarðar og tengivirkis við Rauðamel á Reykjanesi eru tilgreindir og bornir saman. Um er að ræða þrjá meginkosti, einn kost sem gerir ráð fyrir loftlínu og tvo sem gera ráð fyrir jarðstreng.
17.10.2016

Kröfu Landverndar hafnað

Framkvæmdaleyfið fyrir Þeistareykjalínu 1 í Norðurþingi stendur – úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar um að leyfið yrði fellt úr gildi. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hafi staðið rétt að útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir Þeistareykjalínu 1.
11.10.2016

Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur

Landsnet hefur kynnt sér úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem fellir úr gildi framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 4. Með úrskurði sínum fellst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum 220 kV háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar.
10.10.2016

Mikil fjárfestingaþörf í flutningskerfinu

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets var í viðtali hjá www.vb.is í síðustu viku þar sem hann talaði m.a. um stefnu Landsnets sem kristallast í loforðum til samfélagsins um öruggt rafmagn, gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar í sátt við samfélagið og umhverfið.
04.10.2016

Bilun í Mjólkárlínu

Í gærkvöldi fannst bilun í Mjólkárlínu 1 sem krafðist bráðaviðgerðar. Svo viðgerð gæti farið fram varð að taka línuna úr rekstri. Varavélar í Bolungarvík voru ræstar kl. 18.30 og þær tengdar kerfinu.
03.10.2016

Straumleysi á Vestfjörðum

Mjólkárlína 1 leysti út kl. 07.16 í morgun og straumlaust varð um tíma á Ísafirði, Breiðadal og Bolungarvík að öllum líkindum vegna veðurhæðar.
15.09.2016

Grisjun á trjám undir línum

Undanfarin ár hefur trjávöxtur verið mjög hraður og því hefur Landsnet lagt mikla áherslu á að grisja tré sem hafa vaxið undir og í námundan við línurnar.
02.09.2016

Stöðvunarkrafan nær yfir framkvæmdir á skipulögðu iðnaðarsvæði

„Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Landsnets vegna Þeistareykjavirkjunar og uppbyggingu iðnaðar á Bakka. Framkvæmdirnar eru áfangi í því að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við flutningskerfi raforku. Þær hafa farið í gegnum alla lögbundna ferla er snúa að umhverfismati og skipulagi og eru í takt við stefnu stjórnvalda í raforku- og byggðamálum. Svæðið sem stöðvunarkrafan nær yfir er að stórum hluta skilgreint iðnaðarsvæði í skipulagi og er því gert ráð fyrir athafna- og iðnaðarstarfsemi á umræddum svæðum.“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets.
31.08.2016

„Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum gefur okkur forskot"

CIGRE eru alheimssamtök raforkuiðnaðarins, framleiðenda búnaðar, háskóla og sérfræðinga á raforkusviði í víðustu merkingu. Samtökin hafa innan sinna vébanda umfangsmikla starfsemi, öfluga vinnuhópa og halda alþjóðlegar ráðstefnur og var ein slík haldin í París í síðustu viku.
31.08.2016

Haustfundur NSR - Neyðarsamstarf raforkukerfisins

Í gær, þriðjudaginn 30.ágúst, var haldinn haustfundur NSR (Neyðar samstarf raforkukerfisins) sem er samvinnu­vettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku og/eða stórnotendum. Markmið NSR er að veita aðstoð og samræma aðgerðir í vá.
26.08.2016

Laus störf hjá Landsneti

Landsnet auglýsir þrjú laus störf til umsóknar; sérfræðingur í stjórnstöð hjá kerfisstjórnunarsviði, rafiðnaðarmaður á Egilsstöðum hjá framkvæmdar-og rekstrarsviði og sérfræðingur í innkaupum hjá fjármálasviði.
21.08.2016

Framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 stöðvaðar að kröfu Landverndar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi á föstudag tvo úrskurði um stöðvun framkvæmda vegna ákvarðana sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Úrskurðirnir eru til bráðabirgða á meðan nefndin fjallar um kærur Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna.
19.08.2016

Ertu með yfirsýn og orku ?

Landsnet leitar að öflugum einstaklingi til að sjá um áætlanagerð og skipulagningu verkefna hjá Netþjónustu er snúa að rekstri og viðhaldi á flutningskerfi Landsnets.
16.08.2016

Gerð valkostaskýrslu fyrir Suðurnesjalínu 2

Suðurnesjalína 2 er liður í styrkingu meginflutningskerfisins til að mæta vaxandi þörf fyrir raforkuflutning á Suðurnesjum. Fyrir liggur athugun á lausn sem felur í sér 220 kV háspennulínu frá Hafnarfirði og út á Reykjanes. Suðurnesjalína 1, sem nú þjónar svæðinu og rekin er á 132 kV spennu, er fulllestuð í dag jafnframt því sem öryggi kerfisins er ófullnægjandi þar sem aðeins er um þessa einu tengingu að ræða frá Reykjanesskaganum við 220 kV meginflutningskerfi Landsnets.
15.08.2016

Styrking krónunnar leiðir til taps á fyrrihluta ársins

Árshlutareikningurinn er nú birtur í fyrsta skiptið í bandaríkjadölum (USD) sem er starfrækslugjaldmiðill Landsnets frá ársbyrjun 2016. Fjármögnun félagsins er að mestu í íslenskum krónum og hefur þróun USD gagnvart henni verið óhagstæð frá áramótum.
12.08.2016

Takk og gangi ykkur vel

Í sumar hafa fjölmargir háskólanemar verið við störf hjá Landsneti. Hópurinn hefur unnið hin ýmsu störf og komið að verkefnum á flestum sviðum fyrirtækisins.
11.08.2016

Skipt um lóð og upphengjur á Geiradalslínu

Í nótt var unnið við reglubundið viðhald á Geiradalslínu og gekk vinna mjög vel og var línan spennusett aftur undir morgun. M.a. var skipt um lóð og upphengjur og á línunni sem þverar Gilsfjörðinn var tekinn niður tuttugu ára gamall ísingarvari. Í genginu sem tók niður ísingarvarann í nótt var Davíð Guðmundsson sem svo skemmtilega vildi til að var líka í genginu sem setti hann upp á sínum tíma.
04.08.2016

Góður árangur af uppgræðslu

Landsnet hefur undanfarin sumur unnið að uppgræslu og stöðvun jarðvegseyðingar i nágrenni háspennulína á afréttum sunnan Langajökuls.
27.07.2016

Eykur flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu

Landsnet vinnur nú að styrkingu svæðiskerfisins á Suðurlandi með endurnýjun á strengendum þriggja 66 kV háspennulína á svæðinu en grannir jarðstrengir í endum loftlína hafa skapað flöskuhálsa í flutningskerfinu á nokkrum stöðum.
23.07.2016

Traust og öflug tenging - Laust starf mannauðsstjóra hjá Landsneti

​Landsnet leitar að öflugum einstaklingi til að leiða mannauðsmál félagsins og taka þátt í uppbyggingu og þróun fyrirtækisins til framtíðar. Landsnet leggur áherslu á metnaðarfulla mannauðsstefnu, góða fyrirtækjamenningu og sterka liðsheild í umhverfi sem er í hraðri mótun.
04.07.2016

Kærar þakkir fyrir samstarfið

Kristján Haraldsson hefur nú látið af störfum sem Orkubússtjóri Vestfjarða. Við sendum Kristjáni okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir samstarfið á undanförnum árum.
04.07.2016

Lækkun á gjaldskrá Landsnets

​Breytingar hafa verið gerðar á gjaldskrá Landsnets með gildistöku frá 1. júlí 2016. Breyting hefur verið gerð á afhendingar-, afl- og orkugjaldi fyrir stórnotendur. Ekki voru gerðar breytingar á gjaldskrá fyrir drefiveitur né vegna sölu á flutningstöpum og kerfisþjónustu.
01.07.2016

Metnaðarfull markmið í loftslags- og úrgangsmálum

Landsnet var í hópi þeirra íslensku fyrirtækja sem skuldbundu sig haustið 2015, í aðdraganda 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, til að setja sér markmið í loftslags- og úrgangsmálum og fylgja þeim eftir með aðgerðum.
30.06.2016

Rut Kristinsdóttir ráðin til Landsnets

Landsnet hefur ráðið Rut Kristinsdóttur í starf sérfræðings í umhverfismálum á þróunar- og tæknisviði og mun hún vinna að umhverfismati framkvæmda og áætlana Landsnets.
27.06.2016

„ Merkilegt hvað þetta venst „

"Ég er línumaður Íslands,“ segir Frans Friðriksson sem er hluti af línuteymi Landsnets sem sér um að gera við rafmagnslínur landsins og sinna viðhaldi rafmagnsstaura í viðtali í Morgunblaðinu í dag.
15.06.2016

Team Landsnet – gangi ykkur vel

Stemningin í herbúðum Team Landsnet er rafmögnuð í augnablikinu enda styttist í að strákarnir leggi af stað í Wow Cyclothon keppninni.
07.06.2016

Erlendir ferðamenn jákvæðir í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu

Gallup hefur framkvæmt rannsókn fyrir Landsvirkjun sem gefur sterka vísbendingu um jákvætt viðhorf erlendra ferðamanna til endurnýjanlegrar orkuvinnslu á Íslandi. Samkvæmt könnuninni eru 97% erlendra ferðamanna jákvæð í garð endurnýjanlegra orkugjafa hér á landi. Rannsóknin var framkvæmd á netinu og voru þátttakendur 1.014 talsins.
03.06.2016

Gjaldskrá Landsnets lægri en meðtal í Evrópu

Stórnotendur flutningskerfis Landsnets greiða að jafnaði minna en notendur í öðrum Evrópulöndum. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Evrópusamtaka flutningsfyrirtækja. Samorka hefur nýlega vakið athygli á nýjum tölum sem sýna að raforkukostnaður íslenskra heimila er sá lægsti í Vestur-Evrópu og að flutningsgjald raforku á Íslandi til stórnotenda sé undir meðaltali.
12.05.2016

Niðurstaða Hæstaréttar breytir forsendum

Meirihluti Hæstaréttar felldi í dag úr gildi stjórnvaldsákvarðanir iðnaðarráðherra frá 24. febrúar 2014 er heimiluðu Landsneti að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu 2. Niðurstaða dómsins kemur Landsneti á óvart. Hún seinkar brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja.
26.04.2016

Orkustofnun hefur samþykkt kerfisáætlun Landsnets 2015-2024

Kerfisáætlun Landsnets samræmist skilyrðum raforkulaga. Þetta er niðurstaða Orkustofnunar sem samkvæmt raforkulögum hefur það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu strengja.
22.04.2016

Skýrsla um frammistöðu flutningskerfis Landsnets 2015

Frammistöðuskýrsla fyrir árið 2015 er komin út og er aðgengileg á heimasíðu Landsnets. Í skýrslunni er að finna tölfræðilegar upplýsingar um rekstur flutningskerfis Landsnets í fyrra og samanburð við 10 ár þar á undan, jafnframt því sem hún tekur mið af kröfum um gæði raforku og afhendingaröryggi.
19.04.2016

Yfirlýsing frá Landsneti

Landsnet vísar á bug ásökunum um að hafa eignað sér lögverndaða hönnun fyrirtækisins Línudans á háspennumöstrum eins og greint var frá í fréttum Ríkissjónvarpsins sunnudaginn 17. apríl sl.
18.04.2016

Vinnuhópur Cigré um trefjamöstur með fund á Íslandi

Helstu sérfræðingar heimsins í þróun og hönnun háspennumastra úr trefjaefni báru saman bækur sínar á þriggja daga vinnufundi hérlendis fyrir helgi í samstarfi við Landsnet, sem átti nokkra fulltrúa á fundinum.
11.04.2016

Lægsta tilboðið um 59% af kostnaðaráætlun

Fyrirtækið Metalogalva í Portúgal átti lægsta tilboðið í stálmöstur þriggja háspennulína Landsnets, Kröflulínu 4, Þeistareykjalínu 1 og Suðurnesjalínu 2, en alls bárust 15 tilboð í möstrin og voru 12 þeirra undir kostnaðaráætlun.
08.04.2016

Konur í meirihluta í nýrri stjórn Landsnets

Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri á Icelandair hótelinu á Akureyri, er nýr formaður stjórnar Landsnets. Hún tekur við af Geir A. Gunnlaugssyni, fyrrverandi forstjóra Marels og Sæplasts/Promens. Hann lætur af störfum að eigin ósk eftir að hafa gegnt formennsku í stjórn Landsnets sl. fimm ár.
05.04.2016

„Stóra myndin“ í raforku- og loftslagsmálum í brennidepli á vorfundi Landsnets

Mikilvægt er að horfa á heildarmyndina þegar horft er til framleiðslu og dreifingar orku annars vegar og náttúruverndar hins vegar. Þessi samhljómur var sem rauður þráður í erindum framsögumanna á árlegum vorfundi Landsnets í dag þar sem framtíð raforkuflutningskerfisins, eignarhald Landsnets og loftslagsmál voru m.a. í brennidepli.
23.03.2016

Hlutverk raforku og loftslagsmál í brennidepli á vorfundi Landsnets

Landsnet býður til árlegs vorfundar félagsins þriðjudaginn 5. apríl nk., kl. 9-11 á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður fjallað um hlutverk raforku í tengslum við stöðu loftslagsmála á Íslandi og áskoranir varðandi þróun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins.
23.03.2016

Ferðafólk til fjalla fari með gát

Að venju má búast við að ferðalög á fjöllum aukist þegar páskar eru framundan og því vill Landsnet minna á að víða á hálendinu getur verið hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikilla snjóalaga.
23.03.2016

Tilboð i tengivirki á Norðausturlandi ríflega 172 milljónum undir kostnaðarverði

Tilboð sem bárust í þrjú ný tengivirki Landsnets á Norðausturlandi eru samanlagt undir kostnaðarverði sem nemur ríflega 172 milljónum króna. Alls nemur kostnaðaráætlun tengivirkjanna þriggja 1.921,2 milljónir króna en lægstu tilboðin sem bárust hljóða upp á 1.748,6 milljónir, sem er um 91% af áætluðu kostnaðarverði.
18.03.2016

Raforkuspá til ársins 2050

Notkun forgangsorku frá dreifikerfum á Íslandi mun aukast um 15% á árunum 2014-2020 og um 100% fram til ársins 2050. Árleg notkun aukningar er metin tæplega 2% á ári en þó heldur meiri næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri spá um raforkunotkun hér á landi frá 2015-2050 sem raforkuhópur orkuspárnefndar sem birt er á vef Orkustofnunar.
14.03.2016

Engin stórvægileg áföll í flutningskerfinu í óveðrinu

Flutningskerfi Landsnets var ekki fyrir neinum stórvægilegum áföllum í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og nótt en þó er Kröflulína 1, milli Kröflu og Rangárvalla við Akureyri, úti. Byggðalínuhringurinn er því rofinn fyrir norðan en bilunin hefur ekki haft straumleysi í för með sér en rof á byggðalínuhringnum þýðir skert rekstraröryggi flutningskerfisins.
14.03.2016

Nýtt starfsfólk til liðs við Landsnet

Landsnet hefur ráðið Gný Guðmundsson í starf verkefnisstjóra áætlana hjá þróunar- og tæknisviði félagsins og Sigrún Ragna Helgadóttir hefur verið ráðin verkefnalóðs hjá framkvæmda- og rekstrarsviði félagsins.
11.03.2016

Landsnet kærir úrskurð vegna Suðurnesjalínu 2

Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í liðinni viku þar sem rétturinn hafnaði aðfararbeiðnum Landsnets um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.
08.03.2016

Landsnet styður Team Spark

Landsent hefur endurnýjað stuðning sinn við verkfræðinema við Háskóla Íslands sem vinna að smíði rafmagnsbíls og stefna að þátttöku í Formula Student keppninni á Silverstone kappakstursbrautinni á Englandi í sumar
07.03.2016

Bætt nýting dregur úr þörf fyrir gjaldskrárhækkun

Landsnet hefur svarað athugasemdum sem Orkustofnun og fimm viðskiptavinir fyrirtækisins í raforkugeiranum gerðu við kerfisáætlun félagins. Athugasemdirnar voru birtar á vef Orkustofnunar 5. janúar síðast liðinn og svör Landsnets hafa nú verið birt á vef fyrirtækisins.
04.03.2016

Laust starf hjá Landsneti

Landsnet hf. leitar að matreiðslumanni eða starfsmanni með mikla reynslu úr atvinnueldhúsi til starfa í mötuneyti fyrirtækisins.
03.03.2016

Landsnet styrkir grunnkerfið

Landsnet fyrirhugar fjárfestingar í dreifikerfi raforku upp á 35 milljarða króna á næstu þremur árum. Forstjóri Landsnets segir að það muni taka tíu ár að bæta úr öllum helstu veikleikum í dreifikerfinu.
02.03.2016

Skammhlaup talið hafa valdið útleysingu á Sauðárkrókslínu 1 í síðustu viku

Truflanagreining hjá Landsneti hefur leitt í ljós að straumleysið á Sauðárkróki og í nærsveitum á þriðjudag í síðustu viku varð vegna skammhlaups til jarðar í háspennulínunni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Ekki hefur verið hægt að staðsetja bilunina nánar enda hafa engin ummerki um hana fundist.
02.03.2016

Yfir 30 milljarða fjárfesting í flutningskerfi Landsnets á næstu þremur árum

Fyrirhugaðar fjárfestingar Landsnets í flutningskerfinu nema hátt í 35 milljörðum króna næstu þrjú árin og er aukningin umtalsverð í samanburði við framkvæmdir félagsins á síðustu árum. Þetta kom fram í kynningu Nils Gústavssonar, framkvæmdastjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins fyrir helgi.
25.02.2016

Úrbætur á hljóðvist við tengivirki í Hamranesi

Framkvæmdir til að bæta hljóðvist við tengivirki Landsnets í Hamranesi eru á lokstigi. Búið er að byggja hljóðdempandi vegg framan við spennana við hlið tengivirkisins til að draga úr nið sem berst frá þeim og einnig hefur hljóðmönin við virkið verið hækkuð.
12.02.2016

Tjón á Prestabakkalínu 11 milljónir króna

Kostnaður Landsnets vegna viðgerðar á Prestbakkalínu 1, sem skemmdist við Hof í Öræfum í veðuráhlaupi á fimmtudagskvöldi í síðustu viku, er um 11 milljónir króna en viðgerð á línunnu lauk aðfararnótt mánudags.
12.02.2016

Laust starf hjá Landsneti

Við leitum að öryggisstjóra sem býr yfir frumkvæði, jákvæðni og hefur brennandi áhuga á öryggismálum.
10.02.2016

Framadagar 2016

Það var skemmtilegt að taka þátt í Framadögum í dag.
29.01.2016

Starf í boði hjá Landsneti

Landsnet leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi, sem hefur brennandi áhuga á miðlun upplýsinga, í nýtt starf upplýsingafulltrúa hjá Landsneti. Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar n.k.
22.01.2016

Starf í boði hjá Landsneti

Landsnet óskar eftir að ráða til sín starfsmann í greiningar á fjármálasviði. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar n.k.
22.01.2016

Landsnet þátttakandi í evrópskri rannsókn til að tryggja stöðugleika raforkukerfa til framtíðar

Landsnet er meðal þátttakenda í evrópska rannsóknarverkefninu MIGRATE (Massive Integration of Power Electronic Devices) sem hlotið hefur um 17 milljón evra styrk úr Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og nýsköpun. Verkefninu var hleypt formlega af stokkunum í vikunni og er vonast til að það skili niðurstöðum sem hjálpi til við að tryggja stöðugleika raforkukerfa eftir því sem endurnýjanlegum orkugjöfum fjölgar sem tengdir eru við þau.
15.01.2016

Landsnet býður út undirbúningsvinnu vegna Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4

Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar tveggja 220 kílóvolta (kV) háspennulína á Norðausturlandi, Þeistareykjaínu 1 og Kröflulínu 4, sem lagðar verða milli Kröflustöðvar, Þeistareykja og Bakka við Húsavík. Möstur eru 193 talsins og er línuleiðin rúmur 61 km.
15.01.2016

Störf í boði hjá Landsneti

Landsnet óskar eftir að ráða til sín tvo starfsmenn annars vegar verkefnalóðs framkvæmdaverka og hins vegar rafiðnaðarmann á Egilsstöðum. Bæði störfin heyra undir Framkvæmda- og rekstarsvið. Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar n.k.
12.01.2016

Landsnet á forsíðu norska raforkutímaritsins Volt

Umfjöllun um uppsetningu hugbúnaðarins Promaps Online hjá Landsneti er forsíðuefni nýjasta tölublaðs norska raforkutímaritsins Volt. Rætt er við Írisi Baldursdóttur, framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs, um mikilvægi þess að þróa nýjar lausnir við greiningu á áreiðanleika afhendingar raforku og stöðu íslenska raforkukerfisins.
30.12.2015

Varaafl ræst í Neskaupstað

Útleysing varð á Neskaupstaðarlínu 1, milli Eskifjaðrar og Norðfjarðar, rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun sem olli rafmagnsleysi í Neskaupstað. Tilraunir til að setja línuna inn aftur báru ekki árangur og er nú verið að ræsa varaafl á staðnum.
28.12.2015

Landsnet aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð

Landsnet hefur gengið til liðs við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð sem samanstendur af hópi fjölmargra íslenskra fyrirtækja sem vilja leitast við að skipuleggja starfsemi sína þannig að hún hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins.
18.12.2015

Landsnet endurnýjar jarðstrengi á Eskifirði

Framkvæmdir eru að hefjast við lagningu 132 kílóvolta (kV) jarðstrengja frá Stuðlalínu 2 sunnan Eskifjarðar að tengivirki Landsnets á Eskifirði og áfram þaðan að loftlínum ofan við bæinn. Áætlaður kostnaður er 125 milljónir króna og er stefnt að því að framkvæmdum ljúki á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
15.12.2015

Landsnet og Kolibri í samstarf

Landsnet og hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri hafa gert með sér samkomulag um þróun á nýrri hugbúnaðarlausn sem gerir Landsneti kleift að selja umframraforku á raforkuneti sínu í rauntíma.
11.12.2015

Tjón Landsnets vegna óveðursins um 120 milljónir – þar af 90 milljónir á Vestfjörðum

Forstjóri Landsnets segir brýnt að hefjast handa við styrkingu meginflutningskerfis Landsnets. Notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í fárviðrinu sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar ef kerfisstyrkingar sem félagið vill ráðast í hefðu verið komnar til framkvæmda. Viðgerð á háspennulínum Landsnets er að mestu lokið og er beint tjón félagsins metið um 120 milljónir króna en afleitt tjón samfélagsins er enn meira.
09.12.2015

Raforkuafhending Landsnets að komst í eðlilegra horf

Viðgerð er lokið á byggðalínuhringnum sem fór í sundur á tveimur stöðum í fyrrakvöld. Einnig er viðgerð að ljúka á Kópaskerslínu og verður hún komin aftur í rekstur í kvöld. Þá er viðgerð hafin á Breiðadalslínu 1 sem er í sundur í Dýrafirði þar sem 17 möstur brotnuðu vegna ísingar og vindálags í fyrrakvöld. Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík meðan á viðgerð stendur og því er ekkert rafmagnsleysi lengur hjá viðskiptavinum Landsnets og raforkuafhending að færast í eðlilegra horf á ný eftir óveðrið í fyrrakvöld.
08.12.2015

Stefnt að því að ljúka viðgerð á byggðalínunni innan tveggja sólarhringa

Landsnet vonast til að viðgerð ljúki á næstu tveimur sólarhringnum á byggðalínuhringnum sem laskaðist í óveðrinu í gærkvöldi og nótt. Ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Þegar verst lét var straumleysi mjög víðtækt og rekstur flutningskerfisins tvísýnn og er það enn. Tjón Landsnets er talsvert og talið að það verði líklega yfir 100 milljónir króna.
08.12.2015

Straumleysi í gærkvöld og nótt

Mesta straumleysið í gærkvöldi og nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út.
08.12.2015

Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum – óvíst um ástand á fleiri stöðum

Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt en flestir notendur eru nú komnir með rafmagn á ný. Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik
07.12.2015

Rafmagnsleysi á Austfjörðum

Rafmagnslaust varð á Austurlandi kl. 22:15 þegar útleysing varð á Stuðlalínu 1 milli Hryggstekks og Stuðla og Eyvindarárlína 1 milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði.
07.12.2015

Starfsfólk Landsnets stendur í ströngu

Rétt upp úr átta í kvöld leysti Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1 út en eftir að Prestbakkalína var rofin frá Sigöldulínu 4 á Prestbakka, var hægt að spennusetja Sigöldulínu 4 frá Sigöldu afhenda rafmagn á ný í Vestur Skaftafellssýslu út frá Prestbakka.
07.12.2015

Sigöldulína 4/Prestbakkalína 4 leysti út

Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, leysti út rétt upp úr klukkan átta í kvöld og olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu út frá Prestbakka. Línan var spennusett aftur en leysti fljótlega út á nýjan leik og er ekki vitað á þessari stundi hvenær straumur kemst á aftur.
07.12.2015

Landsnet í viðbragðsstöðu

Aukinn viðbúnaður er í stjórnstöð Landsnets og viðgerðarflokkar eru í viðbragðsstöðu vegna ofsaveðurs eða fárviðris sem spáð er að gangi yfir landið síðdegis í dag og í kvöld.
17.11.2015

Mikil samstaða meðal fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum

Landsnet skrifaði undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmál í Höfða 16. nóvember s.l. Þátttaka í verkefninu var framar vonum en alls skuldbundu 103 fyrirtæki og stofnanir sig til að setja sér markmið í loftslagsmálum og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Verður árangur þeirra mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega.
16.11.2015

Áætlun um framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku send Orkustofnun

Í framhaldi af umfangsmiklu kynningar- og samráðsferli við hagsmunaaðila og almenning hefur Landsnet nú lokið vinnu við kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunar. Hefur áætlunin verið send Orkustofnun til samþykktar, í samræmi við þær breytingar sem Alþingi gerði á raforkulögum í vor.
13.11.2015

Viðbrögð æfð við áföllum í raforkukerfinu

Hátt í 200 manns tóku þátt í vel heppnaðri neyðaræfingu Landsnets, Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR) og fleiri aðila í gær þar sem æfð voru viðbrögð og verkferlar vegna mjög alvarlegs hættuástands í kjölfar ímyndaðs eldgoss í vestanverðum Vatnajökli.
06.11.2015

Laust starf bókara

Landsnet hf. leitar eftir reyndum bókara í 80% starf við almenn bókhaldsstörf á fjármálasviði.
04.11.2015

Nýtt truflanaflokkunarkerfi tekið í gagnið hjá Landsneti

Stjórnstöð Landsnet er að innleiða nýtt flokkunarkerfi sem segir til um alvarleika rekstrartruflana í raforkukerfinu. Tilgangur þess er að tryggja skjótari og skilvirkari upplýsingagjöf til viðskiptavina, jafnt notenda raforku sem framleiðanda, ekki síst í þeim aðstæðum að grípa þarf til flutningstakmarkana eða raforkuskerðinga í kjölfar umfangsmikilla raforkutruflana.
30.10.2015

Tillaga að matsáætlun Sprengisandslínu liggur fyrir

Landsnet hefur sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu, 220 kílóvolta háspennulínu milli Norður- og Suðurlands, til formlegar ákvörðunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Allir geta gert athugasemdir við tillöguna og sent Skipulagsstofnun fyrir 17. nóvember 2015.
19.10.2015

Landsnet semur við Thorsil um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík

Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag um raforkuflutninga fyrir kísilver Thorsil ehf. í Helguvík. Gert er ráð fyrir að rekstur kísilversins hefjist í ársbyrjun 2018 og skal framkvæmdum Landsnets lokið í desember 2017. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers Thorsil við meginflutningskerfi Landsnets er um 2,5 milljarðar króna.
16.10.2015

Flutningskerfi raforku og orkuöryggi

Fjárfestingar í raforkuframleiðslu og flutningskerfi raforkunnar verða að haldast í hendur ef ávinningur á að skila sér. Skortur á fjárfestingu í öðrum þættinum dregur úr ávinningi fjárfestingar í hinum þættinum sagði Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, í erindi um íslenska raforkuflutningskerfið á vel sóttri ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.
15.10.2015

Helstu sérfræðingar heims ræða orkuöryggi á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík

Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, heldur erindi á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi fimmtudaginn 15. október nk., ásamt helstu sérfræðingum MIT, Harvard og Tufts háskólanna, Brookings-stofnunarinnar, Háskólans í Reykjavík og Landsvirkjunar.
13.10.2015

Þörf á víðtækri sátt um farmtíð flutnings raforku

Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, hvetur til víðtækrar samfélagssáttar um framtíðarfyrirkomulag raforkuflutninga og uppbyggingu meginflutningskerfis raforku í grein í Morgunblaðinu um helgina og við birtum í heild sinni hér:
13.10.2015

Lagningu jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur miðar vel

Við lagningu Fitjalínu 2, 132 kílóvolta (kV) jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur, sem staðið hefur yfir í sumar var í fyrsta sinn notast við sérstakan strenglagningarbúnað sem Landsnet festi kaup á í vor vegna fyrirsjáanlegrar aukningar í lagningu jarðstrengja á vegum fyrirtækisins.
08.10.2015

Loftlínan milli Hellu og Hvolsvallar tekin niður

Framkvæmdir standa nú yfir á vegum Landsnets við að fjarlægja gömlu loftlínuna milli Hellu og Hvolsvallar. Hellulína 2 var ein sú elsta í raforkukerfinu hérlendis, reist árið 1948, og lauk hún hlutverki sínu á dögunum þegar 13 km langur 66 kV jarðstrengur sem lagður var í sumar leysti hana af hólmi.
06.10.2015

Umhverfisvernd og orkumál

Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hefur lengi fylgst náið með umræðum um loftslagsmál, haldið um þau fjölþjóðlegar ráðstefnur o.fl., einkum í tengslum við verkefni sitt Earth 101.
28.09.2015

Raforkutilskipun ranglega sögð brotin á Íslandi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vísar á bug fullyrðingum sem fram komu fyrir helgi þar sem íslensk stjórnvöld og opinberar stofnanir, þ.á.m. Landsnet, voru sökuð um lögbrot í raforkumálum.
18.09.2015

Landsnet býður út undirbúningsvinnu vegna Suðurnesjalínu 2

Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta (kV) háspennulínu frá Hraunhellu Í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis. Línuleiðin er rúmir 32 kílómetrar og möstrin verða alls 100 talsins.
18.09.2015

Upphafi framkvæmda á Bakka fagnað

Fulltrúar Landsnets voru meðal þátttakenda í fjölmennum hátíðarhöldum í gær í tilefni af upphafi framkvæmda á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík enda raforkutenging svæðisins við Þeystareykjavirkjun og meginflutningskerfið umtalsverður þáttur í þeirri uppbyggingu sem þar er að hefjast.
15.09.2015

Landsnet semur við Mannvit um hönnun háspennulína á Norðausturlandi

Landsnet hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um útboðshönnun tveggja nýrra 220 kílóvolta háspennulína á Norðausturlandi sem tengja annars vegar nýja virkjun á Þeistareykjum við meginflutningskerfi Landsnets og hins vegar virkjunina við iðnaðarsvæði á Bakka.
10.09.2015

Brýnt að Landsnet vinni að sátt með öllum hagsmunaaðilum

„Ef við horfum á stöðuna eins og hún er núna og þá út frá forsendum eftirspurnar eftir rafmagni þá getur stór hluti landsins einfaldlega ekki þróast eðlilega áfram vegna takmarkana kerfisins. Fólk hefur ekki það aðgengi að rafmagni sem þyrfti að vera,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.
09.09.2015

Viðhaldsvinna vestra

Viðhaldsvinna vestra hefur áhrif á rafmagnsklukkur Rafmagnsklukkur á Vestfjörðum geta flýtt sér næstu daga. Ástæðna er ónákvæmari tíðni í raforkukerfinu þar vegna viðhaldsvinnu sem nú stendur yfir á Mjólkárlínu 1 og Geiradalslínu 1.
08.09.2015

Afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum

Landsnet hefur farið fram á skýringar frá HS Veitum á stöðu varaafls í Vestmannaeyjum en eins og flestir í Eyjum hafa orðið varir við hafa truflanir á afhendingu rafmagns valdið notendum þar töluverðum óþægindum undanfarið.
25.08.2015

Athugasemdartími kerfisáætlunar framlengdur

Landsnet hefur ákveðið að framlengja frest til að senda inn athugasemdir og ábendingar við kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu um tvær vikur og stendur hann nú til og með 15. september nk.
24.08.2015

Endurbætur á tengivirki Landsnets við Sigöldu

Endurbætur standa nú yfir á tengivirki Landsnets við Sigöldu sem hafa það að markmiði að draga úr óstöðugleika byggðalínunnar í truflunartilvikum og styrkja orkuafhendingu á Austurlandi.
17.08.2015

Varaspennir kominn í gagnið í Rimakoti

Varaspennir sem leysir af hólmi spenni sem bilaði í tengivirki Landsnets í Rimakoti á Landeyjasandi í síðustu viku var tengdur við kerfið í gærkvöldi. Flutningsgeta hans er helmingi minni en spennisins sem bilaði og því eru skerðingar áfram í gildi til notenda í Vestmannaeyjum sem eru með samninga um skerðanlegan flutning.
14.08.2015

Vel sóttur kynningarfundur um uppbyggingu flutningskerfis raforku næstu 10 árin

Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets sem kynnt var á opnum fundi á Hótel Natura föstudaginn 14. ágúst en frestur til að gera athugasemdir við áætlunina og umhverfisskýrslu hennar er til 1. september 2015.
13.08.2015

Varaspennirinn tengdur á sunnudag

Prófunum er lokið hjá Landsneti á varaspenni sem skipta á út fyrir þann sem bilaði í tengivirkinu í Rimakoti í fyrrakvöld. Þær gengu vel og verður spennirinn fluttur austur í Rimakot í dag. Í framhaldinu verða spennaskiptin undirbúin og er nú stefnt að því að tengja varaspenninn inn á kerfið á sunnudag. Með þessum aðgerðum á að vera hægt að tryggja forgangsorkunotendum í Vestmannaeyjum nægt afl en skerðingar til annarra notenda verða áfram í gildi þar til viðgerð er lokið á spenninum sem bilaði.
12.08.2015

Alvarleg bilun staðfest

Nú er ljóst að skerðingar verða áfram í gildi til raforkunotenda í Vestmannaeyjum þar sem ástandsmælingar frá því í dag staðfesta að um alvarlega bilun er að ræða í spenni í tengivirki Landsnets í Rimakoti á Landeyjasandi. Reynt verður að spennusetja hann aftur síðar í dag og jafnframt er verið að undirbúa flutning á varaspenni á svæðið en hann verður ekki kominn í rekstur fyrr en eftir nokkra daga.
12.08.2015

Rafmagnstruflun á Suðurlandi

Vegna bilunar í spenni í tengivirki Landsnets í Rimakoti á Landeyjasandi varð straumlaust á hluta Suðurlands rétt fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Rafmagn komst fljótlega á aftur og dísilvélar voru ræstar í Vestmannaeyjum og í Vík. Þar er rafmagn hjá almennum notendum en skerða hefur þurft afhendingu rafmagns til notenda sem eru á skerðanlegum flutningssamningum í Eyjum.
11.08.2015

Sæstrengur til Evrópu krefst styrkingar á raforkuflutningskerfi Íslands

Lagning sæstrengs til Evrópu kallar á styrkingu íslenska raforkuflutningskerfisins en hversu miklar þær þurfa að vera ræðst að verulegu leiti af landtökustað strengsins og öryggi tengingarinnar. Athuganir Landsnets benda til að umræddar styrkingar, umfram framtíðartillögur fyrirtækisins um styrkingu flutningskerfisins, séu minni ef strengurinn væri tekinn á land á Suðurlandi heldur en ef landtaka yrði á Austfjörðum.
06.08.2015

Uppbygging flutningskerfis raforku næstu 10 árin

Landsnet býður til opins kynningarfundar um tillögu að kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu áætlunarinnar föstudaginn 14. ágúst 2015, kl. 9-10:30, í þingsal 2 á Hótel Natura í Reykjavík (áður Hótel Loftleiðir).
16.07.2015

Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024

Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets sem nú hefur verið lögð fram til kynningar hjá Skipulagsstofnun og Landsneti ásamt umhverfisskýrslu.
01.07.2015

Ógildingu eignarnámsheimilda hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landsnet og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið af öllum kröfum fimm landeigenda á Reykjanesi um ógildingu eignarnámsheimilda á jörðum þeirra vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.
15.06.2015

Rafmagn komið á að nýju á Akranesi

Straumlaust varð í um 40 mínútur fyrir hádegi á Akranesi og í nærsveitum þegar Vatnshamralína 2 leysti út í kjölfar þess að að vöruflutningabíll lenti upp í línuni.
09.06.2015

Framkvæmdir hafnar við jarðstrengslagnir Landsnets á Suðurlandi

Framkvæmdir eru hafnar við lagningu tveggja 66 kV jarðstrengja Landsnets á Suðurlandi, Selfosslínu 3 og Hellulínu 2. Strengirnir eru samtals um 41 km að lengd og auka bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á Suðurlandi en ráðgert er að spennusetja þá síðar á árinu.
07.06.2015

Öllum fyrirvörum aflétt vegna samkomulags Landsnets við PCC

Öllum fyrirvörum vegna samnings Landsnets og PCC Bakki Silicon um flutning raforku til fyrirhugaðs kísilvers á Bakka við Húsavík hefur verið aflétt af hálfu PCC og stjórnar Landsnets. Orkuafhending miðast við nóvembermánuð 2017 og fer undirbúningur framkvæmda nú á fullan skrið hjá Landsneti.
21.05.2015

Skipulagsbreytingar hjá Landsneti

Nýtt skipurit tekur gildi hjá Landsneti 1. júní 2015 í samræmi við endurskoðun á stefnu félagsins og framtíðarsýn. Breytingunum er ætlað að efla enn frekar starfsemi Landsnets sem gegnir því mikilvæga hlutverki í raforkukerfi landsins að tryggja og viðhalda hæfni flutningskerfisins til lengri tíma og viðhalda jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar rafmagns á hverjum tíma.
16.05.2015

Yfirlýsing frá Landsneti vegna úrskurðar um matsáætlun Kröflulínu 3

Landsnet fagnar niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem fyrirtækið telur að sé til þess fallin að skýra þær kröfur sem gera verði til Skipulagsstofnunar og framkvæmdaraðila við gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmda í flutningskerfi raforku. Úrskurðurinn tekur hins vegar ekki til mats á umhverfisáhrifum framkvæmda sem þegar er lokið og hefur ekkert fordæmisgildi hvað slíkar framkvæmdir varðar.
15.05.2015

Suðurnesjalína 2 - heimild til umráðatöku áður en mat á bótum fer fram felld niður

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi fimm úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta sem heimiluðu Landsneti umráðatöku afmarkaðs svæðis innan Sveitarfélagsins Voga vegna byggingar og reksturs Suðurnesjalínu 2, án þess að matsnefndin hefði lokið matsferli eignarnáms umræddra svæða með úrskurði um fjárhæð eignarnámsbóta. Dómurinn varðar hins vegar ekki ákvarðanir iðnaðarráðherra frá 24. febrúar 2014 um eignarnám.
07.05.2015

Skýrsla um eignarhald Landsnets

Nefnd sem hefur kannað möguleika á breytingum á eignarhaldi Landsnets hf. hefur skilað greinargerð til iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hefur hún verið gerð opinber á vef atvinnuvegaráðuneytisins.
28.04.2015

Varaafl og snjallnet á Vestfjörðum

Mikilvægum áfanga í að auka orkuöryggi á Vestfjörðum var fagnað í Bolungarvík í dag. Þá tók iðnaðar- og viðskiptaráðherra formlega í notkun nýja varaaflstöð Landsnets, nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða í Bolungarvík og snjallnetskerfi fyrir Vestfirði – sem er samheiti yfir ýmsar tækninýjungar á sviði flutnings og dreifingar raforku á svæðinu. Verkið tók rúm tvö ár og kostaði um 1,5 milljarð króna en alls hefur Landsnet fjárfest fyrir rúma þrjá milljarða í bættu orkuöryggi vestra á liðnum árum.
20.04.2015

Orka, samgöngur og fjarskipti forsendur byggðar í landinu

Orka, samgöngur og fjarskipti eru forsendur nútíma mann- og atvinnulífs og grundvöllur byggðar í öllu landinu. sagði stjórnarformaður Landsnets á vorfundi félagsins á dögunum þegar hann minntist 10 ára afmælis félagsins og horfði fram á veg til þeirra verkefna sem bíða þess á næstu árum.
17.04.2015

Landsnet semur við ÍAV um byggingu tengivirkis í Helguvík

Landsnet undirritaði í dag samkomulag við Íslenska aðalverktaka (ÍAV) um byggingu á nýju tengivirki Landsnets í Helguvík sem fengið hefur nafnið Stakkur. Samningurinn hljóðar upp á 341 milljón króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í árslok 2015.
15.04.2015

Stefnumótun stjórnvalda vegna uppbyggingar raforkuflutningskerfisins

Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum vegna kerfisáætlunar Landsnets og þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína bíða nú lokaumræðu á Alþingi. Væntir iðnaðar- og viðskiparáðherra þess að þau verði afgreidd á næstu dögum yfirstandandi vorþings.
13.04.2015

Óbreytt stjórn hjá Landsneti

Stjórn Landsnets var einróma endurkjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór fimmtudaginn 9. apríl sl. í kjölfar vorfundar félagsins. Á fundinum var ársreikningur Landsnets fyrir árið 2014 jafnframt samþykktur.
09.04.2015

Rafvædd framtíð í takt við samfélagið

Það er vilji Landsnets að ná fram sem víðtækastri samfélagssátt um framtíðarfyrirkomulag raforkuflutninga og uppbyggingu meginflutningskerfisins þannig að allir, almenningur jafnt sem atvinnulíf, hafi öruggan aðgang að tryggu rafmagni sem er forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi.
01.04.2015

Nýjar áherslur í starfsemi Landsnets kynntar á vorfundi

Landsnets efnir til opins vorfundar um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi fimmtudaginn 9. apríl nk. þar sem kynntar verða nýjar áherslur í rekstri félagsins sem hafa m.a. að markmiði að tryggja landsmönnum aðgang að öruggu rafmagni til framtíðar í sátt við samfélag og umhverfi.
01.04.2015

Sýnum aðgæslu til fjalla

Með hækkandi sól aukast ferðalög á fjöllum og því vill Landsnet vekja athygli á því að víða á hálendinu er nú hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikilla snjóalaga.
25.03.2015

Landsnet og PCC semja á ný um orkuflutning vegna kísilvers á Bakka

Landsnet hefur undirritað nýtt samkomulag um raforkuflutninga við PCC vegna kísilvers á Bakka við Húsavík. Þar koma fram ítarlegri skýringar á samkomulagi fyrirtækjanna, samkvæmt leiðbeiningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), en voru í fyrri samningi félaganna. Jafnframt hefur nýi samningurinn verið sendur ESA til samþykktar.
17.03.2015

Á annan tug staurastæða brotnuðu í óveðrinu

Þrátt fyrir umfangsmiklar truflanir og útleysingar í raforkukerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið á laugardag varð tjón á mannvirkjum minna en útlit var fyrir. Á annan tug staurastæða brotnuðu í flutningskerfi landsnes, þar af ellefu í Ísafjarðarlínu efst í Tungudal.
16.03.2015

Laust starf - Umsjónarmaður lagers

Landsnet leitar að öflugum einstaklingi í starf umsjónarmanns lagers. Viðkomandi þarf að vera tilbúin(n) að sinna útköllum utan hefðbundins vinnutíma. Starfið heyrir undir innkaupastjóra í deild Fjármála.
14.03.2015

Byggðalínan í sundur við Borgarnes - veður að ganga niður

Veður er að ganga niður víðast hvar og samhliða því hefur dregið úr truflunum í flutningskerfi Landsnets. Veður er enn slæmt á Vestfjörðum og Norðurlandi og áfram töluverður viðbúnaður hjá Landsneti. Byggðalínan er enn í sundur á Vesturlandi en viðgerðaflokkur frá Landsneti er kominn á staðinn og viðgerð hafin.
14.03.2015

Tilkynning frá Landsneti

Lægðin er að ganga yfir norðan-og norðvestanvert landið með auknum vindstyrk fram til hádegis.
13.03.2015

Landsnet í viðbragðsstöðu vegna stormviðvörunar

Aukinn viðbúnaður er í stjórnstöð Landsnets vegna óveðursins sem gengur yfir landið í dag og morgun og einnig er starfsfólk Landsnets í viðbragðsstöðu, bæði á Akureyri, Brennimel í Hvalfirði og á Suðurlandi.
20.02.2015

Raforkukerfið í brennidepli á aðalfundi Samorku

Raforkukerfi í vanda er yfirskrift opins fundar sem fram fer föstudaginn 20. febrúar í tengslum við aðalfund Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi sem Landsent á aðild að.
13.02.2015

Sérfræðingur í mannauðsmálum

Landsnet leitar eftir metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í starf sérfræðings á sviði mannauðsmála. Hér er um tímabundið starf að ræða, ráðningartími er að lágmarki til loka október mánaðar nk.
12.02.2015

Skýrsla um lagningu jarðstrengja á hærri spennu í íslenska raforkuflutningskerfinu

Áætlaður stofnkostnaður við lagningu 50 kílómetra 220 kV jarðstrengs um Sprengisand með 400 MVA flutningsgetu er um 6,6 milljarðar króna og um 12,6 milljarðar ef lagðir eru tveir strengir með samtals 800 MVA flutningsgetu. Til samanburðar er áætlaður stofnkostnaður 50 km langrar 800 MVA loftlínu um 4,1 milljarður króna.
10.02.2015

Sumarstörf

Búið er að opna fyrir umsóknir vegna sumarstarfa.
06.02.2015

Straumlaust á Reykjanesi

Suðurnesjalína 1 leysti út á Fitjum kl 13:06 og þar með varð straumlaust á öllu Reykjanesi. Ástæða bilunarinnar er að bárujárnsplata fauk á línuna og hangir föst á henni.
02.02.2015

Fitjar – Helguvík útboð

Landsnet hefur auglýst útboð á jarðvinnu og lagningu 132 kV jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur. Verkið felst í jarðvinnu og útdrættu um 8,5 km langs jarðstrengs frá tengivirki við Fitjar á Reykjanesi að væntanlegu tengivirki í Helguvík
20.01.2015

Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna flóðahættu á Þjórsársvæðinu

Landsnet hefur breytt staðsetningu háspennuturns í Sigöldulínu 3 í ljósi áhættugreiningar sem benti til þess að þar geti verið „veiki hlekkurinn“ ef svo má að orði komast í raflínukerfinu á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu verði hamfarahlaup á svæðinu vegna eldgossins í Bárðarbungu.
07.01.2015

Spennandi tímar framundan segir nýr forstjóri Landsnets

Framundan eru spennandi tímar hjá okkur þar sem stærsta málið er að ná sátt um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins og hefjast handa við að styrkja það segir Guðmundur Ingi Ásmundsson sem settist í forstjórastól Landsnets um áramótin.
16.12.2014

Góð mæting í opið hús í Bolungarvík

Hátt í 100 manns mættu í opið hús sem Landsnet stóð fyrir í varaaflsstöðinni í Bolungarvík í gær í tilefni þess að vinnu er nú lokið við stöðina og snjallnetskerfið á Vestfjörðum.
15.12.2014

Landsnets appið

Landsnets appið er komið í App store og Google Play.
12.12.2014

Opið hús í varaaflsstöð Landsnets

Í tilefni þess að vinnu er nú lokið við varaaflsstöðina í Bolungarvík og snjallnetskerfið á Vestfjörðum býður Landsnet Vestfirðingum og örðum sem áhuga hafa í heimsókn í stöðina, mánudaginn 15. desember milli kl. 16-19.
03.12.2014

Landsnet semur um nýjan jarðstreng frá Fitjum til Helguvíkur

Landsnet hefur samið við þýska fyrirtækið Nexans um kaup á jarðstreng sem lagður verður milli Njarðvíkur og Helguvíkur og tengir kísilver United Silicon við raforkuflutningskerfið. Samkomulagið, sem hljóðar upp á tæplega 1,3 milljónir evra, var undirritað af aðstoðarforstjóra Landsnets og fulltrúum Nexans í dag.
01.12.2014

Raforkukerfið slapp stóráfallalaust

Raforkuflutningskerfi Landsnets varð ekki fyrir stóráföllum í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Um níuleytið í gærkvöldi varð straumrof á Búrfellslínu 1 í skamma stund. Á Bolungarvíkurlínum 1 og 2 leysti rafmagn einnig út rétt fyrir hálf þrjú í nótt vegna veðurágangs en við það fór varaaflstöð Landsnets sjálfvirkt í gang.
30.11.2014

Landsnet í viðbragðsstöðu vegna veðurútlits

Landsnet vinnur nú eftir viðbragðsáætlun vegna veðurútlits á vestanverðu landinu í dag. Spáð er aftakaveðri í kvöld, með hættu á seltu og krapa, sem auka líkur á truflunum í flutningskerfinu með hættu á straumleysi.
18.11.2014

Byggðalína úr bráðri hættu á Breiðamerkursandi

Vegna ágangs sjávar hefur byggðalínan austan við Jökulsá á Breiðamerkursandi verið færð lengra upp á ströndina á nokkur hundruð metra kafla. Einungis er þó um bráðabirgðalausn að ræða og þörf á framtíðarlausn til að vernda innviði samfélagsins á þessum slóðum, s.s. brúar- og vegasamband, raflínu- og ljósleiðarasamband.
14.11.2014

Hillir undir betri tíma í raforkumálum á Vestfjörðum

Álagsprófunum á svæðiskerfið vestra vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík er lokið nema eitthvað óvænt komi fram við nánari greiningu gagna.Prófanirnar gengu mjög vel en leiddu jafnframt í ljós ýmsar úrbætur sem gera þarf.
14.11.2014

Snörp skoðanaskipti í Reykjavík – opið hús á Akureyri í næstu viku

Um 100 manns mættu í opið hús sem að Landsnet og Vegagerðin stóðu fyrir í rafveituheimilinu í Elliðaárdal í Reykjavík í gær. Þar voru kynnt drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar. Starfsmenn fyrirtækjanna og ráðgjafar þeirra ræddu við gesti og svöruðu spurningum.
13.11.2014

Sprengisandslína- opið hús í Reykjavík og á Akureyri

Drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu verða kynnt í opnu húsi í Reykjavík fimmtudaginn 13. nóvember og á Akureyri 18. nóvember. Samhliða fer fram kynning á drögum að matsáætlun vegna Sprengisandsleiðar.
12.11.2014

Prófanir lofa góðu um styttingu straumleysistíma vestra

Álagsprófanir á svæðiskerfið vestra síðastliðna nótt lofa mjög góðu um að Landsnet og Orkubúið nái settu markmiði um að stytta verulega straumleysistíma á Vestfjörðum með tilkomu nýju varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík. Prófanirnar náðu til norðanverðra Vestfjarða en í nótt og næstu nótt verður látið reyna á samrekstur varaaflsstöðvarinnar og Mjólkárvirkjunar í eyjarekstri.
11.11.2014

Álagsprófanir ganga vel vestra

Álagsprófanir vegna tengingar varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra hafa gengið vel það sem af er en í nótt geta íbúar í Bolungarvík og á Ísafirði átt von á straumleysi, eins og auglýst hefur verið.
10.11.2014

Byggðalínan er þrítug í dag!

Starfsfólk Landsnets minntist þess með vöfflukaffi og rjómatertu í dag að 30 ár eru frá því að síðasti áfangi byggðalínuhringsins var tekinn í notkun. Lagning byggðalínunnar er eitt mesta umhverfisátak sem ráðist hefur verið í hérlendis og dró verulega úr gróðurhúsaáhrifum þegar skipt var yfir í innlenda endurnýjanlega orkugjafa í stað olíu.
07.11.2014

Álagsprófanir vegna nýrrar varaaflsstöðvar í Bolungarvík

Straumtruflanir verða hjá flestum íbúum Vestfjarða aðfararnótt 13. og 14. nóvember og aðfararnótt 12. nóvember hjá íbúum Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Ástæðan er álagsprófanir vegna lokafrágangs í umfangsmiklu uppbyggingarferli raforkumála á svæðinu sem til framtíðar á að draga verulega úr líkum á langavarandi straumleysi á Vestfjörðum.
06.11.2014

Góð mæting og málefnalegar umræður í opnu húsi um Sprengisandslínu

Opið hús var í stjórnsýsluhúsinu á Hellu í gær þar sem fulltrúar Landsnets og Vegagerðarinnar kynntu drög að matsáætlunum vegna fyrirhugaðrar Sprengisandslínu annars vegar og nýrrar Sprengisandsleiðar hins vegar. Daginn áður var haldinn sambærileg kynning í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsýslu.
05.11.2014

Umfangmestu jarðstrengjakaup Landsnets

Landsnet hefur samið við sænska kapalframleiðandann NKT Cables AB um kaup á þremur jarðstrengjum fyrir 66 kílóvolta spennu, samanlagt um 45 km að lengd, vegna fyrirhugaðra verkefna á næsta ári. Samkomulagið, sem hljóðar upp á um tvær og hálfa milljón evra var undirritað af forstjóra Landsnets og fulltrúum NKT í höfuðstöðvum Landsnets í dag.
31.10.2014

Yfirgripsmikill haustfundur NSR

„Rekstur raforkuflutningskerfisins er kominn að þanþolum og kerfið getur illa tekið við áföllum í rekstrinum, hvað þá náttúruhamförum“ sagði Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets á haustfundi Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR), sem haldinn var í húsakynnum Landsnets þann 29. október.
31.10.2014

Guðmundur Ingi nýr forstjóri Landsnets

Stjórn Landsnets hefur ráðið Guðmund Inga Ásmundsson í starf forstjóra fyrirtækisins. Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, tilkynnti um ráðninguna á fundi með starfsfólki í morgun.
30.10.2014

Prófanir vegna nýrrar varaflsstöðvar í Bolungarvík

Nú styttist í að framkvæmdum Landsnets til að draga úr straumleysi hjá notendum á Vestfjörðum ljúki en þessa dagana standa yfir margvíslegar prófanir á tækni- og vélbúnaði vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra.
30.10.2014

Hefja mat á Sprengisandslínu

Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum háspennulínu á milli Suður- og Norðurlands, um Sprengisand.
29.10.2014

Landsnet hefur mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu

Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Landsnets og er athugasemdafrestur til 20. nóvember næstkomandi.
10.10.2014

Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og umhverfisskýrsla

Vinnu við kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunar er nú lokið. Almennt hefur verið tekið tillit til margvíslegra ábendinga sem bárust á kynningartíma og hefur frekari upplýsingum eða rökstuðningi verið bætt við lokaútgáfu umhverfisskýrslunnar. Meginviðbrögð Landsnets við athugasemdunum munu hins vegar koma fram við mótun næstu kerfisáætlunar og umhverfismat hennar.
25.09.2014

GARPUR - rannsókn á áreiðanleika raforkuflutningskerfa komin vel á skrið

Á þriðja tug fræðimanna, sérfræðinga og stjórnenda frá raforkuflutningsfyrirtækjum og háskólum í Evrópu sem tengjast rannsóknarverkefninu GARPUR komu saman hjá Landsneti í liðinni viku til að fara yfir stöðu mála í þeim verkhluta sem Landsnet leiðir í rannsókninni og snýr að rauntímastýringu og skammtímaáætlanagerð raforkukerfisins.
17.09.2014

Staða forstjóra Landsnets er laus til umsóknar

Á ársfjórðungsfundi Landsnets í síðustu viku tilkynnti stjórnarformaður starfsmönnum að Þórður Guðmundsson forstjóri hefði óskað eftir að láta af störfum um næstu áramót.
11.09.2014

Forstjóri Landsnets lætur af störfum um áramót

Kaflaskil verða í starfsemi Landsnets um áramót þegar Þórður Guðmundsson forstjóri lætur af störfum en hann hefur stýrt fyrirtækinu allt frá stofnun þess fyrir 10 árum. Starf forstjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni.
10.09.2014

Mikill áhugi á að starfa fyrir Landsnet

Vel á annað hundrað svör bárust vegna tveggja starfa sem auglýst voru laus til umsóknar hjá Landsneti á dögunum. Þakkar fyrirtækið öllum umsækjendum fyrir áhugann en fyrirséð er að úrvinnsla þeirra mun taka nokkurn tíma.
03.09.2014

Nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði

Skref í áttina að betra afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum var stigið í dag þegar iðnaðarráðherra tók formlega í gagnið nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Styrkingar hafa einnig farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er langt komin og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok.
28.08.2014

Landsnet hyggst opna starfsstöð á Akureyri

Landsnet kannar nú möguleikana á því að koma á fót viðhalds- og viðbragðsaðstöðu fyrirtækisins fyrir Norðurland og hefur í því sambandi verið auglýst eftir hentugu húsnæði á Akureyri til kaups eða langtímaleigu.
23.08.2014

Landsnet í viðbragðsstöðu vegna eldgossins í Dyngjujökli

Neyðarstjórn Landsnets kom saman kl 15:15 í dag vegna tilkynningar frá Almannavörnum um að gos væri hafið í Dyngjujökli. Miðað við fregnir er um lítið gos að ræða en búast má við að flóðvatn skili sér í Jökulsá á Fjöllum.
22.08.2014

Landsnet fagnar stefnumótun í lagningu raflína

„Landsnet hefur beðið eftir stefnumótun stjórnvalda í þessum málum í um sjö ár og það er von okkar að þetta nái fram að ganga,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda í lagningu raflína, sem nú liggur frammi til umsagnar á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar eru sett fram viðmið og meginreglur sem leggja beri til grundvallar við uppbyggingu á dreifi- og flutningskerfi raforku, m.a. að því er varðar álitamál um hvenær skuli leggja raflínur í jörð og hvenær skuli reisa loftlínur.
15.08.2014

Uppskeruhátíð sumarháskólanema hjá Landsneti

Uppskeruhátíð sumarháskólanema hjá Landsneti fór fram í gær með kynningum á þeim verkefnum sem nemarnir hafa unnið að hjá fyrirtækinu í sumar. Voru þær hinar áhugaverðustu og háskólanemarnir ánægðir með þá reynslu sem þeir höfðu aflað sér hjá Landsneti.
12.08.2014

Endurnýjun Hellulínu 2 undirbúin

Landsnet undirbýr nýja jarðstrengstengingu milli Hellu og Hvolsvallar, sem leysa mun af hólmi núverandi loftlínu, Hellulínu 2, en hún er með elstu línum í flutningskerfinu, eða frá árinu 1948, og þarfnast orðið endurnýjunar.
17.07.2014

Grænt ljós á tengingu kísilvers United Silicon við flutningskerfi Landsnets

Öllum fyrirvörum vegna samkomulags um raforkuflutninga fyrir kísilver United Silicon í Helguvík hefur nú verið aflétt. Hönnun og undirbúningur framkvæmda fer nú á fullan skrið hjá Landsneti og er miðað við að orkuafhending hefjist í febrúar 2016. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 1,3 milljarðar króna.
16.07.2014

Á að gera verklag gagnsærra og efla samráð við hagsmunaðila

Drög að frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, þar sem kveðið er á með ítarlegum hætti hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku, er nú til almennrar kynningar á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að kerfisáætlun um langtímauppbyggingu raforkuflutningskerfisins á Íslandi fái þann lagalega grundvöll sem nauðsynlegur er fyrir áætlun sem lýtur að jafn mikilvægum grunnkerfum landsins.
24.06.2014

Viðurkenning fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði

Gunnar Ingi Valdimarsson fékk á dögunum viðurkenningu Tæknifræðingafélags Íslands fyrir lokaverkefni í Háskólanum Reykjavík sem unnið var fyrir Landsnet í vetur, undir leiðsögn Ragnars Guðmannssonar. Titill verkefnisins er „Aukið rekstraröryggi íslenska raforkukerfisins með kvikri álagsstjórnun Norðuráls“ en aðeins þrjú verkefni fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði á þessu ári.
23.06.2014

132 tonn hífð inn í varaaflsstöð Landsnets á Vestfjörðum

Varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er nú óðum að taka á sig mynd. Díselvélarnar sex, sem þar verða til taks frá og með haustinu, komu til landsins í byrjun mánaðarins. Vinnu við að hífa þær á sinn stað í vélahúsinu er nú lokið og hægt að hefjast handa við uppsetningu þeirra og frágang.
20.06.2014

Unnið að auknum rafmagnsflutningi til Eyja

Undirbúningur fyrir aukna rafmagnsflutninga til Vestmannaeyja stendur nú yfir hjá Landsneti og fleiri aðilum í kjölfar lagningar Vestmannaeyjastrengs 3 í fyrra. Hann er gerður fyrir 66 kV spennu en var til að byrja með tengdur á 33 kV spennu, þannig að hægt er að auka flutninginn, án þess að leggja þurfi nýjan streng.
20.06.2014

Falsboð í tölvubúnaði orsök truflunar í raforkukerfinu

Alvarlegar rekstrartruflanir urðu í raforkukerfi Landsnets í fyrradag þegar unnið var að uppfærslu tölvubúnaðar orkustjórnkerfis fyrirtækisins. Atvikið leiddi til mikillar undirtíðni í öllu kerfinu og undirtíðniútleysinga bæði á Austurlandi og Suðvesturlandi. Rekstur byggðalínunnar er löngu kominn að þanmörkum og spennusveiflur tíðar, einkum austanlands, því lítið má út af bregða í stjórn raforkukerfisins.
18.06.2014

Heimildamyndin Lífæðin til Eyja sýnd í Sjónvarpinu

Þegar í ljós kom haustið 2012 að rafmagnsflutningur til eins mikilvægasta sjávarútvegsbæjar Íslands, Vestmannaeyja, hékk á bláþræði var allt kapp lagt á að leggja nýjan og öruggan sæstreng milli lands og Eyja sumarið 2013.
16.06.2014

Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi

Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi hefur verið unnin fyrir Landsnet, Landsvirkjun og Vegagerðina með það að meginmarkmiði að skapa heildaryfirlit yfir mannvirkjagerð á svæðinu. Nauðsynlegt er að leggja mat á legu vegar og línu saman, ekki síst með tilliti til sjónrænna áhrifa. Æskilegt er að mannvirkin verði á ”mannvirkjabelti” Sprengisands, þó þannig að hæfileg fjarlægð verði ámilli þeirra. Forathugunin er unnin sem undanfari breytinga á skipulagi og umhverfismats og er hugsuð sem fyrsta upplegg til umræðu um valkosti.
28.05.2014

Nýr spennir í tengivirki Landsnets í Fljótsdal

Samsetningu er nú að ljúka á nýjum 100 MVA spenni í tengivirki Landsnets í Fljótsdal og er gert ráð fyrir að hann verði kominn í rekstur í byrjun ágústmánaðar. Nýi spennirinn leysir af hólmi spenni 8 í tengivirkinu og verður hann í framhaldinu sendur til Bretlands í viðgerð.
20.05.2014

Vélbúnaður í varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík á leið til landsins

Vélbúnaður fyrir varadíselrafstöð Landsnets í Bolungarvík er væntanlegur til landsins um hvítasunnuhelgina, eða eftir tæpan mánuð, og er ætlunin að þá hefjist strax vinna við uppsetningu vélanna. Til að það megi verða er nú keppst við að ljúka þeim verkhlutum sem þurfa að vera búnir svo uppsetningin geti hafist en stefnt er að því að stöðin verði gangsett í lok október eða byrjun nóvembermánaðar.
19.05.2014

Vistferilgreining á flutningskerfi Landsnets

Vistferilgreining (Live Cycle Assessment) fyrir öll spennustig loftlína og tengivirkja í flutningskerfi Landsnets leiðir í ljós að árangursríkasta leiðin til að draga úr kolefnisspori fyrirtækisins er að minnka flutningstöp í raforkukerfinu og nota eingöngu leiðara eða háspennuvíra sem framleiddir eru á svæðum þar sem endurnýjanlegir orkugjafar eru nýttir til að framleiða ál, svo sem eins og á Íslandi. Þá sýnir greiningin að umhverifsáhrifin miðað við flutta kílóvattstund (kWh) eru minnst í 220 kílovolta (kV) flutningskerfinu hérlendis.
14.05.2014

Flutningskerfið þarf að styrkja

Skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landsnet sýnir að meirihluti svarenda er fylgjandi virkjun og nýtingu endurnýjanlegrar orku og vill áframhaldandi uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar. Innan við helmingur svarenda segist verða var við loftlínur í næsta nágrenni sínu eða annars staðar en meirihluti svarenda vill nýta jarðstrengi að minnsta kosti til jafns við loftlínur. Færri vilja hins vegar greiða hærra verð fyrir raforkuna til að fá jarðstrengi í stað loftlína.
13.05.2014

Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2

Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um mitt þetta ár og þeim ljúki í árslok 2015, fyrir utan frágangsvinnu sem verði lokið um mitt ár 2016.
12.05.2014

Viðgerð við erfiðar aðstæður lokið á Þeistareykjastreng

Það tekur umtalsvert lengri tíma að gera við jarðstreng en loftlínu við bestu skilyrði, hvað þá þegar veðurfar og snjóalög setja strik í reikninginn, eins og Landsnetsmenn fengu að reyna við viðgerð á Þeistareykjalínu 2, 66 kílóvolta jarðstreng, sem bilaði í ársbyrjun en hefur nú verið tekinn aftur í notkun.
08.05.2014

Orsök straumleysis og spennusveiflna á Austurlandi

Ástæður spennusveiflna í raforkukerfinu á Austurlandi á mánudagskvöld, í kjölfar truflunar í raforkukerfinu á Suðvesturlandi, eru fyrst og fremst raktar til þess að rekstur byggðalínunnar er kominn að þanmörkum. Straumlaust varð víða um tíma eystra og fregnir hafa borist af tjóni á raftækjum.
02.05.2014

Kynning á kerfisáætlun 2014-2023 og drögum að og umhverfisskýrslu

Landsnet efnir til kynningarfundar um kerfisáætlun 2014-2023 og drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunarinnar að morgni þriðjudagsins 6. maí nk. í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Áhugasamir geta einnig fylgst með fundinum í beinni útsendingu á heimasíðu Landsnets.
15.04.2014

Varað við hættu við háspennumannvirki vegna svif- og skíðadreka

Vegna vaxandi notkunar svokallaðra skíðadreka hérlendis - til að draga skíða- og brettafólk yfir snævi þakta grund - vill Landsnet vara við hættum sem geta skapast ef íþrótt þessi er stunduð of nálægt háspennumannvirkjum, sér í lagi háspennulínum.
11.04.2014

Styrking svæðiskerfisins á vestanverðu Suðurlandi

Selfosslína 3, ný jarðstrengstenging milli Selfoss og Þorlákshafnar, er nú í undirbúningi hjá Landsneti til að auka afhendingaröryggi raforku í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum en breyta þarf aðalskipulagi sveitarfélaganna Árborgar og Ölfuss.
04.04.2014

Hættuástand enn víða við háspennulínur

Með hækkandi sól aukast ferðalög á á fjöllum og því vill Landsnet enn og aftur vekja athygli útvistarfólks á því að víða á landinu er hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikillar snjókomu í vetur. Þar sem ástandið er verst hefur verið gripið til þess ráðs að moka, eða ryðja frá línum og setja upp merkingar.
04.04.2014

Jarðstrengir á hærri spennu töluvert dýrari en loftlínur í Danmörku og Noregi

Lagning jarðstrengja í Noregi og Danmörku er 5 - 10 sinnum dýrari á 400 kV spennu en lagning hefðbundinna loftlína. Þetta kom fram í erindum sem þau Tanja Midtsian frá norsku orkustofnuninni, NVE, og Jens Möller Birkebæk frá Energinet.dk fluttu á almennum kynningarfundi sem nýverið fór fram samhliða aðalfundi Landsnets.
26.03.2014

Stjórn Landsnets endurkjörin

Stjórn Landsnets var endurkjörin á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var fimmtudaginn 20. mars sl., í framhaldi af fjölsóttum kynningarfundi félagsins. Jafnframt var ársreikningur félagsins 2013 staðfestur en rekstrarniðurstaða ársins var nokkuð betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.
20.03.2014

Knýjandi þörf á stefnumótun stjórnvalda í jarðstrengjamálum

Á meðan niðurstaða fæst ekki í stefnumótun í jarðstrengjamálum er þess ekki að vænta að frekari uppbygging hefjist á næstunni í meginflutningskerfis raforku á Íslandi. Brýnt er því að stjórnvöld marki sem allra fyrst stefnu sem Landsnet getur haft að leiðarljósi í þessu mikilvæga máli, því rekstur raforkukerfisins er orðinn óviðunandi og aðgangur að öruggri raforku í háður búsetu.
19.03.2014

Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík

Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016.
18.03.2014

Jarðstrengjamál og framtíð flutningskerfisins í brennidepli á kynningarfundi Landsnets

Í tengslum við aðalfund Landsnets 2014 verður að venju efnt til kynningarfundar um starfsemi fyrirtækisins og verður hann haldinn fimmtudaginn 20. mars, kl. 9-11:30 á Hilton Reykajvík Nordica. Allir eru velkomnir á fundinn þar sem fjallað verður um stöðu og framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi, þar á meðal útfærslur sem geta komið til greina í jarðstrengjamálum auk þess sem sérfræðingar frá Danmörku og Noregi fjalla um stefnuna í jarðstrengjamálum í sínum heimalöndum.
06.03.2014

Nýr tækjabíll Landsnets tekinn í notkun

Nýjasti fjölnota tækjabíll Landsnets fór í jómfrúarferð sína þriðjudaginn 4. mars s.l., þegar unnið var við lagfæringar á Sogslínu 2. Ráðgert er að verkefni þetta taki um þrjá daga.
03.03.2014

Landsnet leitar leiða til að draga úr kostnaði við jarðstrengslagnir

Landsnet hefur ýtt úr vör rannsóknarverkefni til að greina hagkvæmustu kosti við val á jarðstrengjum og lagningu þeirra og frágang, með tilliti til flutningsgetu, áreiðanleika, umhverfis og kostnaðar. Lykilráðgjafar eru frá danska flutningsfyrirtækinu Energinet.dk, StellaCable í Danmörku og Háskólanum í Reykjavík.
27.02.2014

Eignarnám heimilað vegna Suðurnesjalínu 2

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti að taka eignarnámi tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga vegna framkvæmda við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Reynt var til þrautar að ná samningum við alla landeigendur en nokkrir höfnuðu samningum og var því leitað eftir formlegri eignarnámsheimild í febrúar 2013, eins og raforkulög mæla fyrir.
21.02.2014

Sýnum aðgæslu til fjalla

Landsnet beinir þeim tilmælum til útivistarfólks og annarra sem eru á ferð nærri háspennulínum til fjalla og á hálendinu að fara varlega. Fannfergi er víða svo mikið að hættulega stutt er upp í línuleiðarana. Verst er ástandið á norðanverðum Vestfjörðum og í öryggisskyni hefur spenna verið tekin af Bolungarvíkurlínu 1.
20.02.2014

Landsent tilnefnt til menntaverðlauna atvinnulífsins 2014

Landsnet er í hópi átta fyrirtækja sem tilnefnd eru til menntaverðlauna atvinnulífsins sem veitt verða í fyrsta sinn í byrjun næsta mánaðar. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem menntafyrirtæki ársins og fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem menntasproti ársins og er Landsnet í þeim hópi.
19.02.2014

Landsnet með vottun í umhverfis- og vinnuöryggisstjórnun

Vottun hf. hefur staðfest að Landsnet starfrækir stjórnunarkerfi umhverfis- og vinnuöryggismála, sem samræmast kröfum í alþjóðlegu stjórnunarstöðlunum ISO 14001 og OHSAS 18001. Ari Arnalds, gæðastjóri hjá Vottun hf. afhenti forstjóra Landsnets skírteini því til staðfestingar við athöfn í gær.
18.02.2014

Launaflsvirki Landsnets á Klafastöðum við Grundartanga tekið í notkun

Nýtt launaflsvirki Landsnets á Klafastöðum við Grundartanga var formlega tekið í notkun þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti virkið við athöfn í dag. Þetta er stærsta einstaka verkefni Landsnets á liðnum árum og nam heildarkostnaður rúmum tveimur milljörðum króna. Launaflsvirkið bætir verulega rekstur raforkuflutningskerfis Landsnets, eykur afhendingaröryggi og gerir Landsneti kleift að flytja meiri orku inn á Grundartangasvæðið.
13.02.2014

Rafmagnstruflanir á Vestfjörðum

Nokkrar truflanir hafa verið síðustu daga í flutningskerfi Landsnets á Vestfjörðum vegna ísingar og bilana. Varaafl hefur verið keyrt til að brúa það bil sem upp á hefur vantað því Mjólkárstöð annar ekki öllu svæðinu.
12.02.2014

Landsnet og PCC semja um orkuflutning fyrir kísilver á Bakka

Landsent hefur undirritað samkomulag um raforkuflutninga við PCC BakkiSilicon hf., dótturfyrirtæki þýska félagsins PCC SE, sem hyggst byggja kísilver á Bakka við Húsavík. Þetta er fyrsti samningurinn sem Landsnet gerir vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Áætluð aflþörf fyrsta áfanga verksmiðunnar er 52 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemin hefjist árið 2017.
11.02.2014

Ný skýrsla um líftímakostnað loftlína og jarðstrengja

Skýrsla sem Verkfræðistofan Efla vann fyrir Landsnet um líftímakostnað loftlína og jarðstrengja sýnir að kostnaðurinn er algerlega háður aðstæðum hverju sinni og því ekki hægt að fastsetja ákveðið hlutfall. Niðurstöðurnar sýna einnig að verulegur munur getur verið á kostnaði jarðstrengja eftir aðstæðum en þær hafa heldur minni áhrif á kostnað loftlína.
10.02.2014

Orsök straumleysis á Austurlandi

Röð atvika í flutningskerfi Landsnets leiddi til þess að rafmagn fór af Austurlandi sl. laugardagsmorgun, þ.á.m. af kerskála Fjarðaáls í Reyðarfirði. Upphaf atburðarrásarinnar má rekja til bilunar í stjórnbúnaði spennis við Sigölduvirkjun.
07.02.2014

Landsnet á framadögum háskólanna

Fjölmargir heimsóttu kynningarbás Landsnets á framadögum háskólanna sem fram fóru í Háskólanum í Reykjavík í gær, fimmtudaginn 5. febrúar, og fengu kynningu á fyrirtækinu og starfsemi þess ásamt upplýsingum um laus störf.
30.01.2014

Engin hækkun á flutningsgjaldskrá Landsnets til almennings

Flutningsgjaldskrá Landsnets til dreifiveitna, og þar með almennings, var ekki hækkuð um áramótin og var sú ákvörðun tekin með tilliti til þeirrar umræðu sem er í þjóðfélaginu vegna baráttunnar gegn verðlagshækkunum.
22.01.2014

Nýr viðbótaráfangi í tengivirki Landsnets á Stuðlum tekinn formlega í notkun

Endurbótum og stækkun á tengivirki Landsnets á Stuðlum við Reyðarfjörð er nýlega lokið og tók bæjarstjóri Fjarðabyggðar virkið formlega í notkun við athöfn í dag. Samhliða hefur Stuðlalína 1 verið spennuhækkuð. Þessar framkvæmdir eru fyrsti áfanginn í aðgerðaráætlun Landsnets til að auka flutningsgetu og áreiðanleika svæðisflutningakerfisins á Austurlandi.
15.01.2014

Nýr snjóbíll Landsnets á Austurlandi

Landsnet hefur fengið afhentan nýjan snjóbíl sem staðsettur verður á Austurlandi og bætir tilkoma hans til muna getu fyrirtækisins í að bregðast við áföllum, eins og dunið hafa á línukerfið undanfarnar vikur.
10.01.2014

Búðarhálslína og nýtt tengivirki Landsnets formlega tekin í notkun

Nýtt tengivirki Landsnets við Búðarháls og Búðarhálslína 1 voru tekin formlega í notkun þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti virkið í dag - og tengdi þar með Búðarhálsvirkjun við meginflutningskerfi Landsnets. Prófanir á vélbúnaði virkjunarinnar fara nú í hönd og hefst raforkuframleiðsla inn á kerfið innan tíðar. Búðarhálstengivirkið er hannað með það fyrir augum að hægt verði að stækka það síðar, verði t.d. ný flutningslína til Norðurlands, svokölluð Norður-suðurtenging, byggð.
20.12.2013

Þakkir til íbúa Hafnar í Hornafirði

Landsnet þakkar íbúum Hafnar fyrir þolinmæðina meðan á framkvæmdum stóð við lagningu 132 kV jarðstrengs frá Ægissíðu að dísilstöð RARIK við Krosseyjarveg.
19.12.2013

Mannauðurinn mikilvægur hjá Landsneti

Landsnet stendur fyrir á sjötta tug námskeiða á fyrri hluta næsta árs fyrir starfsmenn en rík áhersla er lögð á að þeir sem vinna hjá fyrirtækinu geti aukið þekkingu sína og hæfni - til að vera betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem Landsnet stendur frammi fyrir.
16.12.2013

Landsnet styrkir Geðhjálp og Leiðarljós

Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma, og Geðhjálp fengu í dag afhenta fjárhagsstyrki frá Landsneti sem ætlaðir eru til að styrkja hið góða og öfluga starf sem fram fer hjá þessum samtökum.
13.12.2013

Nýtt mat á framkvæmdakostnaði við 220 kV jarðstreng og líftímakostnaðarmat á 220 kV línu og jarðstreng

Nýtt líftímamat á 220 kV línu og jarðstreng annars vegar og mat á framkvæmdakostnaði við 220 kV jarðstreng hins vegar sem unnin eru fyrir Landsnet voru kynnt á fjölmennum morgunverðarfundi Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands á Grand hótel í Reykjavík í morgun. Þar kom m.a. fram að núvirtur líftímakostnaður 220 kV jarðstrengs í í útjaðri íbúabyggðar er hátt í 270 milljónir króna á km á meðan líftímakostnaður 220 kV loftlínu við sömu aðstæður er ríflega 105 milljónir króna.
12.12.2013

Búðarhálslína tilbúin fyrir raforkuflutning

Búðarhálslína 1, sem flytja mun raforku frá Búðarhálsvirkjun, hefur nú verið tengd við meginflutningskerfi Landsnets ásamt nýju tengivirki við Búðarháls. Raforkuflutningur frá Búðarhálsvirkjun á að hefjast í byrjun næsta árs.
09.12.2013

Drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar Landsnets kynnt í mars

Stefnt er að því að drög að skýrslu vegna umhverfismats á kerfisáætlun Landsnets liggi fyrir í marsmánuði en þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að umhverfismati á kerfisáætlun fyrirtækisins. Alls bárust 10 athugasemdir við matslýsingu sem kynnt var í byrjun nóvember og telur Landsnet að hægt verði að taka tillit til flestra þeirra við matsvinnuna.
06.12.2013

Orkustofnun gefur grænt ljós á byggingu Suðurnesjalínu 2

Orkustofnun hefur veitt leyfi fyrir byggingu og rekstri Suðurnesjalínu 2, rúmlega 32 km langrar 220 kV loftlínu sem verður fyrst um sinn rekin á 132 kV spennu, frá tengivirki við Hamranes í Hafnafirði um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ að tengivirki við Rauðamel, um fimm km norðan við Svartsengi.
05.12.2013

Vinnuslys í Þórudal

Líðan starfsmanns Landsnets á Austurlandi sem slasaðist alvarlega í gær er eftir atvikum. Hann hlaut áverka bæði á höfði og á hálsi. Gert var að sárum hans á Egilsstöðum og var hann síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var undir eftirliti lækna á gjörgæslu Landspítalans í nótt en er nú kominn á almenna deild.
04.12.2013

Aukið afhendingaröryggi raforku í Borgarfirði og á Snæfellsnesi

Áætlað er að framkvæmdum við stækkun tengivirkis Landsnets á Vatnshömrum í Borgarfirði ljúki í janúar 2014. Stækkunin eykur afhendingaröryggi raforku á Vesturlandi og eiga notendur ekki að verða fyrir neinum truflunum meðan á framkvæmdum stendur.
29.11.2013

Hert á öryggismálum í kjölfar alvarlegs óhapps

Landsnet ætlar í kjölfar alvarlegs óhapps á dögunum að efna til kynningarherferðar um öryggismál og mikilvægi þess að tryggja að verktakar og aðrir framkvæmdaaðilar taki tillit til háspennumannvirkja við áhættugreiningu verkefna.
25.11.2013

Tengivirki á Ísafirði að taka á sig mynd

Nýtt tengivirki Landsnets innan við Ísafjarðarbæ er nú óðum að taka á sig mynd. Steypuvinnu er lokið, búið er að setja upp límtrésbita og vinna hafin við að ganga frá þakeiningum.
13.11.2013

Nýtt beltatæki Landsnets reynist vel

Sérútbúið beltatæki fyrir vinnu við háspennulínur og möstur sem Landsnet hefur fest kaup á kom að góðum notum á Hallormsstaðahálsi á dögunum þegar skipta þurfti um brotna einangra og lagfæra leiðara á Fljótsdalslínu 2.
11.11.2013

Varaafl á Vestfjörðum

Byggingu nýs tengivirkis og varaaflstöðvar Landsnets í Bolungarvík miðar vel áfram og er stefnt að því að stöðin verði tekin í notkun í október 2014. Hún á að tryggja orkuafhendingu á norðanverðum Vestfjörðum og tengivirkið leysir af hólmi núverandi virki í Bolungarvík sem er á snjóflóðahættusvæði. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er um hálfur annar milljarður króna.
07.11.2013

Lærdómsrík neyðaræfing

Um 300 manns tóku á einn eða annan hátt þátt í neyðaræfingu þar sem æfð voru viðbrögð vegna stórfellds eldgoss í Vatnajökli sem stöðvaði raforkuframleiðslu og –flutninga frá Þjórsársvæðinu og olli alvarlegum raforkuskorti á landinu, aðallega á Suðvestur- og Vesturlandi.
04.11.2013

Neyðaræfing 1311

Landsnet hefur á undanförnum árum æft viðbrögð við meiriháttar náttúruvá eins og eldgosum, jarðskjálftum, öskufalli og mikilli ísingu. Hafa allar þessar æfingar skilað mikilvægum athugasemdum sem hafa verið nýttar til að endurbæta áætlanir fyrirtækisins.
04.11.2013

Endurbætur á Tálknafjarðarlínu

Starfsmenn Landsnets, Orkubús Vestfjarða og verktakar hafa undanfarið unnið að endurbótum á Tálknafjarðarlínu 1, milli Mjólkárvirkjunar og Tálknafjarðar, til að bæta rekstraröryggi línunnar en nokkuð hefur verið um truflanir á henni í verstu veðrum.
01.11.2013

Landsnet kynnir matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar

Landsnet hefur ákveðið að vinna umhverfismat kerfisáætlunar 2014-2023 samhliða mótun áætlunarinnar. Ákvörðunin byggir á úrskurði umhverfis- og auðlindaráðherra frá 21. maí 2013 og geta hagsmunaðilar gert athugasemdir við matslýsingu næstu fjórar vikurnar.
31.10.2013

Þeistareykjalína 2 spennusett

Þeistareykjalína 2, 66 kV jarðstrengur að Þeistareykjum, var spennusett 29. október sl. Strengurinn liggur um 11 km leið frá Kópaskerslínu 1 við Höfuðreiðarmúla að Þeistareykjum.
30.10.2013

Landsnet lækkar gjaldskrá upprunaábyrgða endurnýjanlegrar orku

Gjaldskrá Landsnets vegna upprunaábyrgðar á raforku hefur verið lækkuð um tæplega 40% þar sem tekjur fyrirtækisins af útgáfu upprunaskírteinanna hafa reynst umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir þegar útgáfa þeirra hófst fyrir tæpum tveimur árum.
24.10.2013

Snjöll orkunýting í Eyjum

Landsnet hefur boðið hagsmunaðilum í Vestmannaeyjum til samstarfs um betri orkunýtingu í Vestmannaeyjum og var hugmyndin kynnt í tengslum við formlega spennusetningu nýs sæstrengs til Eyja á dögunum.
24.10.2013

Aukinn kostnaður vegna flutningstapa í raforkukerfinu

Verð á rafmagni sem Landsnet kaupir til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu hækkaði umtalsvert í nýafstöðnu útboði og mun það leiða til gjaldskrárhækkunar á flutningstöpum hjá fyrirtækinu. Lætur nærri að verðið hækki um helming milli ára en undanfarin ár hefur meðalverðið farið lækkandi. Meginskýringin á hækkuninni nú er minna framboð raforku og meiri töp í flutningskerfinu.
14.10.2013

Svar við opnu bréfi til Landsnets

Raforkukerfi Landsnets gegnir mikilvægu hlutverki sem þjóðbraut raforkunnar og á að tryggja almenningi og fyrirtækjum landsins öruggan aðgang að rafmagni – sem fæstir geta verið án í okkar nútímasamfélagi.
09.10.2013

Nýr sæstrengur Landsnets til Vestmannaeyja tekinn í gagnið

Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spennusetti í dag Vestmannaeyjastreng 3 en aðeins er rúmt ár frá því ákveðið var að flýta strenglögninni til að tryggja orkuöryggi Vestmannaeyja til næstu framtíðar. Mun slíkur framkvæmdahraði við lagningu sæstrengs vera óþekktur í heiminum. Upplýst var við athöfnina í dag að þörf væri fyrir enn annan sæstreng til Eyja innan næsta áratugar og væri undirbúningur þess verkefnis þegar hafinn hjá Landsneti.
01.10.2013

GARPUR í tímariti Háskólans í Reykjavík

Fjallað er um rannsóknarverkefnið GARPUR, sem á dögunum 1,2 milljarða styrk úr 7. rammaáætlun Evrópusambandsins, í nýjasta tölublaði tímarits Háskólans í Reykjavík en skólinn og Landsnet standa að verkefninu ásamt öðrum evrópskum háskólum, rannsóknarstofnunum og raforkuflutningsfyrirtækjum.
26.09.2013

Truflun í flutningskerfinu

Umtalsverð truflun varð í rekstri flutningskerfis Landsnets rétt fyrir kl. 18 í gærkvöldi vegna útleysingar stóriðju á Suðvesturlandi.
20.09.2013

Góður gangur í byggingu nýs tengivirkis Landsnets á Ísafirði

Framkvæmdir við nýtt tengivirki Landsnets á Ísafirði ganga vel og stefnt að því að það verði komið í gagnið um mitt næsta sumar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Orkubú Vestfjarða og er áætlaður heildarkostnaður við það um hálfur milljarður króna.
19.09.2013

Fimm staurastæður brotnar í Laxárlínu 1

Við skoðun á Laxárlínu 1 í gær kom í ljós að fimm staurastæður hafa brotnað í línunni vegna ísingarálags í óveðrinu sem gekk yfir landið um og upp úr helgi. Töluverðar truflanir urðu í flutningskerfi Landsnets í óveðrinu en þetta eru einu skakkaföllin sem kerfið varð fyrir svo vitað sé.
16.09.2013

Truflanir í flutningskerfi vegna óveðurs en lítið um straumleysi

Raforkuflutningskerfi Landsnets hefur ekki orðið fyrir neinum stóráföllum í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag. Útleysingar hafa orðið á flutningslínum á nokkrum stöðum en þær hafa ekki valdið rafmagnsleysi, nema stutta stund í gærkvöldi í Vík í Mýrdal og nágrannasveitum.
16.09.2013

Spálíkön um ísingu á raflínum að líta dagsins ljós

Landsnet hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir og unnið að þróun aðferða til að herma áhleðslu ísingar á raflínur. Vonir standa til að innan tíðar verði hægt að beita veðurfarslíkönum og sérstökum ísingarlíkönum til að kortleggja og herma þessa þætti og spá í framhaldinu nokkra daga fram í tímann fyrir um ísingu á loftlínum. Í tengslum við verkefnið hafa íslenskir sérfræðingar aðstoðað við mat á ísingarhættu vegna línulagna í Kanada.
12.09.2013

Yfirstjórn Landsnets í vettvangsferð á hálendinu og eystra

Stjórn og framkvæmdastjórn Landsnets lögðu á dögunum land undir fót og skoðuðu fyrirhugaðar línuleiðir yfir hálendið og á Norðaustur- og Austurlandi, heimsóttu virkjanir og skiptust á skoðunum við sveitarstjórnarmenn. Ferðin stóð yfir á fjórða dag og var mjög upplýsandi fyrir bæði fulltrúa Landsnets og viðmælendur þeirra.
09.09.2013

Þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets

Ef ekki verður farið í frekari uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi mun það á næstu árum leiða af sér ýmsa erfiðleika hjá raforkunotendum og kosta þjóðfélagið milli þrjá og 10 milljarða króna á ári – eða á bilinu 36 – 144 milljarða króna næsta aldarfjórðunginn samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Landsnet.
06.09.2013

Landsnet kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar um Kröflulínu 3

Landsnet hefur sent úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála kæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 9. ágúst 2013 um tillögu að matsáætlun Kröflulínu 3, nýrrar 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirki við Fljótsdalsstöð.
15.08.2013

HR og Landsnet í samstarf

Háskólinn í Reykjavík og Landsnet hafa undirritað samstarfssamning um eflingu rannsókna og menntunar á sviðum áhættugreiningar, raforkuflutnings, kerfisreksturs og upplýsingatækni.
15.07.2013

Lagningu sæstrengs til Vestmannaeyja lokið

Lagningu Vestmannaeyjastrengs 3, tæplega 13 kílómetra langs sæstrengs milli lands og Eyja, lauk síðdegis föstudaginn 12. júlí eftir fjögurra daga snarpa vinnutörn. Stefnt er að því að ljúka lagningu jarðstrengja að sæstrengnum á Landeyjasandi og í Vestmannaeyjum á næstu vikum og standa vonir til þess að tengivinnu verði lokið í ágústmánuði.
04.07.2013

Slæmar veðurhorfur tefja framkvæmdir við sæstreng

Djúp lægð sem væntanleg er upp að sunnanverðu landinu á föstudag setti strik í þau áform Landsnets að hefja lagningu nýs sæstrengs, Vestmannaeyjastrengs 3, milli Landeyjafjöru og Vestmannaeyja í gærkvöldi. Vonir standa til að hægt verði að leggja strenginn þegar líður á næstu viku.
28.06.2013

Nýr rafstrengur til Vestmannaeyja

Framkvæmdir standa nú yfir við lagningu nýs sæstrengs til Vestmannaeyja - Vestmannaeyjastreng 3 - og er stefnt að því að klára verkið í júlí og tengja, eða spennusetja hann síðsumars eða í haust.
25.06.2013

Opnun tilboða BOL-03 - Jarðvinna

Tilboð í "jarðvinnu" skv. útboðsgögnum BOL-03 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 25. júní 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 14.03
30.05.2013

Útboð BOL-32

Díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík
30.05.2013

Útboð BOL- 32 Díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík

Landsnet óskar eftir tilboðum í afhendingu og uppsetningu á 6 stk. díselrafstöðvum ásamt fylgibúnaði fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík í samræmi við útboðsgögn BOL-32. Verkið felur í sér framleiðslu, afhendingu, uppsetningu ásamt prófunum á 6 díeselrafstöðvum og fylgibúnaði ásamt því að vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum BOL-32
28.05.2013

Útboð STU-01 Tengivirki Stuðlum Byggingarvirki

Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og byggingu undirstaða og spenniþróa vegna stækkunar tengivirkis í landi Stuðla við Reyðarfjörð og vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum STU-01.
28.05.2013

ÚTBOÐ ISA-01 Tengivirki á Ísafirði

Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang húss og lóðar fyrir nýtt tengivirki á Ísafirði í samræmi við útboðsgögn ISA-01. Verkið felur í sér jarðvinnu og byggingu staðsteypts húss yfir rofabúnað, spenna og stjórnbúnað á einni hæð. Húsið verður í tveimur hlutum, rofasalur og spennahólf sem verða samtals um 300 m² að grunnfleti og stjórnhluti sem verður um 70 m² að grunnfleti.
22.05.2013

Tveir 100 MVA varaspennar Landsnets komnir til landsins

Vegna langs framleiðslutíma og til að stytta viðgerðartíma spenna hefur Landsnet nú fjárfest í tveimur 100 MW aflspennum, 220/132 kV, sem eru hannaðir með þeim hætti að þeir geta leyst af sambærilega spenna í flutningskerfinu.
08.05.2013

Raforkuafhending skert fyrir norðan og austan vegna lélegs vatnsbúskapar

Síðustu daga hefur Landsnet þurft að skerða afhendingu rafmagns til nærri allra kaupenda svokallaðrar skerðanlegrar raforku á Norður- og Austurlandi og er allt útlit fyrir að það ástand muni vara áfram í þessum landshlutum næstu vikurnar. Ástæðan er lélegur vatnsbúskapur stærstu vatnsaflsvirkjana í landshlutunum og takmörkuð flutningsgeta Byggðalínu til að flytja rafmagn frá Suðvesturlandi til Norðausturlands.
12.03.2013

Álag á orkuflutningskerfi Landsnets í sögulegu hámarki

Í síðustu viku var raforkunotkun í landinu í sögulegu hámarki en alla vikuna var óvenju mikið álag á raforkukerfið. Álagið náði hámarki í óveðrinu rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 6. mars en þá mældist 5 mínútna afltoppur 2.222 MW og er það í fyrsta skipti sem afltoppur í flutningskerfinu mælist yfir 2.200 MW.
14.02.2013

Til hamingju allir starfsmenn Landsnets!

Þann 17. desember s.l. var gerð svokallað „Aðlagað eftirlit“ hjá Landsneti. Slíkt eftirlit gengur út á að skoða skipulag og virkni innra vinnuverndarstarfs hjá Landsneti og að vinnuaðstæður starfsmanna séu í samræmi við lög og reglur.
12.02.2013

Heimsmet undirbúið!

Þann 14. janúar síðastliðinn skrifaði Þórður Guðmundsson undir samning á milli Landsnets og ABB AB um framleiðslu og lagningu sæstrengs til Vestmannaeyja.
01.02.2013

Sumarvinna unglinga og háskólanema

Á hverju sumri veitir Landsnet hópi skólafólks á framhaldsskólastigi vinnu við margvísleg störf, s.s. viðhaldsverkefni, umhirðu og uppgræðslustörf. Tekið er á móti umsóknum ungmenna sem fædd eru á árunum 1993-1997.
18.01.2013

Skemmdir á flutningskerfinu í óveðri í lok árs 2012

Miklar skemmdir urðu á flutningskerfi Landsnets á Vesturlandi í óveðrinu sem skall á landið 29. desember síðastliðinn. Einnig urðu minniháttar skemmdir á flutningskerfinu á Vestfjörðum. Starfsmenn netrekstrardeildar stóðu í ströngu við viðgerðir í erfiðum aðstæðum.
06.12.2012

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um gjaldskrárhækkunartillögur Landsnets

Undanfarna daga hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum að með hækkun á gjaldskrá sinni til stórnotenda sé Landsnet að hækka flutningsverð til almennings. Þessu hafnar Landsnet, enda með öllu óheimilt samkvæmt lögum og útilokað að Orkustofnun myndi samþykkja slíkt. Það er grundvallaratriði að raforkuflutningur til stórnotenda eins og annarra viðskiptavina Landsnets, standi undir þeim kostnaði sem honum fylgir. Tillögur fyrirtækisins miðast við þetta. Væri það ekki gert mætti saka Landsnet um að flytja kostnað yfir á almenning en ekki öfugt eins og fjölmiðlar gefa nú til kynna.
11.10.2012

Verðlækkun á rafmagni til flutningstapa

Flutningstöp er sú raforka sem tapast vegna viðnáms í flutningslínum og spennum í flutningskerfi Landsnets og hefur Landsnet tryggt sér kaup á þessu rafmagni til eins árs í senn. Fyrir flutningstöp á árinu 2013 var sex orkufyrirtækjum boðið að taka þátt í útboðinu, Fallorku, HS Orku, Landsvirkjun, Orkubúi Vestfjarða, Orkusölunni og Orkuveitu Reykjavíkur og voru tilboðin opnuð í lok september.
14.09.2012

Bilun á rafstreng til Vestmannaeyja

Miðvikudaginn 12. september um kl . 10:30 varð truflun á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja, þegar annar tveggja flutningsstrengja þangað bilaði.
14.09.2012

Reglunarafl boðið út

Eitt af hlutverkum Landsnets er að útvega reglunarafl, en hlutverk fyrirtækisins eru m.a. skilgreind í raforkulögum nr. 65/2003.
13.09.2012

Afhending raforku á Norðausturlandi með eðlilegum hætti hjá Landsneti

Afhending raforku í meginflutningskerfi Landsnets er nú með eðlilegum hætti á Norðausturlandi eftir að viðgerð lauk á Kópaskerslínu 1, 66 kV línu milli Laxárstöðvar og Kópaskers, á öðrum tímanum í nótt. Viðgerð á Laxárlínu 1, 66 kV línu milli Laxárstöðvar og Akureyrar, lauk síðdegis í gær og um hádegisbil í dag hófst viðgerð á Kröflulínu 1, 132 kV línu milli Kröflustöðvar og Akureyrar.
12.09.2012

Staða viðgerða á Norðausturlandi

Eins og áður hefur komið fram eru þrjár línur bilaðar í flutningskerfi Landsnets á Norðausturlandi. Staða mála um hádegisbil í dag, miðvikudag, er þessi:
10.09.2012

Rafmagnsleysi á Norðurlandi

Víðtækt straumleysi er nú um norðanvert landið. Rafmagnslaust er frá Blöndu og allt að Þórshöfn, en varaaflstöðvar eru keyrðar þar sem þær eru fyrir hendi og rafmagn er á Húsavíkurlínu og þar með Húsavík.
21.05.2012

Vegna uppfærslu á gagnagrunnkerfi

Vegna uppfærslu á gagnagrunnkerfi hjá okkur berast jöfnunarorkuverð ekki með tilskyldum hætti á vefinn fyrir þessa viku 21.-25. maí 2012.
Sjá nánar :
09.05.2012

Málþing um raflínur og strengi - 11. maí

Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra hafa skipað nefnd er móta skal stefnu um lagningu raflína í jörð í samræmi við þingsályktun Alþingis í þskj. 748 frá 1. febrúar 2012.
20.04.2012

Landsnet styrkir Bláa naglann

Nú stendur yfir söluátak um allt land þar sem seldur verður Blái naglinn, blámálaður sex tommu nagli, til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli.
17.04.2012

Íslenski raforkumarkaðinn tekur til starfa með haustinu

Rúmlega 60 þátttakendur frá hinum ýmsu hagsmunaðilum sem tengjast raforkumálum á Íslandi sóttu málþing Landsnets um Íslenska Raforkumarkaðinn og gagnsæi í verðmyndun raforku á slíkum tilboðsmarkaði sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík dagana 11. og 12. apríl sl.
04.04.2012

Aðalfundur Landsnets hf

Aðalfundur Landsnets var haldinn 29. mars 2012. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

03.04.2012

Málþing um Íslenska raforkumarkaðinn.

Gagnsæi í verðmyndun raforku á formlegum tilboðsmarkaði
Landsnet boðar til málþings fyrir aðila raforkumarkaðarins og aðra sem honum tengjast dagana 11. og 12. apríl 2012 á Grand hótel Reykjavík.
Málþingið er eftir hádegi fyrri daginn og fyrir hádegi seinni daginn og fer fram á ensku.

Skráning á málþingið fer fram hér
Dagskrá
26.03.2012

Íslenskur raforkumarkaður

Ráðstefna um raforkumarkað og hið íslenska umhverfi verður haldin á Grand Hótel við Sigtún
23.03.2012

Opinn kynningarfundur Landsnets

Landsnet býður til opins kynningarfundar um rekstrarumhverfi fyrirtækisins og framtíðarþróun raforkuflutningskerfisins á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð (salur H-I), fimmtudaginn 29. mars kl. 9:00 - 12:00.
15.03.2012

Lagarfosslína 1 rifin milli Tókastaða og Eyvindarár

Nýr strengur 66 kV Lagarfosslínu 1, frá Tókastaðaafleggjara að tengivirkinu á Eyvindará, var spennusettur 22. desember sl. Í vor verður lokið við frágang á strengleið og plani ásamt því að gróðursett verður á lóðinni.
11.01.2012

Rekstur flutningskerfisins færist í eðlilegt horf

Í gærkvöldi og nótt gekk yfir landið mikið óveður sem hafði víðtæk áhrif á flutningskerfið. Rafmagnstruflanir urðu víða um land vegna hvassviðrisins og gríðarlegrar seltu einkum á suður og vesturhluta landsins.