Beint á efnisyfirlit síðunnar
20.01.2015

Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna flóðahættu á Þjórsársvæðinu

Landsnet hefur breytt staðsetningu háspennuturns í Sigöldulínu 3 í ljósi áhættugreiningar sem benti til þess að þar geti verið „veiki hlekkurinn“ ef svo má að orði komast í raflínukerfinu á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu verði hamfarahlaup á svæðinu vegna eldgossins í Bárðarbungu.
07.01.2015

Spennandi tímar framundan segir nýr forstjóri Landsnets

Framundan eru spennandi tímar hjá okkur þar sem stærsta málið er að ná sátt um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins og hefjast handa við að styrkja það segir Guðmundur Ingi Ásmundsson sem settist í forstjórastól Landsnets um áramótin.
16.12.2014

Góð mæting í opið hús í Bolungarvík

Hátt í 100 manns mættu í opið hús sem Landsnet stóð fyrir í varaaflsstöðinni í Bolungarvík í gær í tilefni þess að vinnu er nú lokið við stöðina og snjallnetskerfið á Vestfjörðum.
15.12.2014

Landsnets appið

Landsnets appið er komið í App store og Google Play.
12.12.2014

Opið hús í varaaflsstöð Landsnets

Í tilefni þess að vinnu er nú lokið við varaaflsstöðina í Bolungarvík og snjallnetskerfið á Vestfjörðum býður Landsnet Vestfirðingum og örðum sem áhuga hafa í heimsókn í stöðina, mánudaginn 15. desember milli kl. 16-19.
03.12.2014

Landsnet semur um nýjan jarðstreng frá Fitjum til Helguvíkur

Landsnet hefur samið við þýska fyrirtækið Nexans um kaup á jarðstreng sem lagður verður milli Njarðvíkur og Helguvíkur og tengir kísilver United Silicon við raforkuflutningskerfið. Samkomulagið, sem hljóðar upp á tæplega 1,3 milljónir evra, var undirritað af aðstoðarforstjóra Landsnets og fulltrúum Nexans í dag.
01.12.2014

Raforkukerfið slapp stóráfallalaust

Raforkuflutningskerfi Landsnets varð ekki fyrir stóráföllum í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Um níuleytið í gærkvöldi varð straumrof á Búrfellslínu 1 í skamma stund. Á Bolungarvíkurlínum 1 og 2 leysti rafmagn einnig út rétt fyrir hálf þrjú í nótt vegna veðurágangs en við það fór varaaflstöð Landsnets sjálfvirkt í gang.
30.11.2014

Landsnet í viðbragðsstöðu vegna veðurútlits

Landsnet vinnur nú eftir viðbragðsáætlun vegna veðurútlits á vestanverðu landinu í dag. Spáð er aftakaveðri í kvöld, með hættu á seltu og krapa, sem auka líkur á truflunum í flutningskerfinu með hættu á straumleysi.
18.11.2014

Byggðalína úr bráðri hættu á Breiðamerkursandi

Vegna ágangs sjávar hefur byggðalínan austan við Jökulsá á Breiðamerkursandi verið færð lengra upp á ströndina á nokkur hundruð metra kafla. Einungis er þó um bráðabirgðalausn að ræða og þörf á framtíðarlausn til að vernda innviði samfélagsins á þessum slóðum, s.s. brúar- og vegasamband, raflínu- og ljósleiðarasamband.
14.11.2014

Hillir undir betri tíma í raforkumálum á Vestfjörðum

Álagsprófunum á svæðiskerfið vestra vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík er lokið nema eitthvað óvænt komi fram við nánari greiningu gagna.Prófanirnar gengu mjög vel en leiddu jafnframt í ljós ýmsar úrbætur sem gera þarf.
14.11.2014

Snörp skoðanaskipti í Reykjavík – opið hús á Akureyri í næstu viku

Um 100 manns mættu í opið hús sem að Landsnet og Vegagerðin stóðu fyrir í rafveituheimilinu í Elliðaárdal í Reykjavík í gær. Þar voru kynnt drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar. Starfsmenn fyrirtækjanna og ráðgjafar þeirra ræddu við gesti og svöruðu spurningum.
13.11.2014

Sprengisandslína- opið hús í Reykjavík og á Akureyri

Drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu verða kynnt í opnu húsi í Reykjavík fimmtudaginn 13. nóvember og á Akureyri 18. nóvember. Samhliða fer fram kynning á drögum að matsáætlun vegna Sprengisandsleiðar.
12.11.2014

Prófanir lofa góðu um styttingu straumleysistíma vestra

Álagsprófanir á svæðiskerfið vestra síðastliðna nótt lofa mjög góðu um að Landsnet og Orkubúið nái settu markmiði um að stytta verulega straumleysistíma á Vestfjörðum með tilkomu nýju varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík. Prófanirnar náðu til norðanverðra Vestfjarða en í nótt og næstu nótt verður látið reyna á samrekstur varaaflsstöðvarinnar og Mjólkárvirkjunar í eyjarekstri.
11.11.2014

Álagsprófanir ganga vel vestra

Álagsprófanir vegna tengingar varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra hafa gengið vel það sem af er en í nótt geta íbúar í Bolungarvík og á Ísafirði átt von á straumleysi, eins og auglýst hefur verið.
10.11.2014

Byggðalínan er þrítug í dag!

Starfsfólk Landsnets minntist þess með vöfflukaffi og rjómatertu í dag að 30 ár eru frá því að síðasti áfangi byggðalínuhringsins var tekinn í notkun. Lagning byggðalínunnar er eitt mesta umhverfisátak sem ráðist hefur verið í hérlendis og dró verulega úr gróðurhúsaáhrifum þegar skipt var yfir í innlenda endurnýjanlega orkugjafa í stað olíu.
07.11.2014

Álagsprófanir vegna nýrrar varaaflsstöðvar í Bolungarvík

Straumtruflanir verða hjá flestum íbúum Vestfjarða aðfararnótt 13. og 14. nóvember og aðfararnótt 12. nóvember hjá íbúum Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Ástæðan er álagsprófanir vegna lokafrágangs í umfangsmiklu uppbyggingarferli raforkumála á svæðinu sem til framtíðar á að draga verulega úr líkum á langavarandi straumleysi á Vestfjörðum.
06.11.2014

Góð mæting og málefnalegar umræður í opnu húsi um Sprengisandslínu

Opið hús var í stjórnsýsluhúsinu á Hellu í gær þar sem fulltrúar Landsnets og Vegagerðarinnar kynntu drög að matsáætlunum vegna fyrirhugaðrar Sprengisandslínu annars vegar og nýrrar Sprengisandsleiðar hins vegar. Daginn áður var haldinn sambærileg kynning í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsýslu.
05.11.2014

Umfangmestu jarðstrengjakaup Landsnets

Landsnet hefur samið við sænska kapalframleiðandann NKT Cables AB um kaup á þremur jarðstrengjum fyrir 66 kílóvolta spennu, samanlagt um 45 km að lengd, vegna fyrirhugaðra verkefna á næsta ári. Samkomulagið, sem hljóðar upp á um tvær og hálfa milljón evra var undirritað af forstjóra Landsnets og fulltrúum NKT í höfuðstöðvum Landsnets í dag.
31.10.2014

Yfirgripsmikill haustfundur NSR

„Rekstur raforkuflutningskerfisins er kominn að þanþolum og kerfið getur illa tekið við áföllum í rekstrinum, hvað þá náttúruhamförum“ sagði Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets á haustfundi Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR), sem haldinn var í húsakynnum Landsnets þann 29. október.
31.10.2014

Guðmundur Ingi nýr forstjóri Landsnets

Stjórn Landsnets hefur ráðið Guðmund Inga Ásmundsson í starf forstjóra fyrirtækisins. Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, tilkynnti um ráðninguna á fundi með starfsfólki í morgun.
30.10.2014

Prófanir vegna nýrrar varaflsstöðvar í Bolungarvík

Nú styttist í að framkvæmdum Landsnets til að draga úr straumleysi hjá notendum á Vestfjörðum ljúki en þessa dagana standa yfir margvíslegar prófanir á tækni- og vélbúnaði vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra.
30.10.2014

Hefja mat á Sprengisandslínu

Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum háspennulínu á milli Suður- og Norðurlands, um Sprengisand.
29.10.2014

Landsnet hefur mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu

Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Landsnets og er athugasemdafrestur til 20. nóvember næstkomandi.
10.10.2014

Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og umhverfisskýrsla

Vinnu við kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunar er nú lokið. Almennt hefur verið tekið tillit til margvíslegra ábendinga sem bárust á kynningartíma og hefur frekari upplýsingum eða rökstuðningi verið bætt við lokaútgáfu umhverfisskýrslunnar. Meginviðbrögð Landsnets við athugasemdunum munu hins vegar koma fram við mótun næstu kerfisáætlunar og umhverfismat hennar.
25.09.2014

GARPUR - rannsókn á áreiðanleika raforkuflutningskerfa komin vel á skrið

Á þriðja tug fræðimanna, sérfræðinga og stjórnenda frá raforkuflutningsfyrirtækjum og háskólum í Evrópu sem tengjast rannsóknarverkefninu GARPUR komu saman hjá Landsneti í liðinni viku til að fara yfir stöðu mála í þeim verkhluta sem Landsnet leiðir í rannsókninni og snýr að rauntímastýringu og skammtímaáætlanagerð raforkukerfisins.
17.09.2014

Staða forstjóra Landsnets er laus til umsóknar

Á ársfjórðungsfundi Landsnets í síðustu viku tilkynnti stjórnarformaður starfsmönnum að Þórður Guðmundsson forstjóri hefði óskað eftir að láta af störfum um næstu áramót.
11.09.2014

Forstjóri Landsnets lætur af störfum um áramót

Kaflaskil verða í starfsemi Landsnets um áramót þegar Þórður Guðmundsson forstjóri lætur af störfum en hann hefur stýrt fyrirtækinu allt frá stofnun þess fyrir 10 árum. Starf forstjóra verður auglýst laust til umsóknar á næstunni.
10.09.2014

Mikill áhugi á að starfa fyrir Landsnet

Vel á annað hundrað svör bárust vegna tveggja starfa sem auglýst voru laus til umsóknar hjá Landsneti á dögunum. Þakkar fyrirtækið öllum umsækjendum fyrir áhugann en fyrirséð er að úrvinnsla þeirra mun taka nokkurn tíma.
03.09.2014

Nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði

Skref í áttina að betra afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum var stigið í dag þegar iðnaðarráðherra tók formlega í gagnið nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Styrkingar hafa einnig farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er langt komin og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok.
28.08.2014

Landsnet hyggst opna starfsstöð á Akureyri

Landsnet kannar nú möguleikana á því að koma á fót viðhalds- og viðbragðsaðstöðu fyrirtækisins fyrir Norðurland og hefur í því sambandi verið auglýst eftir hentugu húsnæði á Akureyri til kaups eða langtímaleigu.
23.08.2014

Landsnet í viðbragðsstöðu vegna eldgossins í Dyngjujökli

Neyðarstjórn Landsnets kom saman kl 15:15 í dag vegna tilkynningar frá Almannavörnum um að gos væri hafið í Dyngjujökli. Miðað við fregnir er um lítið gos að ræða en búast má við að flóðvatn skili sér í Jökulsá á Fjöllum.
22.08.2014

Landsnet fagnar stefnumótun í lagningu raflína

„Landsnet hefur beðið eftir stefnumótun stjórnvalda í þessum málum í um sjö ár og það er von okkar að þetta nái fram að ganga,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda í lagningu raflína, sem nú liggur frammi til umsagnar á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar eru sett fram viðmið og meginreglur sem leggja beri til grundvallar við uppbyggingu á dreifi- og flutningskerfi raforku, m.a. að því er varðar álitamál um hvenær skuli leggja raflínur í jörð og hvenær skuli reisa loftlínur.
15.08.2014

Uppskeruhátíð sumarháskólanema hjá Landsneti

Uppskeruhátíð sumarháskólanema hjá Landsneti fór fram í gær með kynningum á þeim verkefnum sem nemarnir hafa unnið að hjá fyrirtækinu í sumar. Voru þær hinar áhugaverðustu og háskólanemarnir ánægðir með þá reynslu sem þeir höfðu aflað sér hjá Landsneti.
12.08.2014

Endurnýjun Hellulínu 2 undirbúin

Landsnet undirbýr nýja jarðstrengstengingu milli Hellu og Hvolsvallar, sem leysa mun af hólmi núverandi loftlínu, Hellulínu 2, en hún er með elstu línum í flutningskerfinu, eða frá árinu 1948, og þarfnast orðið endurnýjunar.
17.07.2014

Grænt ljós á tengingu kísilvers United Silicon við flutningskerfi Landsnets

Öllum fyrirvörum vegna samkomulags um raforkuflutninga fyrir kísilver United Silicon í Helguvík hefur nú verið aflétt. Hönnun og undirbúningur framkvæmda fer nú á fullan skrið hjá Landsneti og er miðað við að orkuafhending hefjist í febrúar 2016. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 1,3 milljarðar króna.
16.07.2014

Á að gera verklag gagnsærra og efla samráð við hagsmunaðila

Drög að frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, þar sem kveðið er á með ítarlegum hætti hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku, er nú til almennrar kynningar á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að kerfisáætlun um langtímauppbyggingu raforkuflutningskerfisins á Íslandi fái þann lagalega grundvöll sem nauðsynlegur er fyrir áætlun sem lýtur að jafn mikilvægum grunnkerfum landsins.
24.06.2014

Viðurkenning fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði

Gunnar Ingi Valdimarsson fékk á dögunum viðurkenningu Tæknifræðingafélags Íslands fyrir lokaverkefni í Háskólanum Reykjavík sem unnið var fyrir Landsnet í vetur, undir leiðsögn Ragnars Guðmannssonar. Titill verkefnisins er „Aukið rekstraröryggi íslenska raforkukerfisins með kvikri álagsstjórnun Norðuráls“ en aðeins þrjú verkefni fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði á þessu ári.
23.06.2014

132 tonn hífð inn í varaaflsstöð Landsnets á Vestfjörðum

Varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er nú óðum að taka á sig mynd. Díselvélarnar sex, sem þar verða til taks frá og með haustinu, komu til landsins í byrjun mánaðarins. Vinnu við að hífa þær á sinn stað í vélahúsinu er nú lokið og hægt að hefjast handa við uppsetningu þeirra og frágang.
20.06.2014

Unnið að auknum rafmagnsflutningi til Eyja

Undirbúningur fyrir aukna rafmagnsflutninga til Vestmannaeyja stendur nú yfir hjá Landsneti og fleiri aðilum í kjölfar lagningar Vestmannaeyjastrengs 3 í fyrra. Hann er gerður fyrir 66 kV spennu en var til að byrja með tengdur á 33 kV spennu, þannig að hægt er að auka flutninginn, án þess að leggja þurfi nýjan streng.
20.06.2014

Falsboð í tölvubúnaði orsök truflunar í raforkukerfinu

Alvarlegar rekstrartruflanir urðu í raforkukerfi Landsnets í fyrradag þegar unnið var að uppfærslu tölvubúnaðar orkustjórnkerfis fyrirtækisins. Atvikið leiddi til mikillar undirtíðni í öllu kerfinu og undirtíðniútleysinga bæði á Austurlandi og Suðvesturlandi. Rekstur byggðalínunnar er löngu kominn að þanmörkum og spennusveiflur tíðar, einkum austanlands, því lítið má út af bregða í stjórn raforkukerfisins.
18.06.2014

Heimildamyndin Lífæðin til Eyja sýnd í Sjónvarpinu

Þegar í ljós kom haustið 2012 að rafmagnsflutningur til eins mikilvægasta sjávarútvegsbæjar Íslands, Vestmannaeyja, hékk á bláþræði var allt kapp lagt á að leggja nýjan og öruggan sæstreng milli lands og Eyja sumarið 2013.
16.06.2014

Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi

Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi hefur verið unnin fyrir Landsnet, Landsvirkjun og Vegagerðina með það að meginmarkmiði að skapa heildaryfirlit yfir mannvirkjagerð á svæðinu. Nauðsynlegt er að leggja mat á legu vegar og línu saman, ekki síst með tilliti til sjónrænna áhrifa. Æskilegt er að mannvirkin verði á ”mannvirkjabelti” Sprengisands, þó þannig að hæfileg fjarlægð verði ámilli þeirra. Forathugunin er unnin sem undanfari breytinga á skipulagi og umhverfismats og er hugsuð sem fyrsta upplegg til umræðu um valkosti.
28.05.2014

Nýr spennir í tengivirki Landsnets í Fljótsdal

Samsetningu er nú að ljúka á nýjum 100 MVA spenni í tengivirki Landsnets í Fljótsdal og er gert ráð fyrir að hann verði kominn í rekstur í byrjun ágústmánaðar. Nýi spennirinn leysir af hólmi spenni 8 í tengivirkinu og verður hann í framhaldinu sendur til Bretlands í viðgerð.
20.05.2014

Vélbúnaður í varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík á leið til landsins

Vélbúnaður fyrir varadíselrafstöð Landsnets í Bolungarvík er væntanlegur til landsins um hvítasunnuhelgina, eða eftir tæpan mánuð, og er ætlunin að þá hefjist strax vinna við uppsetningu vélanna. Til að það megi verða er nú keppst við að ljúka þeim verkhlutum sem þurfa að vera búnir svo uppsetningin geti hafist en stefnt er að því að stöðin verði gangsett í lok október eða byrjun nóvembermánaðar.
19.05.2014

Vistferilgreining á flutningskerfi Landsnets

Vistferilgreining (Live Cycle Assessment) fyrir öll spennustig loftlína og tengivirkja í flutningskerfi Landsnets leiðir í ljós að árangursríkasta leiðin til að draga úr kolefnisspori fyrirtækisins er að minnka flutningstöp í raforkukerfinu og nota eingöngu leiðara eða háspennuvíra sem framleiddir eru á svæðum þar sem endurnýjanlegir orkugjafar eru nýttir til að framleiða ál, svo sem eins og á Íslandi. Þá sýnir greiningin að umhverifsáhrifin miðað við flutta kílóvattstund (kWh) eru minnst í 220 kílovolta (kV) flutningskerfinu hérlendis.
14.05.2014

Flutningskerfið þarf að styrkja

Skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landsnet sýnir að meirihluti svarenda er fylgjandi virkjun og nýtingu endurnýjanlegrar orku og vill áframhaldandi uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar. Innan við helmingur svarenda segist verða var við loftlínur í næsta nágrenni sínu eða annars staðar en meirihluti svarenda vill nýta jarðstrengi að minnsta kosti til jafns við loftlínur. Færri vilja hins vegar greiða hærra verð fyrir raforkuna til að fá jarðstrengi í stað loftlína.
13.05.2014

Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2

Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um mitt þetta ár og þeim ljúki í árslok 2015, fyrir utan frágangsvinnu sem verði lokið um mitt ár 2016.
12.05.2014

Viðgerð við erfiðar aðstæður lokið á Þeistareykjastreng

Það tekur umtalsvert lengri tíma að gera við jarðstreng en loftlínu við bestu skilyrði, hvað þá þegar veðurfar og snjóalög setja strik í reikninginn, eins og Landsnetsmenn fengu að reyna við viðgerð á Þeistareykjalínu 2, 66 kílóvolta jarðstreng, sem bilaði í ársbyrjun en hefur nú verið tekinn aftur í notkun.
08.05.2014

Orsök straumleysis og spennusveiflna á Austurlandi

Ástæður spennusveiflna í raforkukerfinu á Austurlandi á mánudagskvöld, í kjölfar truflunar í raforkukerfinu á Suðvesturlandi, eru fyrst og fremst raktar til þess að rekstur byggðalínunnar er kominn að þanmörkum. Straumlaust varð víða um tíma eystra og fregnir hafa borist af tjóni á raftækjum.
02.05.2014

Kynning á kerfisáætlun 2014-2023 og drögum að og umhverfisskýrslu

Landsnet efnir til kynningarfundar um kerfisáætlun 2014-2023 og drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunarinnar að morgni þriðjudagsins 6. maí nk. í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Áhugasamir geta einnig fylgst með fundinum í beinni útsendingu á heimasíðu Landsnets.
15.04.2014

Varað við hættu við háspennumannvirki vegna svif- og skíðadreka

Vegna vaxandi notkunar svokallaðra skíðadreka hérlendis - til að draga skíða- og brettafólk yfir snævi þakta grund - vill Landsnet vara við hættum sem geta skapast ef íþrótt þessi er stunduð of nálægt háspennumannvirkjum, sér í lagi háspennulínum.
11.04.2014

Styrking svæðiskerfisins á vestanverðu Suðurlandi

Selfosslína 3, ný jarðstrengstenging milli Selfoss og Þorlákshafnar, er nú í undirbúningi hjá Landsneti til að auka afhendingaröryggi raforku í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum en breyta þarf aðalskipulagi sveitarfélaganna Árborgar og Ölfuss.
04.04.2014

Hættuástand enn víða við háspennulínur

Með hækkandi sól aukast ferðalög á á fjöllum og því vill Landsnet enn og aftur vekja athygli útvistarfólks á því að víða á landinu er hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikillar snjókomu í vetur. Þar sem ástandið er verst hefur verið gripið til þess ráðs að moka, eða ryðja frá línum og setja upp merkingar.
04.04.2014

Jarðstrengir á hærri spennu töluvert dýrari en loftlínur í Danmörku og Noregi

Lagning jarðstrengja í Noregi og Danmörku er 5 - 10 sinnum dýrari á 400 kV spennu en lagning hefðbundinna loftlína. Þetta kom fram í erindum sem þau Tanja Midtsian frá norsku orkustofnuninni, NVE, og Jens Möller Birkebæk frá Energinet.dk fluttu á almennum kynningarfundi sem nýverið fór fram samhliða aðalfundi Landsnets.
26.03.2014

Stjórn Landsnets endurkjörin

Stjórn Landsnets var endurkjörin á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var fimmtudaginn 20. mars sl., í framhaldi af fjölsóttum kynningarfundi félagsins. Jafnframt var ársreikningur félagsins 2013 staðfestur en rekstrarniðurstaða ársins var nokkuð betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.
20.03.2014

Knýjandi þörf á stefnumótun stjórnvalda í jarðstrengjamálum

Á meðan niðurstaða fæst ekki í stefnumótun í jarðstrengjamálum er þess ekki að vænta að frekari uppbygging hefjist á næstunni í meginflutningskerfis raforku á Íslandi. Brýnt er því að stjórnvöld marki sem allra fyrst stefnu sem Landsnet getur haft að leiðarljósi í þessu mikilvæga máli, því rekstur raforkukerfisins er orðinn óviðunandi og aðgangur að öruggri raforku í háður búsetu.
19.03.2014

Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík

Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016.
18.03.2014

Jarðstrengjamál og framtíð flutningskerfisins í brennidepli á kynningarfundi Landsnets

Í tengslum við aðalfund Landsnets 2014 verður að venju efnt til kynningarfundar um starfsemi fyrirtækisins og verður hann haldinn fimmtudaginn 20. mars, kl. 9-11:30 á Hilton Reykajvík Nordica. Allir eru velkomnir á fundinn þar sem fjallað verður um stöðu og framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi, þar á meðal útfærslur sem geta komið til greina í jarðstrengjamálum auk þess sem sérfræðingar frá Danmörku og Noregi fjalla um stefnuna í jarðstrengjamálum í sínum heimalöndum.
06.03.2014

Nýr tækjabíll Landsnets tekinn í notkun

Nýjasti fjölnota tækjabíll Landsnets fór í jómfrúarferð sína þriðjudaginn 4. mars s.l., þegar unnið var við lagfæringar á Sogslínu 2. Ráðgert er að verkefni þetta taki um þrjá daga.
03.03.2014

Landsnet leitar leiða til að draga úr kostnaði við jarðstrengslagnir

Landsnet hefur ýtt úr vör rannsóknarverkefni til að greina hagkvæmustu kosti við val á jarðstrengjum og lagningu þeirra og frágang, með tilliti til flutningsgetu, áreiðanleika, umhverfis og kostnaðar. Lykilráðgjafar eru frá danska flutningsfyrirtækinu Energinet.dk, StellaCable í Danmörku og Háskólanum í Reykjavík.
27.02.2014

Eignarnám heimilað vegna Suðurnesjalínu 2

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti að taka eignarnámi tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga vegna framkvæmda við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Reynt var til þrautar að ná samningum við alla landeigendur en nokkrir höfnuðu samningum og var því leitað eftir formlegri eignarnámsheimild í febrúar 2013, eins og raforkulög mæla fyrir.
21.02.2014

Sýnum aðgæslu til fjalla

Landsnet beinir þeim tilmælum til útivistarfólks og annarra sem eru á ferð nærri háspennulínum til fjalla og á hálendinu að fara varlega. Fannfergi er víða svo mikið að hættulega stutt er upp í línuleiðarana. Verst er ástandið á norðanverðum Vestfjörðum og í öryggisskyni hefur spenna verið tekin af Bolungarvíkurlínu 1.
20.02.2014

Landsent tilnefnt til menntaverðlauna atvinnulífsins 2014

Landsnet er í hópi átta fyrirtækja sem tilnefnd eru til menntaverðlauna atvinnulífsins sem veitt verða í fyrsta sinn í byrjun næsta mánaðar. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem menntafyrirtæki ársins og fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem menntasproti ársins og er Landsnet í þeim hópi.
19.02.2014

Landsnet með vottun í umhverfis- og vinnuöryggisstjórnun

Vottun hf. hefur staðfest að Landsnet starfrækir stjórnunarkerfi umhverfis- og vinnuöryggismála, sem samræmast kröfum í alþjóðlegu stjórnunarstöðlunum ISO 14001 og OHSAS 18001. Ari Arnalds, gæðastjóri hjá Vottun hf. afhenti forstjóra Landsnets skírteini því til staðfestingar við athöfn í gær.
18.02.2014

Launaflsvirki Landsnets á Klafastöðum við Grundartanga tekið í notkun

Nýtt launaflsvirki Landsnets á Klafastöðum við Grundartanga var formlega tekið í notkun þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti virkið við athöfn í dag. Þetta er stærsta einstaka verkefni Landsnets á liðnum árum og nam heildarkostnaður rúmum tveimur milljörðum króna. Launaflsvirkið bætir verulega rekstur raforkuflutningskerfis Landsnets, eykur afhendingaröryggi og gerir Landsneti kleift að flytja meiri orku inn á Grundartangasvæðið.
13.02.2014

Rafmagnstruflanir á Vestfjörðum

Nokkrar truflanir hafa verið síðustu daga í flutningskerfi Landsnets á Vestfjörðum vegna ísingar og bilana. Varaafl hefur verið keyrt til að brúa það bil sem upp á hefur vantað því Mjólkárstöð annar ekki öllu svæðinu.
12.02.2014

Landsnet og PCC semja um orkuflutning fyrir kísilver á Bakka

Landsent hefur undirritað samkomulag um raforkuflutninga við PCC BakkiSilicon hf., dótturfyrirtæki þýska félagsins PCC SE, sem hyggst byggja kísilver á Bakka við Húsavík. Þetta er fyrsti samningurinn sem Landsnet gerir vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Áætluð aflþörf fyrsta áfanga verksmiðunnar er 52 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemin hefjist árið 2017.
11.02.2014

Ný skýrsla um líftímakostnað loftlína og jarðstrengja

Skýrsla sem Verkfræðistofan Efla vann fyrir Landsnet um líftímakostnað loftlína og jarðstrengja sýnir að kostnaðurinn er algerlega háður aðstæðum hverju sinni og því ekki hægt að fastsetja ákveðið hlutfall. Niðurstöðurnar sýna einnig að verulegur munur getur verið á kostnaði jarðstrengja eftir aðstæðum en þær hafa heldur minni áhrif á kostnað loftlína.
10.02.2014

Orsök straumleysis á Austurlandi

Röð atvika í flutningskerfi Landsnets leiddi til þess að rafmagn fór af Austurlandi sl. laugardagsmorgun, þ.á.m. af kerskála Fjarðaáls í Reyðarfirði. Upphaf atburðarrásarinnar má rekja til bilunar í stjórnbúnaði spennis við Sigölduvirkjun.
07.02.2014

Landsnet á framadögum háskólanna

Fjölmargir heimsóttu kynningarbás Landsnets á framadögum háskólanna sem fram fóru í Háskólanum í Reykjavík í gær, fimmtudaginn 5. febrúar, og fengu kynningu á fyrirtækinu og starfsemi þess ásamt upplýsingum um laus störf.
30.01.2014

Engin hækkun á flutningsgjaldskrá Landsnets til almennings

Flutningsgjaldskrá Landsnets til dreifiveitna, og þar með almennings, var ekki hækkuð um áramótin og var sú ákvörðun tekin með tilliti til þeirrar umræðu sem er í þjóðfélaginu vegna baráttunnar gegn verðlagshækkunum.
22.01.2014

Nýr viðbótaráfangi í tengivirki Landsnets á Stuðlum tekinn formlega í notkun

Endurbótum og stækkun á tengivirki Landsnets á Stuðlum við Reyðarfjörð er nýlega lokið og tók bæjarstjóri Fjarðabyggðar virkið formlega í notkun við athöfn í dag. Samhliða hefur Stuðlalína 1 verið spennuhækkuð. Þessar framkvæmdir eru fyrsti áfanginn í aðgerðaráætlun Landsnets til að auka flutningsgetu og áreiðanleika svæðisflutningakerfisins á Austurlandi.
15.01.2014

Nýr snjóbíll Landsnets á Austurlandi

Landsnet hefur fengið afhentan nýjan snjóbíl sem staðsettur verður á Austurlandi og bætir tilkoma hans til muna getu fyrirtækisins í að bregðast við áföllum, eins og dunið hafa á línukerfið undanfarnar vikur.
10.01.2014

Búðarhálslína og nýtt tengivirki Landsnets formlega tekin í notkun

Nýtt tengivirki Landsnets við Búðarháls og Búðarhálslína 1 voru tekin formlega í notkun þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti virkið í dag - og tengdi þar með Búðarhálsvirkjun við meginflutningskerfi Landsnets. Prófanir á vélbúnaði virkjunarinnar fara nú í hönd og hefst raforkuframleiðsla inn á kerfið innan tíðar. Búðarhálstengivirkið er hannað með það fyrir augum að hægt verði að stækka það síðar, verði t.d. ný flutningslína til Norðurlands, svokölluð Norður-suðurtenging, byggð.
20.12.2013

Þakkir til íbúa Hafnar í Hornafirði

Landsnet þakkar íbúum Hafnar fyrir þolinmæðina meðan á framkvæmdum stóð við lagningu 132 kV jarðstrengs frá Ægissíðu að dísilstöð RARIK við Krosseyjarveg.
19.12.2013

Mannauðurinn mikilvægur hjá Landsneti

Landsnet stendur fyrir á sjötta tug námskeiða á fyrri hluta næsta árs fyrir starfsmenn en rík áhersla er lögð á að þeir sem vinna hjá fyrirtækinu geti aukið þekkingu sína og hæfni - til að vera betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem Landsnet stendur frammi fyrir.
16.12.2013

Landsnet styrkir Geðhjálp og Leiðarljós

Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma, og Geðhjálp fengu í dag afhenta fjárhagsstyrki frá Landsneti sem ætlaðir eru til að styrkja hið góða og öfluga starf sem fram fer hjá þessum samtökum.
13.12.2013

Nýtt mat á framkvæmdakostnaði við 220 kV jarðstreng og líftímakostnaðarmat á 220 kV línu og jarðstreng

Nýtt líftímamat á 220 kV línu og jarðstreng annars vegar og mat á framkvæmdakostnaði við 220 kV jarðstreng hins vegar sem unnin eru fyrir Landsnet voru kynnt á fjölmennum morgunverðarfundi Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands á Grand hótel í Reykjavík í morgun. Þar kom m.a. fram að núvirtur líftímakostnaður 220 kV jarðstrengs í í útjaðri íbúabyggðar er hátt í 270 milljónir króna á km á meðan líftímakostnaður 220 kV loftlínu við sömu aðstæður er ríflega 105 milljónir króna.
12.12.2013

Búðarhálslína tilbúin fyrir raforkuflutning

Búðarhálslína 1, sem flytja mun raforku frá Búðarhálsvirkjun, hefur nú verið tengd við meginflutningskerfi Landsnets ásamt nýju tengivirki við Búðarháls. Raforkuflutningur frá Búðarhálsvirkjun á að hefjast í byrjun næsta árs.
09.12.2013

Drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar Landsnets kynnt í mars

Stefnt er að því að drög að skýrslu vegna umhverfismats á kerfisáætlun Landsnets liggi fyrir í marsmánuði en þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að umhverfismati á kerfisáætlun fyrirtækisins. Alls bárust 10 athugasemdir við matslýsingu sem kynnt var í byrjun nóvember og telur Landsnet að hægt verði að taka tillit til flestra þeirra við matsvinnuna.
06.12.2013

Orkustofnun gefur grænt ljós á byggingu Suðurnesjalínu 2

Orkustofnun hefur veitt leyfi fyrir byggingu og rekstri Suðurnesjalínu 2, rúmlega 32 km langrar 220 kV loftlínu sem verður fyrst um sinn rekin á 132 kV spennu, frá tengivirki við Hamranes í Hafnafirði um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ að tengivirki við Rauðamel, um fimm km norðan við Svartsengi.
05.12.2013

Vinnuslys í Þórudal

Líðan starfsmanns Landsnets á Austurlandi sem slasaðist alvarlega í gær er eftir atvikum. Hann hlaut áverka bæði á höfði og á hálsi. Gert var að sárum hans á Egilsstöðum og var hann síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var undir eftirliti lækna á gjörgæslu Landspítalans í nótt en er nú kominn á almenna deild.
04.12.2013

Aukið afhendingaröryggi raforku í Borgarfirði og á Snæfellsnesi

Áætlað er að framkvæmdum við stækkun tengivirkis Landsnets á Vatnshömrum í Borgarfirði ljúki í janúar 2014. Stækkunin eykur afhendingaröryggi raforku á Vesturlandi og eiga notendur ekki að verða fyrir neinum truflunum meðan á framkvæmdum stendur.
29.11.2013

Hert á öryggismálum í kjölfar alvarlegs óhapps

Landsnet ætlar í kjölfar alvarlegs óhapps á dögunum að efna til kynningarherferðar um öryggismál og mikilvægi þess að tryggja að verktakar og aðrir framkvæmdaaðilar taki tillit til háspennumannvirkja við áhættugreiningu verkefna.
25.11.2013

Tengivirki á Ísafirði að taka á sig mynd

Nýtt tengivirki Landsnets innan við Ísafjarðarbæ er nú óðum að taka á sig mynd. Steypuvinnu er lokið, búið er að setja upp límtrésbita og vinna hafin við að ganga frá þakeiningum.
13.11.2013

Nýtt beltatæki Landsnets reynist vel

Sérútbúið beltatæki fyrir vinnu við háspennulínur og möstur sem Landsnet hefur fest kaup á kom að góðum notum á Hallormsstaðahálsi á dögunum þegar skipta þurfti um brotna einangra og lagfæra leiðara á Fljótsdalslínu 2.
11.11.2013

Varaafl á Vestfjörðum

Byggingu nýs tengivirkis og varaaflstöðvar Landsnets í Bolungarvík miðar vel áfram og er stefnt að því að stöðin verði tekin í notkun í október 2014. Hún á að tryggja orkuafhendingu á norðanverðum Vestfjörðum og tengivirkið leysir af hólmi núverandi virki í Bolungarvík sem er á snjóflóðahættusvæði. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er um hálfur annar milljarður króna.
07.11.2013

Lærdómsrík neyðaræfing

Um 300 manns tóku á einn eða annan hátt þátt í neyðaræfingu þar sem æfð voru viðbrögð vegna stórfellds eldgoss í Vatnajökli sem stöðvaði raforkuframleiðslu og –flutninga frá Þjórsársvæðinu og olli alvarlegum raforkuskorti á landinu, aðallega á Suðvestur- og Vesturlandi.
04.11.2013

Neyðaræfing 1311

Landsnet hefur á undanförnum árum æft viðbrögð við meiriháttar náttúruvá eins og eldgosum, jarðskjálftum, öskufalli og mikilli ísingu. Hafa allar þessar æfingar skilað mikilvægum athugasemdum sem hafa verið nýttar til að endurbæta áætlanir fyrirtækisins.
04.11.2013

Endurbætur á Tálknafjarðarlínu

Starfsmenn Landsnets, Orkubús Vestfjarða og verktakar hafa undanfarið unnið að endurbótum á Tálknafjarðarlínu 1, milli Mjólkárvirkjunar og Tálknafjarðar, til að bæta rekstraröryggi línunnar en nokkuð hefur verið um truflanir á henni í verstu veðrum.
01.11.2013

Landsnet kynnir matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar

Landsnet hefur ákveðið að vinna umhverfismat kerfisáætlunar 2014-2023 samhliða mótun áætlunarinnar. Ákvörðunin byggir á úrskurði umhverfis- og auðlindaráðherra frá 21. maí 2013 og geta hagsmunaðilar gert athugasemdir við matslýsingu næstu fjórar vikurnar.
31.10.2013

Þeistareykjalína 2 spennusett

Þeistareykjalína 2, 66 kV jarðstrengur að Þeistareykjum, var spennusett 29. október sl. Strengurinn liggur um 11 km leið frá Kópaskerslínu 1 við Höfuðreiðarmúla að Þeistareykjum.
30.10.2013

Landsnet lækkar gjaldskrá upprunaábyrgða endurnýjanlegrar orku

Gjaldskrá Landsnets vegna upprunaábyrgðar á raforku hefur verið lækkuð um tæplega 40% þar sem tekjur fyrirtækisins af útgáfu upprunaskírteinanna hafa reynst umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir þegar útgáfa þeirra hófst fyrir tæpum tveimur árum.
24.10.2013

Snjöll orkunýting í Eyjum

Landsnet hefur boðið hagsmunaðilum í Vestmannaeyjum til samstarfs um betri orkunýtingu í Vestmannaeyjum og var hugmyndin kynnt í tengslum við formlega spennusetningu nýs sæstrengs til Eyja á dögunum.
24.10.2013

Aukinn kostnaður vegna flutningstapa í raforkukerfinu

Verð á rafmagni sem Landsnet kaupir til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu hækkaði umtalsvert í nýafstöðnu útboði og mun það leiða til gjaldskrárhækkunar á flutningstöpum hjá fyrirtækinu. Lætur nærri að verðið hækki um helming milli ára en undanfarin ár hefur meðalverðið farið lækkandi. Meginskýringin á hækkuninni nú er minna framboð raforku og meiri töp í flutningskerfinu.
14.10.2013

Svar við opnu bréfi til Landsnets

Raforkukerfi Landsnets gegnir mikilvægu hlutverki sem þjóðbraut raforkunnar og á að tryggja almenningi og fyrirtækjum landsins öruggan aðgang að rafmagni – sem fæstir geta verið án í okkar nútímasamfélagi.
09.10.2013

Nýr sæstrengur Landsnets til Vestmannaeyja tekinn í gagnið

Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spennusetti í dag Vestmannaeyjastreng 3 en aðeins er rúmt ár frá því ákveðið var að flýta strenglögninni til að tryggja orkuöryggi Vestmannaeyja til næstu framtíðar. Mun slíkur framkvæmdahraði við lagningu sæstrengs vera óþekktur í heiminum. Upplýst var við athöfnina í dag að þörf væri fyrir enn annan sæstreng til Eyja innan næsta áratugar og væri undirbúningur þess verkefnis þegar hafinn hjá Landsneti.
01.10.2013

GARPUR í tímariti Háskólans í Reykjavík

Fjallað er um rannsóknarverkefnið GARPUR, sem á dögunum 1,2 milljarða styrk úr 7. rammaáætlun Evrópusambandsins, í nýjasta tölublaði tímarits Háskólans í Reykjavík en skólinn og Landsnet standa að verkefninu ásamt öðrum evrópskum háskólum, rannsóknarstofnunum og raforkuflutningsfyrirtækjum.
26.09.2013

Truflun í flutningskerfinu

Umtalsverð truflun varð í rekstri flutningskerfis Landsnets rétt fyrir kl. 18 í gærkvöldi vegna útleysingar stóriðju á Suðvesturlandi.
20.09.2013

Góður gangur í byggingu nýs tengivirkis Landsnets á Ísafirði

Framkvæmdir við nýtt tengivirki Landsnets á Ísafirði ganga vel og stefnt að því að það verði komið í gagnið um mitt næsta sumar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Orkubú Vestfjarða og er áætlaður heildarkostnaður við það um hálfur milljarður króna.
19.09.2013

Fimm staurastæður brotnar í Laxárlínu 1

Við skoðun á Laxárlínu 1 í gær kom í ljós að fimm staurastæður hafa brotnað í línunni vegna ísingarálags í óveðrinu sem gekk yfir landið um og upp úr helgi. Töluverðar truflanir urðu í flutningskerfi Landsnets í óveðrinu en þetta eru einu skakkaföllin sem kerfið varð fyrir svo vitað sé.
16.09.2013

Truflanir í flutningskerfi vegna óveðurs en lítið um straumleysi

Raforkuflutningskerfi Landsnets hefur ekki orðið fyrir neinum stóráföllum í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag. Útleysingar hafa orðið á flutningslínum á nokkrum stöðum en þær hafa ekki valdið rafmagnsleysi, nema stutta stund í gærkvöldi í Vík í Mýrdal og nágrannasveitum.
16.09.2013

Spálíkön um ísingu á raflínum að líta dagsins ljós

Landsnet hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir og unnið að þróun aðferða til að herma áhleðslu ísingar á raflínur. Vonir standa til að innan tíðar verði hægt að beita veðurfarslíkönum og sérstökum ísingarlíkönum til að kortleggja og herma þessa þætti og spá í framhaldinu nokkra daga fram í tímann fyrir um ísingu á loftlínum. Í tengslum við verkefnið hafa íslenskir sérfræðingar aðstoðað við mat á ísingarhættu vegna línulagna í Kanada.
12.09.2013

Yfirstjórn Landsnets í vettvangsferð á hálendinu og eystra

Stjórn og framkvæmdastjórn Landsnets lögðu á dögunum land undir fót og skoðuðu fyrirhugaðar línuleiðir yfir hálendið og á Norðaustur- og Austurlandi, heimsóttu virkjanir og skiptust á skoðunum við sveitarstjórnarmenn. Ferðin stóð yfir á fjórða dag og var mjög upplýsandi fyrir bæði fulltrúa Landsnets og viðmælendur þeirra.
09.09.2013

Þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets

Ef ekki verður farið í frekari uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi mun það á næstu árum leiða af sér ýmsa erfiðleika hjá raforkunotendum og kosta þjóðfélagið milli þrjá og 10 milljarða króna á ári – eða á bilinu 36 – 144 milljarða króna næsta aldarfjórðunginn samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Landsnet.
08.09.2013

Nýtt spennivirki á Grundartanga

Framkvæmdum er að ljúka við nýtt spennivirki á Grundartanga. Kostnaður er um tveir milljarðar króna en í staðinn sparar Landsnet nýja flutningslínu. Fjallað var um málið í fréttum Sjónvarps sunnudagskvöldið 8. september 2013 og rætt við Nils Gústavsson, deildarstjóra framkvæmda hjá...
06.09.2013

Landsnet kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar um Kröflulínu 3

Landsnet hefur sent úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála kæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 9. ágúst 2013 um tillögu að matsáætlun Kröflulínu 3, nýrrar 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirki við Fljótsdalsstöð.
04.09.2013

Háspennulína yfir Sprengisand

Umfjöllun Sjónvarpsins um áform Landsnets um lagningu háspennulínu yfir Sprengisand til að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku á Austurlandi.

Viðtal við Guðmund Inga Ásmundsson, aðstoðarforstjóra Landsnets í

02.09.2013

Framkvæmdir á Stuðlum við Reyðarfjörð

Tveir 50 tonna spennar voru fluttir sjóleiðina frá Reykjavík til Reyðarfjarðar fyrir helgi á vegum Landsnets vegna spennuhækkunar Stuðlalínu 1 og stækkunar tengivirkis að Stuðlum við Reyðarfjörð. Spennarnir voru síðan fluttir frá Mjóeyrarhöfn að Stuðlum og komið fyrir í tengivirkinu þar.
15.08.2013

HR og Landsnet í samstarf

Háskólinn í Reykjavík og Landsnet hafa undirritað samstarfssamning um eflingu rannsókna og menntunar á sviðum áhættugreiningar, raforkuflutnings, kerfisreksturs og upplýsingatækni.
15.07.2013

Lagningu sæstrengs til Vestmannaeyja lokið

Lagningu Vestmannaeyjastrengs 3, tæplega 13 kílómetra langs sæstrengs milli lands og Eyja, lauk síðdegis föstudaginn 12. júlí eftir fjögurra daga snarpa vinnutörn. Stefnt er að því að ljúka lagningu jarðstrengja að sæstrengnum á Landeyjasandi og í Vestmannaeyjum á næstu vikum og standa vonir til þess að tengivinnu verði lokið í ágústmánuði.
04.07.2013

Slæmar veðurhorfur tefja framkvæmdir við sæstreng

Djúp lægð sem væntanleg er upp að sunnanverðu landinu á föstudag setti strik í þau áform Landsnets að hefja lagningu nýs sæstrengs, Vestmannaeyjastrengs 3, milli Landeyjafjöru og Vestmannaeyja í gærkvöldi. Vonir standa til að hægt verði að leggja strenginn þegar líður á næstu viku.
28.06.2013

Nýr rafstrengur til Vestmannaeyja

Framkvæmdir standa nú yfir við lagningu nýs sæstrengs til Vestmannaeyja - Vestmannaeyjastreng 3 - og er stefnt að því að klára verkið í júlí og tengja, eða spennusetja hann síðsumars eða í haust.
25.06.2013

Opnun tilboða BOL-03 - Jarðvinna

Tilboð í "jarðvinnu" skv. útboðsgögnum BOL-03 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 25. júní 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 14.03
30.05.2013

Útboð BOL-32

Díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík
30.05.2013

Útboð BOL- 32 Díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík

Landsnet óskar eftir tilboðum í afhendingu og uppsetningu á 6 stk. díselrafstöðvum ásamt fylgibúnaði fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík í samræmi við útboðsgögn BOL-32. Verkið felur í sér framleiðslu, afhendingu, uppsetningu ásamt prófunum á 6 díeselrafstöðvum og fylgibúnaði ásamt því að vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum BOL-32
28.05.2013

Útboð STU-01 Tengivirki Stuðlum Byggingarvirki

Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og byggingu undirstaða og spenniþróa vegna stækkunar tengivirkis í landi Stuðla við Reyðarfjörð og vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum STU-01.
28.05.2013

ÚTBOÐ ISA-01 Tengivirki á Ísafirði

Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang húss og lóðar fyrir nýtt tengivirki á Ísafirði í samræmi við útboðsgögn ISA-01. Verkið felur í sér jarðvinnu og byggingu staðsteypts húss yfir rofabúnað, spenna og stjórnbúnað á einni hæð. Húsið verður í tveimur hlutum, rofasalur og spennahólf sem verða samtals um 300 m² að grunnfleti og stjórnhluti sem verður um 70 m² að grunnfleti.
22.05.2013

Tveir 100 MVA varaspennar Landsnets komnir til landsins

Vegna langs framleiðslutíma og til að stytta viðgerðartíma spenna hefur Landsnet nú fjárfest í tveimur 100 MW aflspennum, 220/132 kV, sem eru hannaðir með þeim hætti að þeir geta leyst af sambærilega spenna í flutningskerfinu.
08.05.2013

Raforkuafhending skert fyrir norðan og austan vegna lélegs vatnsbúskapar

Síðustu daga hefur Landsnet þurft að skerða afhendingu rafmagns til nærri allra kaupenda svokallaðrar skerðanlegrar raforku á Norður- og Austurlandi og er allt útlit fyrir að það ástand muni vara áfram í þessum landshlutum næstu vikurnar. Ástæðan er lélegur vatnsbúskapur stærstu vatnsaflsvirkjana í landshlutunum og takmörkuð flutningsgeta Byggðalínu til að flytja rafmagn frá Suðvesturlandi til Norðausturlands.
08.05.2013

Konur taka yfir Stjórnstöð Landsnets

Sá sögulegi atburður gerðist í nótt sem leið að tvær konur stóðu vaktina í Stjórnstöð Landsnets og komu karlar þar hvergi nærri. Þær konur sem hér komu við sögu eru Anna Einarsdóttir og Kristveig Þorbergsdóttir. Það var eins og við manninn mælt að ekki varð vart við...

12.03.2013

Álag á orkuflutningskerfi Landsnets í sögulegu hámarki

Í síðustu viku var raforkunotkun í landinu í sögulegu hámarki en alla vikuna var óvenju mikið álag á raforkukerfið. Álagið náði hámarki í óveðrinu rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 6. mars en þá mældist 5 mínútna afltoppur 2.222 MW og er það í fyrsta skipti sem afltoppur í flutningskerfinu mælist yfir 2.200 MW.
20.02.2013

Landsnet hf. leitar eftir heimild til eignarnáms vegna Suðurnesjalínu 2

Landsnet hefur í dag leitað eftir heimild atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra til að taka tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga eignarnámi til að geta hafið framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Samningar hafa tekist við fjóra af hverjum fimm...

14.02.2013

Til hamingju allir starfsmenn Landsnets!

Þann 17. desember s.l. var gerð svokallað „Aðlagað eftirlit“ hjá Landsneti. Slíkt eftirlit gengur út á að skoða skipulag og virkni innra vinnuverndarstarfs hjá Landsneti og að vinnuaðstæður starfsmanna séu í samræmi við lög og reglur.
12.02.2013

Heimsmet undirbúið!

Þann 14. janúar síðastliðinn skrifaði Þórður Guðmundsson undir samning á milli Landsnets og ABB AB um framleiðslu og lagningu sæstrengs til Vestmannaeyja.
01.02.2013

Sumarvinna unglinga og háskólanema

Á hverju sumri veitir Landsnet hópi skólafólks á framhaldsskólastigi vinnu við margvísleg störf, s.s. viðhaldsverkefni, umhirðu og uppgræðslustörf. Tekið er á móti umsóknum ungmenna sem fædd eru á árunum 1993-1997.
18.01.2013

Skemmdir á flutningskerfinu í óveðri í lok árs 2012

Miklar skemmdir urðu á flutningskerfi Landsnets á Vesturlandi í óveðrinu sem skall á landið 29. desember síðastliðinn. Einnig urðu minniháttar skemmdir á flutningskerfinu á Vestfjörðum. Starfsmenn netrekstrardeildar stóðu í ströngu við viðgerðir í erfiðum aðstæðum.
17.12.2012

Landsnet hf. styrkir AHC samtökin á Íslandi

Landsnet hefur ákveðið að veita AHC samtökunum á Íslandi hinn árlega jólastyrk fyrirtækisins að þessu sinni. AHC sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur sjúkdómur. Um 800 þekkt tilvik eru til í heiminum öllum. Ein íslensk stúlka, Sunna Valdís 6 ára, þjáist af þessum sjaldgæfa taugasjúkdómi sem einkennist...

06.12.2012

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um gjaldskrárhækkunartillögur Landsnets

Undanfarna daga hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum að með hækkun á gjaldskrá sinni til stórnotenda sé Landsnet að hækka flutningsverð til almennings. Þessu hafnar Landsnet, enda með öllu óheimilt samkvæmt lögum og útilokað að Orkustofnun myndi samþykkja slíkt. Það er grundvallaratriði að raforkuflutningur til stórnotenda eins og annarra viðskiptavina Landsnets, standi undir þeim kostnaði sem honum fylgir. Tillögur fyrirtækisins miðast við þetta. Væri það ekki gert mætti saka Landsnet um að flytja kostnað yfir á almenning en ekki öfugt eins og fjölmiðlar gefa nú til kynna.
30.11.2012

Ákvörðun Landsnets um breytingar á gjaldskrá í fullu samræmi við lög

Landsnet hefur óskað eftir að Orkustofnun staðfesti breytingar á flutningsgjaldskrá fyrirtækisins frá næstu áramótum. Gjaldskráin byggir á forsendum sem kveðið er á um í breytingum á raforkulögum sem gerðar voru á árinu 2010 og gildi tóku í ársbyrjun 2011. Meðal þeirra eru breytingar á kröfum um...

11.10.2012

Verðlækkun á rafmagni til flutningstapa

Flutningstöp er sú raforka sem tapast vegna viðnáms í flutningslínum og spennum í flutningskerfi Landsnets og hefur Landsnet tryggt sér kaup á þessu rafmagni til eins árs í senn. Fyrir flutningstöp á árinu 2013 var sex orkufyrirtækjum boðið að taka þátt í útboðinu, Fallorku, HS Orku, Landsvirkjun, Orkubúi Vestfjarða, Orkusölunni og Orkuveitu Reykjavíkur og voru tilboðin opnuð í lok september.
14.09.2012

Bilun á rafstreng til Vestmannaeyja

Miðvikudaginn 12. september um kl . 10:30 varð truflun á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja, þegar annar tveggja flutningsstrengja þangað bilaði.
14.09.2012

Reglunarafl boðið út

Eitt af hlutverkum Landsnets er að útvega reglunarafl, en hlutverk fyrirtækisins eru m.a. skilgreind í raforkulögum nr. 65/2003.
13.09.2012

Afhending raforku á Norðausturlandi með eðlilegum hætti hjá Landsneti

Afhending raforku í meginflutningskerfi Landsnets er nú með eðlilegum hætti á Norðausturlandi eftir að viðgerð lauk á Kópaskerslínu 1, 66 kV línu milli Laxárstöðvar og Kópaskers, á öðrum tímanum í nótt. Viðgerð á Laxárlínu 1, 66 kV línu milli Laxárstöðvar og Akureyrar, lauk síðdegis í gær og um hádegisbil í dag hófst viðgerð á Kröflulínu 1, 132 kV línu milli Kröflustöðvar og Akureyrar.
12.09.2012

Staða viðgerða á Norðausturlandi

Eins og áður hefur komið fram eru þrjár línur bilaðar í flutningskerfi Landsnets á Norðausturlandi. Staða mála um hádegisbil í dag, miðvikudag, er þessi:
10.09.2012

Rafmagnsleysi á Norðurlandi

Víðtækt straumleysi er nú um norðanvert landið. Rafmagnslaust er frá Blöndu og allt að Þórshöfn, en varaaflstöðvar eru keyrðar þar sem þær eru fyrir hendi og rafmagn er á Húsavíkurlínu og þar með Húsavík.
21.05.2012

Vegna uppfærslu á gagnagrunnkerfi

Vegna uppfærslu á gagnagrunnkerfi hjá okkur berast jöfnunarorkuverð ekki með tilskyldum hætti á vefinn fyrir þessa viku 21.-25. maí 2012.
Sjá nánar :
09.05.2012

Málþing um raflínur og strengi - 11. maí

Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra hafa skipað nefnd er móta skal stefnu um lagningu raflína í jörð í samræmi við þingsályktun Alþingis í þskj. 748 frá 1. febrúar 2012.
20.04.2012

Landsnet styrkir Bláa naglann

Nú stendur yfir söluátak um allt land þar sem seldur verður Blái naglinn, blámálaður sex tommu nagli, til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli.
17.04.2012

Íslenski raforkumarkaðinn tekur til starfa með haustinu

Rúmlega 60 þátttakendur frá hinum ýmsu hagsmunaðilum sem tengjast raforkumálum á Íslandi sóttu málþing Landsnets um Íslenska Raforkumarkaðinn og gagnsæi í verðmyndun raforku á slíkum tilboðsmarkaði sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík dagana 11. og 12. apríl sl.
04.04.2012

Aðalfundur Landsnets hf

Aðalfundur Landsnets var haldinn 29. mars 2012. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

03.04.2012

Málþing um Íslenska raforkumarkaðinn.

Gagnsæi í verðmyndun raforku á formlegum tilboðsmarkaði
Landsnet boðar til málþings fyrir aðila raforkumarkaðarins og aðra sem honum tengjast dagana 11. og 12. apríl 2012 á Grand hótel Reykjavík.
Málþingið er eftir hádegi fyrri daginn og fyrir hádegi seinni daginn og fer fram á ensku.

Skráning á málþingið fer fram hér
Dagskrá
26.03.2012

Íslenskur raforkumarkaður

Ráðstefna um raforkumarkað og hið íslenska umhverfi verður haldin á Grand Hótel við Sigtún
23.03.2012

Opinn kynningarfundur Landsnets

Landsnet býður til opins kynningarfundar um rekstrarumhverfi fyrirtækisins og framtíðarþróun raforkuflutningskerfisins á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð (salur H-I), fimmtudaginn 29. mars kl. 9:00 - 12:00.
15.03.2012

Lagarfosslína 1 rifin milli Tókastaða og Eyvindarár

Nýr strengur 66 kV Lagarfosslínu 1, frá Tókastaðaafleggjara að tengivirkinu á Eyvindará, var spennusettur 22. desember sl. Í vor verður lokið við frágang á strengleið og plani ásamt því að gróðursett verður á lóðinni.
11.01.2012

Rekstur flutningskerfisins færist í eðlilegt horf

Í gærkvöldi og nótt gekk yfir landið mikið óveður sem hafði víðtæk áhrif á flutningskerfið. Rafmagnstruflanir urðu víða um land vegna hvassviðrisins og gríðarlegrar seltu einkum á suður og vesturhluta landsins.
10.01.2012

Truflun í tengivirki Landsnets á Brennimel

Alvarleg truflun varð í tengivirki Landsnets á Brennimel upp úr kl. 18:00 í kvöld sem stafaði af mikilli ísingu og seltu á Suðvesturlandi sem olli yfirslætti á búnaði í stöðinni en í kjölfarið urðu álver Norðuráls og Járnblendifélag Íslands straumlaus í tæpar 4 klst.

Auk þess urðu...
20.12.2011

Landsnet hf. styrkir Guðmund Felix Grétarsson

Landsnet hefur ákveðið að veita Guðmundi Felix Grétarssyni hinn árlega jólastyrk fyrirtækisins að þessu sinni en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi í janúar árið 1998, þá 26 ára að aldri. Hann stefnir nú að því að komast í handaágræðslu á sérhæfðu sjúkrahúsi í Frakklandi.
14.12.2011

Gengið frá stofnun Orkufjarskipta hf

Á fundi stjórnar Landsnets hinn 24. nóvember s.l. samþykkti stjórn að Landsnet yrði annar tveggja eigenda Orkufjarskipta hf. á móti Landsvirkjun.
13.12.2011

Hermun ísingaráhleðslu á loftlínur

Árni Jón Elíasson sérfræðingur á Kerfisþróun Landsnets, hefur ásamt fleirum skrifað grein, sem birt er í nýútkominni Árbók VFÍ/TFÍ 2011.
08.12.2011

Landsnet tekur þátt í söfnuninni "Geðveik jól"

Sem kunnugt er þá tekur Landsnet þátt í fjáröflunarátaki Geðhjálpar ásamt 14 öðrum fyrirtækjum með framlagi sínu á myndbandinu á laginu Ó helga nótt.Við hvetjum alla til að leggja söfnuninni lið með því að kjósa lagið okkar.

Farið á vefinn "Geðveik...

21.11.2011

Upplýsingavefur um loftlínur og jarðstrengi

Landsnet hefur opnað upplýsingavef um háspennuloftlínur og jarðstrengi. Markmiðið er að þar geti allir sem áhuga hafa fundið á einum stað helstu staðreyndir um kosti og galla lína og strengja, stefnumótun í þessum efnum, bæði heima og erlendis, sem og fjölmiðlaumfjöllun hérlendis um þetta umdeilda málefni.
28.10.2011

Haustfundur NSR afstaðinn sem var sá sjöundi í röðinni.

Nýverið var haldinn haustfundur NSR og var hann vel sóttur. Gestir fundarins voru Kristín Vogfjörð frá Veðurstofu Íslands og Guðjón Sigurðsson frá fjarskiptafyrirtækinu Fjarska. Á fundinum var fjallað um ýmis málefni sem varða þátttakendur s.s. öryggisfjarskipti, sólstorma, gosösku, jarðskjálfta, æfingar í vá, boðunarlista Almannavarna í vá og svo innar starf NSR. Fundurinn þótti takas vel og voru líflegar umræður um hin ýmsu málefni. Nánar um NSR og fundin má lesa hér:
18.10.2011

Landsnet hefur sótt um aðild að AIB

Samkvæmt lögum nr. 30/2008 um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum, hefur Landsnet það hlutverk að annast útgáfu upprunaábyrgða á Íslandi og er áformað að sú útgáfa hefjist á þessu ári.
13.10.2011

Forsendur núverandi meirihluta sveitarstjórnar Voga út úr korti

Núverandi meirihluti sveitarstjórnar Voga hefur byggt afstöðu sína um að háspennulínur þær sem Landsnet hyggst reisa skuli leggja í jörð að stórum hluta á greinargerð Almennu verkfræðistofunnar (AV) sem gerð var í mars 2008, eins og meðal annars kemur fram í frétt RÚV í kvöldfréttum sjónvarps, 11...
07.10.2011

Verð á rafmagni vegna flutningstapa lækkar

Landsnet hefur ákveðið í kjölfar lokaðs útboðs að gera samninga við HS Orku, Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á rafmagni vegna flutningstapa fyrir árið 2012.
03.10.2011

Gylfaflöt í bleiku

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem tekin var um helgina, eru höfuðstöðvar Landsnets hf. á Gylfalföt 9 upplýstar í bleiku ljósi og verður svo út októbermánuð.

30.09.2011

Yfirlýsing frá Landsneti

Í tilefni af fréttaflutningi vegna samþykktar bæjarstjórnar Voga er rétt að árétta eftirfarandi:
26.08.2011

Á allra vörum

Landsnet hefur í dag styrkt átakið „Á allra vörum“
01.06.2011

Lækkun á gjaldskrá Landsnets til stórnotenda

Í breytingum á raforkulögum sem samþykkt var í byrjun árs er kveðið á um að Landsnet endurgreiði gengishagnað sem myndaðist í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 og fram til ársloka 2010.
11.05.2011

IWAIS ráðstefna í Kína

IWAIS (International Workshop on Atmospheric Icing of Structures) er alþjóðlegur vettvangur þar sem fulltrúar frá þeim þjóðum, sem eiga við hvað mest vandamál að stríða vegna áhleðslu ísingar á mannvirki skiptast á upplýsingum.
14.04.2011

Aðalfundur Landsnets hf

Aðalfundur Landsnets var haldinn 31. mars 2011. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.
15.03.2011

Bilun á 132 kV Glerárskógarlínu 1

Í gær þann 14. mars kl. 18:52 varð bilun á 132 kV Glerárskógalínu 1 þegar stæða nr. 5 í línunni féll. Stæðan er á bökkum Hrútafjarðarár skammt frá tengivirkinu í Hrútártungu.
12.03.2011

Útboð LF1-02

Lagarfosslína 1 – 66 kV jarðstrengur
Jarðvinna og lagning
Mýnes - Eyvindará
11.03.2011

Umfangsmikil viðbragðsæfing Landsnets.

Fimmtudaginn 10. mars s.l. var haldin hjá Landsneti umfangsmikil raunæfing í neyðarviðbrögðum með aðkomu þátttökuaðila innan Neyðarsamstarfs raforkukerfisins NSR.
07.03.2011

Alþjóðleg samvinna

Landsnet leggur mikla áherslu á alþjóðleg samskipti á fjölmörgum sviðum. Með því er stuðlað að flæði nýjustu upplýsinga er varða starfsemi fyrirtækisins og jafnframt að faglegri umfjöllun. Slíkt samstarf er að öðru jöfnu bæði til öflunar og miðlunar upplýsinga.
07.01.2011

Kynning á nýrri raforkuspá, 10. janúar nk.

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur lokið við gerð nýrrar raforkuspár sem nær allt til ársins 2050.  Hópurinn mun kynna nýju spána mánudaginn 10. janúar kl. 14:00 á Orkustofnun Grensásvegi 9.  Fundurinn er öllum opinn.
17.12.2010

Athugasemd frá Landsneti

Vegna fréttar í fréttatíma sjónvarps í gær, þar sem því var haldið fram að flutningskostnaður raforku væri mun hærri á Vestfjörðum en annarsstaðar á landinu, vill Landsnet koma eftirfarandi á framfæri:

05.11.2010

Góður gangur við Gígju

Eins og fram hefur komið í frétt á þessum vettvangi þá leystu Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1 út í Sigöldu og á Hólum kl: 15:58 mánudaginn 1. nóvember.
01.11.2010

Útboð á ræstingu á Gylfaflöt 9

Landsnet óskar eftir eftir tilboðum í ræstingar á húsnæði Landsnets að Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, í samræmi við útboðsgögn GYL-60.
29.09.2010

Vel heppnuð ráðstefna um raforkuflutning og umhverfisáhrif

HIGH‐VOLTAGE TRANSMISSION AND THE VISUAL ENVIRONMENT var yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu sem Landsnet stóð fyrir dagana 16. – 17. september 2010, í samstarfi við Statnett í Noregi, Fingrid í Finnlandi, Energinet í Danmörku og Svenska Kraftnät í Svíþjóð.
11.09.2010

Bilun í háspennubúnaði olli skammhlaupi

 Varnarbúnaður brást við með eðlilegum hætti og aftengdi álver Norðuráls frá raforkukerfinu þegar bilun varð í háspennubúnaði álversins fimmtudaginn 9. september. Bilunin olli skammhlaupi um mest allt land. Ekkert straumleysi varð hjá almennum notendum af völdum truflunarinnar en spennusveiflur ollu óþægindum. Landsnet hefur þegar gert ráðstafanir til að reyna að koma í veg fyrir að slíkar truflanir valdi almennum notendum vandræðum í framtíðinni.

09.09.2010

Truflun yfirstaðin

Truflunin sem hófst kl 11:15 í raforkukerfinu er nú yfirstaðin og er raforkukerfið komið í eðlilegan rekstur.
09.09.2010

Truflun í raforkukerfinu

Um kl. 11:15 varð truflun í raforkukerfinu sem olli straumleysi hjá stóriðjunotendum.
19.08.2010

Jötnamöstur af báðum kynjum vekja athygli

Undanfarið hafa möstur sem bandarísku arkitektarnir Choi og Shine sendu inn í samkeppni Landsnets verið til umræðu vegna verðlauna sem þeim var veitt af Boston Socitey of Architects.
13.08.2010

Búðarhálslína 1

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að breyting á legu Búðarhálslínu 1, Ásahreppi og Rangárþingi ytra, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, sjá nánar hér . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 6. september 2010.
15.07.2010

Landsnet og ISAL undirrita samning

Landsnet og ISAL undirrituðu í dag samning um flutning raforku vegna áætlana ISAL um straumhækkun álversins í Straumsvík sem mun auka afkastagetu þess um 40.000 tonn.
01.07.2010

Fréttatilkynning frá Landsneti:

Vegna fréttar á fjölmiðlum um miklar hækkanir á flutningi og dreifingu raforku vill Landsnet, sem sér um flutning raforkunnar frá virkjunum til dreifiveitna, koma eftirfarandi á framfæri:
10.05.2010

Truflanir í raforkukerfinu 7. maí 2010

Að kvöldi föstudagsins 7. maí s.l. varð rekstrartruflun hjá einum af stóriðju - notendum í raforkuflutningskerfi Landsnets.  Sú truflun leiddi til yfirálags á rafbúnað í raforkuflutningskerfinu. Truflun sem þessi hefur ekki áhrif á raforkuafhendingu til almennings og í þessu tilfelli átti það einnig við. 
08.05.2010

Opið hús - Kynning á framkvæmdum á Norðausturlandi

Athugun Skipulagsstofnunar er hafin á frummatsskýrslum um mat á umhverfisáhrifum fyrir Kröfluvirkjun II, Þeistareykjavirkjun, háspennulínur frá virkjunum að álveri, álver á Bakka og sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fjögurra. Í tilefni þess verður opið hús á Hótel Nordica mánudaginn 10. maí nk. Kl: 15:00-19:00 þar sem frummatsskýrslur verða kynntar.
05.05.2010

Merkum áfanga náð í vörnum á byggðalínuhringnum

Merkum áfanga var náð í gær þegar mismunastraumsvörn SI4/PB1 (Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1) var tekin í rekstur. Þar með er allur 132 kV byggðalínuhringurinn varinn með mismunastraumsvörnum.
01.05.2010

Útboð BV2-02

Háspennustrengir við Hnífsdalsveg - Jarðvinna og lagning
30.04.2010

Kynningar á frummatsskýrslum á Norðausturlandi

Eftirtaldar kynningar verða haldnar á frummatsskýrslum um mat á umhverfisáhrifum fyrir Kröfluvirkjun II, Þeistareykjavirkjun, háspennulínur frá virkjunum að álveri, álver á Bakka og sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fjögurra:
30.04.2010

Kynningar- og athugasemdaferli fyrir framkvæmdir á Norðausturlandi hafið

Alcoa, Þeistareykir ehf, Landsvirkjun og Landsnet hafa undanfarin þrjú ár unnið að mati á umhverfisáhrifum fyrir álver á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkjun II og háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Í samræmi við úrskurð umhverfisráðherra frá 31. júlí 2008 hafa fyrirtækin jafnframt í sameiningu unnið að sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum þessara fjögurra framkvæmda.

28.01.2010

Suðvesturlínur ekki í sameiginlegt mat

Umhverfisráðuneytið staðfesti í dag ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Suðvesturlínur, styrking raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi, og öðrum framkvæmdum sem henni eru háðar og/eða eru á sama svæði.
20.01.2010

Aukin samkeppni á reglunaraflsmarkaði

Frá og með deginum í dag býður Orkuveita Reykjavíkur rafmagn frá Andakílsárvirkjun á reglunaraflsmarkaði og stuðlar þar með að aukinni samkeppni í sölu á reglunarafli.
04.11.2009

Yfirlýsing frá Landsneti

Vegna umsagnar Landsnets til Skipulagsstofnunar um afstöðu fyrirtækisins til sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum Suðvesturlína og orkuvera á Reykjanesi skal áréttað að Suðvesturlínur munu geta annað aflþörf stækkaðs álvers í Helguvík, ef til kemur, sem og öðrum framtíðaráformum um uppbyggingu iðnaðar og orkuöflun á svæðinu, sbr. umsögn fyrirtækisins til Skipulagsstofnunar dags. 14. október 2009.
29.10.2009

Vel heppnuð 5 milljarða skuldabréfaútgáfa Landsnets

Góðar viðtökur og veruleg umframeftirspurn
 
Landsnet hefur nýlokið útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 5 milljarða króna. Um er að ræða fyrstu útgáfu fyrirtækisins á innlendum skuldabréfamarkaði og voru bréfin seld til lífeyrissjóða. Jákvæð viðbrögð fjárfesta leiddu til verulegrar umframeftirspurnar, en upphaflega voru boðnir út 3 milljarðar króna.

29.10.2009

Hverfandi hætta á mengun grunnvatns og fyllsta öryggis gætt

Hverfandi hætta er á mengun vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins vegna tæringar á möstrum fyrirhugaðra Suðvesturlína. Þetta er niðurstaða rannsókna sem fram fóru vegna mats á umhverfisáhrifum verkefnisins. Umfangsmiklar mótvægisaðgerðir eru jafnframt fyrirhugaðar til að tryggja öryggi vatnsbólanna og meðal annars verða framkvæmdir ekki leyfðar á vatnsverndarsvæðum að vetrarlagi.
22.10.2009

CIGRÉ SC-B2 í Kóreu

Undanfarna daga hefur staðið yfir í Kóreu árlegur fundur CIGRÉ SC-B2, sem er ein af vísindanefndum CIGRÉ og fjallar um háspenntar loftlínur.
15.10.2009

Úrskurður gæti seinkað Suðvesturlínum um að minnsta kosti 3-4 mánuði

Úrskurður umhverfisráðherra, um að fella úr gildi ákvörðun skipulagsstofnunar þess efnis að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína og öðrum hugsanlega tengdum orkuframkvæmdum, skapar óvissu um tímasetningar verkefnisins og leiðir til að minnsta kosti 3- 4 mánaða seinkunnar þess að mati Guðmundar Inga Ásmundssonar, aðstoðarforstjóra Landsnets.
30.09.2009

Úrskurður umhverfisráðherra um Suðvesturlínur

Umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum.
18.09.2009

Álit Skipulagsstofnunar vegna Suðvesturlína

Skipulagsstofnun hefur fallist á mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína með skilyrðum. Í áliti stofnunarinnar sem gert var opinbert í dag er í meginatriðum tekið undir niðurstöður matsskýrslu Landsnets og einungis talin þörf á að setja frekari skilyrði um áflugshættu fugla á nokkrum stöðum á línuleiðinni.
09.09.2009

IWAIS ráðstefna í Sviss

IWAIS (International Workshop on Atmospheric Icing of Structures) er alþjóðlegur vettvangur þar sem fulltrúar frá þeim þjóðum sem eiga við hvað mest vandamál að stríða vegna áhleðslu ísingar á mannvirki skiptast á upplýsingum.
14.08.2009

Þjóðvegir rafmagnsins

Landsnet verður með opið hús að Bústaðavegi 7 í tilefni menningarnætur, laugardaginn 22. ágúst, milli kl 12 og 16.
11.08.2009

Raforkuspá 2009-2030 komin út

Samkvæmt endurreiknaðri raforkuspá sem nær til ársins 2030 mun almenn notkun forgangsorku aukast um 8% fram til ársins 2015 og um 44% alls til 2030. Aukning notkunar er að meðaltali 1.7% á ári út spátímabilið og er það nokkuð lægra en frá síðustu spá. Áætluð forgangsorka hefur aukist um 310 GWh fram til ársins 2030 við þennan endurreikning á spánni frá 2005 og er aukningin mest á höfuðborgarsvæðinu.
30.07.2009

Bolungarvíkurlína 2 – Útboð á jarðstreng

Í tengslum við jarðgangagerð Vegagerðarinnar milli Hnífsdals og Bolungarvíkur undirbýr Landsnet nú að leggja jarðstreng í göngin. Vegagerðin mun sjá um að leggja strenginn í göngin en Landsnet mun kaupa hann.
21.07.2009

Nesjavallastrengur 2 – framkvæmdir í fullum gangi

Nú standa yfir framkvæmdir við lagningu Nesjavallastrengs 2 og er stefnt að því að ljúka verkefninu í haust. Þetta er stærsta jarðstrengsverkefni sem Landsnet hefur farið í og því mikið í húfi að vel takist til.
25.06.2009

Smávinir fagrir foldarskart

Landgræðsla ríkisins og Landsnets hafa frá árinu 2006 unnið saman að uppgræðslu og stöðvun jarðvegseyðingar meðfram háspennulínum Landsnets á hálendinu sunnan Langjökuls.
23.06.2009

Nordel samtökin lögð niður

Samtök norrænu raforkuflutningsfyrirtækjanna, Nordel, voru með formlegum hætti lögð niður 9. júní s.l. þegar síðasti aðalfundur samtakanna var haldinn í Helsinki í Finnlandi. Saga Nordel spannar 46 ár.
21.06.2009

Útboð ASB-30

Tengivirki á Ásbrú  -  33kV rofabúnaður
02.06.2009

Opin hús vegna frummatsskýrslu Suðvesturlína

Landsnet stendur fyrir opnum húsum dagana 5. 7. og 8. júní næstkomandi til kynningar á frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum Suðvesturlína sem lögð var inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun 20. maí síðastliðinn.
29.05.2009

Strengur að Aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi spennusettur

Í gær var í fyrsta sinn sett spenna á 132 kV jarðstreng, sem liggur frá aðveitustöð Landsnets á Rangárvöllum að tengivirki aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi. Strengurinn er um 4,5 km að lengd og er sá fyrri af tveimur strengjum sem í framtíðinni munu sjá verksmiðjunni fyrir raforku.
02.04.2009

Aðalfundur Landsnets hf.

Aðalfundur Landsnets hf. 2009 var haldinn þriðjudaginn 31. mars s.l. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Lögð var fram ársskýrsla Landsnets um starfsemina árið 2008.
06.02.2009

Suðvesturlínur – opið hús um helgina

Landsnet kynnir matsáætlun vegna styrkingar raforkukerfisins á Suðvesturlandi á opnum húsum sem haldin verða í Reykjanesbæ í dag,  í Virkjun kl 15.00 - 19.00, Vogum þann 7. febrúar í Stóru Vogaskóla kl 15.00 - 19.00 og í Hafnarfirði þann 8. febrúar í Haukahúsinu að Ásvöllum kl 15.00 - 19.00.
04.02.2009

Ný heimasíða Landsnets

Í gær þriðjudaginn 3. febrúar klukkan þrjú var tekin í notkun ný heimasíða Landsnets.
Forstjóri Landsnets Þórður Guðmundsson ræsti þá síðuna upp að viðstöddum nokkrum starfsmönnum Landsnets og gestum.
02.02.2009

Sumarstörf 2009

Ár hvert auglýsir Landsnet fjölbreytt störf í sumarvinnu fyrir unglinga og háskólanema.
26.01.2009

Bolungarvíkurlína 1 komin í rekstur á ný

Eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi þá hefur 66 kV Bolungarvíkurlína 1, sem liggur frá tengivirkinu í Breiðadal til Bolungarvíkur, verið úr rekstri frá því á laugardag.
23.01.2009

Bilun á Mjólkárlínu á Vestfjörðum

Þegar líða tók á fimmtudaginn fór  veður  versnandi  fyrst á Suðausturlandi og þegar líða tók á kvöldið var veður einnig orðið slæmt á Vesturlandi og Vestfjörðum. Vindur var af norðaustri með talsverðri úrkomu, hiti í byggð við frostmark og því kjöraðstæður til ísmyndunar á leiðurum.
19.01.2009

Frá fundum framkvæmdastjórnar

Frá því síðast var sagt frá störfum framkvæmdastjórnar Landsnets í byrjun ársins hefur þetta gerst helst á þeim vettvangi:
09.01.2009

Landsnet í fjölmiðlum á árinu 2008

Út er komin skýrsla frá fyrirtækinu Creditinfo Ísland um umfjöllun fjölmiðla á Íslandi um Landsnet og málefni sem tengjast Landsneti á einhvern hátt.
07.01.2009

Ágætu starfsmenn!

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka farsæla samvinnu á liðnu ári.
05.01.2009

Frá fundum framkvæmdastjórnar

Frá því síðast var sagt frá störfum framkvæmdastjórnar Landsnets í byrjun desember s.l. hefur þetta gerst helst á þeim vettvangi:
14.12.2008

Landsnet hf. styrkir MND og Neistann

Landsnet hf. hefur ákveðið að styrkja MND, félag fólks með hreyfitaugahrörnun - og Neistann styrktarfélag hjartveikra barna - til þeirra verkefna sem þessir aðilar sinna.
04.12.2008

Truflanir í flutningskerfi Landsnet

Þann 3.12.2008 klukkan 16:59 leysti 66kV Hellulína 2 út (Hella - Hvolsvöllur). Línan var sett í rekstur aftur klukkan 17:22. Við skoðun á línunni kom í ljós að áflug hafði valdið trufluninni.
04.12.2008

Öryggisbragur Landsnets

Að undanförnu hefur verið til skoðunar hjá Landsneti með hvaða hætti megi efla öryggisbrag fyrirtækisins.
02.12.2008

Fréttir af vettvangi framkvæmdastjórnar Landsnets

Frá því síðast var sagt frá störfum framkvæmdastjórnar Landsnets í lok ágúst s.l. hefur þetta gerst helst á þeim vettvangi:

Starfsemi deilda og starfseininga rýnd með reglulegu millibili.
02.12.2008

Nýr liðsmaður “inn á KU”

Hann Siffi, Sigfinnur Valur Viggósson, hóf störf á Upplýsingatæknideild í gær, 1. des. 2008. Hann kemur frá hugbúnaðarfyrirtækinu Eskli ehf. með mikla reynslu í margvíslegum upplýsingatækniverkefnum.
24.11.2008

Vel heppnaður upplýsingafundur um þróun flutningskerfis raforku og stöðu Landsnets í núverandi umhverfi

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu hefur Landsnet gripið til almennra aðhaldsaðgerða til að sporna gegn hækkun gjaldskrár í kjölfar verðlagshækkana. Greiðslustaða fyrirtækisins er hins vegar góð og Landsnet getur staðið við allar skuldbindingar þó svo óvissa sé um tilteknar nýframkvæmdir vegna breytinga hjá viðskiptavinum. Þetta var meðal þess sem fram kom á vel sóttum upplýsingafundi fyrir viðskiptavini fyrirtækisins, fimmtudaginn 20. nóvember 2008, í stjórnstöðinni við Bústaðaveg undir yfirskriftinni Flutningskerfi raforku – staða og þróun.
05.11.2008

Þorlákshafnarlínur 2 og 3, 220 kV, í sveitarfélaginu Ölfusi

Tillaga að matsáætlun fyrir Þorlákshafnarlínur 2 og 3, 220 kV, í sveitarfélaginu Ölfusi hefur verið lögð inn til Skipulagsstofnunar til málsmeðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun var áður til kynningar á vinnslutíma, frá 3. til 17. júlí 2008.
03.11.2008

Villtar rjúpnaskyttur

Nú er sá tími að rjúpnaskyttur halda til heiða í von um að geta borið björg í bú. Ekki eru allar veiðiferðir til fjár, því daglega eru sagðar fréttir af villtum rjúpnaskyttum.
28.10.2008

STYRKJUM LANDSNET - STÖNDUM SAMAN

Framkvændastjórn Landsnets fór í dag yfir tillögur sem bárumst um slagorð vegna þeirrar vinnu sem framundan er í kjölfar viðhorfskönnunar meðal starfsmanna sem kynnt var nýverið.
28.10.2008

Innmötun í fyrsta sinn yfir 2.000 MW

Nýtt met var slegið í raforkuflutningi í gær, 27. október kl. 18:40, þegar innmötun inn á flutningskerfið fór í fyrsta sinn yfir 2.000 MW.
20.10.2008

Öflugur verkefnastjóri

Landsnet óskar eftir að ráða öflugan verkefnastjóra til að stýra verkefnum við hönnun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins.
30.09.2008

Golfmótaröð lokið

Vel heppnað fjölskyldugolfmót Landsnets og jafnframt síðasta golfmót ársins var haldið á Selsvelli á Flúðum sunnudaginn 28. september.
09.09.2008

Útboð RAN-05

Lagning 132 kV háspennustrengja - Tengivirki Rangárvellir - Krossanes Akureyri
29.07.2008

Viðgerð hafin aftur á sæstreng til Eyja

Eins og greint hefur verið frá á þessum vettvangi hefur staðið yfir viðgerð á 33 kV sæstreng, VM2, en strengur þessi er annar tveggja sæstrengja sem liggja frá Rimakoti á Landeyjarsandi til Vestmannaeyja.
24.07.2008

Viðgerð tefst enn á sæstreng til Eyja

Eins og greint hefur verið frá á þessum vettvangi hefur staðið yfir viðgerð á 33 kV sæstreng, VM2, en strengur þessi er annar tveggja sem liggja frá Rimakoti til Vestmannaeyja.
21.07.2008

Viðgerð á sæstreng til Eyja tefst vegna veðurs

Um hádegisbilið í gær, sunnudag, varð strenglagningarskipið Henry P Lading sem notað er til viðgerðar á 33 kV sæstreng til Vestmannaeyja að leita til hafnar í Eyjum þar sem ölduhæð á viðgerðarstað var orðin of mikil.
10.07.2008

Landbætur sunnan Langjökuls hafnar í ár

Frá árinu 2006 hefur Landsnet unnið með Landgræðslu ríkisins að uppgræðslu og stöðvun jarðvegseyðingar í nágrenni háspennulína á afréttinum sunnan Langjökuls.
08.07.2008

Nám starfsfólks með starfi

Á fundi framkvæmdastjórnar Landsnets í morgun var að tillögu forstjóra gerð eftirfarandi samþykkt:
09.06.2008

Bjarni Jónsson kominn til starfa í kerfisstjórn

Bjarni Jónsson rafmagnstæknifræðingur er kominn í hóp starfsmanna LN og mun starfa við framleiðsluvakt í kerfisstjórn. Þrjú síðastliðin ár hefur Bjarni starfað hjá fyrirtækinu Marorku. Bjarni býr í Westurbænum, er KR-ingur, á konu og tvo stráka.  Áhugamálin snúa að sporti og hann kemur til með að verða liðsstyrkur fyrir FC Landsnet í innanhússboltanum. Bjarni á einnig lítið notað golfsett, en GOLAN mun sjá til þess að notkunin verði meiri.

Velkominn Bjarni!

09.06.2008

Landsnet endurbætir varnarbúnað á Vestfjörðum

Undanfarna mánuði hefur verið unnið markvisst að því að koma varnarbúnaði í flutningskerfinu á Vestfjörðum til betra horfs, en mikið mæðir á flutningslínum þar og núverandi varnir, sem Landsnet tók yfir á sínum tíma, afar takmarkaðar.
05.06.2008

Okkar fólk á toppnum

Undanfarnar vikur hafa tveir starfsmanna Landsnets þeir Njörður Ludvigsson og Nils Gústavsson náð þeim árangri að klífa Hvannadalshnjúk – hæsta tind Íslands.
04.06.2008

Vorfundur NordBer haldinn á Íslandi

Mánudaginn 2. júní s.l. var vorfundur NordBer (samvinnuvettvangur raforkuflutningsfyrirtækja og orkustofnana Norðurlandanna varðandi rekstraröryggismál) haldinn í húsakynnum Orkustofnunar. Alls tóku þátt í fundinum 15 aðilar frá öllum Norðurlöndunum og þar af einn frá Orkustofnun og þrír frá Landsneti.
29.05.2008

Hjólað í vinnuna

Landsnet tók þátt í átakinu "Hjólað í vinnuna" dagana 7. - 23. maí.

08.05.2008

Starfsaldursviðurkenningar

Venju samkvæmt hefur þeim starfsmönnum Landsnets sem á s.l. ári náðu merkum áfanga í starfsaldri verið veittur viðurkenningarvottur.
07.04.2008

Viðbætur við Netmála Landsnets

Skilmálasafn Landsnets, Netmáli, samanstendur af 5 stoðum, þ.e.a.s. almennum skilmálum (A), viðskiptaskilmálum (B), rekstrarskilmálum (C), tengiskilmálum (D) og hönnunarskilmálum (E).
07.04.2008

Bilun á Nesjavallalínu 1 á laugardag

Bilun varð á Nesjavallalínu 1 klukkan 16:28 á laugardag. Um einfasa útleysingu var að ræða og samkvæmt fyrstu mælingum úr liðavernd var áætlað að bilunin væri í Nesjavallastrengnum sjálfum.
03.04.2008

Aðalfundur Landsnets hf.

Aðalfundur Landsnets hf. 2008 var haldinn mánudaginn 31. mars s.l. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Lögð var fram ársskýrsla Landsnets um starfsemina árið 2007.
14.03.2008

Tillaga að matsáætlun er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun

Landsnet hf. hefur hafið mat á umhverfisáhrifum byggingu tveggja 220 kV háspennulína frá fyrirhuguðum virkjununum á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum að Bakka við Húsavík. Háspennulínurnar munu liggja um sveitarfélögin Skútustaðahrepp, Aðaldælahrepp, Þingeyjarsveit og Norðurþing, um 60 km leið.
14.03.2008

Tillaga að matsáætlun er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun

Landsnet hf. hefur hafið mat á umhverfisáhrifum byggingu tveggja 220 kV háspennulína frá fyrirhuguðum virkjununum á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum að Bakka við Húsavík. Háspennulínurnar munu liggja um sveitarfélögin Skútustaðahrepp, Aðaldælahrepp, Þingeyjarsveit og Norðurþing, um 60 km leið.
13.03.2008

Kynslóðaskipti í stjórnstöðinni

Breytingar eru í starfsmannaliði kerfisstjónar þar sem tveir starfsmenn, sem starfað hafa lengi hjá Landsvirkjun og síðan Landsneti, láta af störfum vegna aldurs.
04.03.2008

Vinnustaðakeppni Lífshlaupsins hefst í dag

Vinnustaðakeppni Lífshlaupsins hefst í dag, þriðjudag 4. mars og stendur til og með 14. mars. Keppt er í liðum og markmiðið er að fá starfsmenn til þess að hreyfa sig aðeins meira en í og úr vinnu.
15.01.2008

Skipulagður markaður með raforku

Tækifæri eða takmörkun?
Ráðstefna á vegum Landsnets
á Hótel Nordica
mánudaginn 11. febrúar kl. 8.30-12.30

Dagskrá og skráning auglýst síðar.
15.01.2008

Landsnet í fjölmiðlum

Eins og forstjóri Landsnets kom inn á í erindi sínu á fundi með starfsmönnum Landsnets á föstudaginn þá rata málefni Landsnets ótrúlega oft í fjölmiðla og oftar en virðist í fljótu bragði.
02.01.2008

Truflanir í flutningskerfinu vegna óveðurs 30. desember

Hvassviðrið sem gekk yfir landið sunnudaginn 30. desember hafði talsverð áhrif á rekstur flutningskerfis Landsnets. Til að byrja með var veðrið verst á Vesturlandi en gekk síðan austur yfir landið. Kvöldið áður en veðrið skall á voru gerðar ráðstafanir í flutningskerfinu til þess að lágmarka áhrif óveðursins. Þær fólust meðal annars í því að rjúfa byggðalínunuhringin í Blöndustöð, reka kerskála Alcoa Fjarðaáls aðskilinn frá megin-flutningskerfinu og hafa mannskap í viðbragðsstöðu á ákveðnum stöðum.
27.12.2007

Bilun í Sultartangalínu 3

Sultartangalína 3, sem er 220kV flutningslína milli Sultartanga og Brennimels í Hvalfirði, er nú úti vegna bilunar.
19.12.2007

Drög að tillögu að matsáætlun

Landsnet hf. hefur hafið mat á umhverfisáhrifum byggingu tveggja 245 kV háspennulína frá fyrirhuguðum virkjununum á
háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum að Bakka við Húsavík. Háspennulínurnar munu liggja um sveitarfélögin Skútustaðahrepp,
Aðaldælahrepp, Þingeyjarsveit og Norðurþing, um 60 km leið.
14.12.2007

Viðgerð á línum Landsnets er lokið

Eins og sagt var frá í frétt frá Landsneti í gær urðu alvarlegar bilanir á tveimur af línum Landsnets í fyrrinótt þegar einn stálgrindarturn í 220 kV Brennimelslínu 1 í Hvalfirði og tvö trémöstur í 132 kV Geiradalslínu 1 í Saurbæ í Gilsfirði brotnuðu.

04.12.2007

Vel heppnaður kynningarfundur í Vogum

Á fjórða tug gesta mættu á sameiginlegan kynningarfund Landsnets, Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls fyrir íbúa Voga á Vatnsleysuströnd sem fram fór í Tjarnarskóla fimmtudaginn 29. nóvember síðastliðinn.
28.11.2007

ÍBÚAFUNDUR Í VOGUM

Landsnet hf., Hitaveita Suðurnesja hf., og Norðurál ehf. boða til kynningarfundar með íbúum í sveitarfélaginu Vogum fimmtudaginn 29. nóvember kl: 17:30 – 19:00 í Tjarnarsal í Vogum.
13.11.2007

Yfir 1500 MW múrinn

Í gærmorgun náði innmötun inn á flutningskerfið í fyrsta sinn 1500 MW.
18.10.2007

Landsnet tekur lán hjá NIB

Þann 17. október 2007 var undirritaður lánssamningur milli Landsnets og Norræna fjárfestingarbankans (NIB). Um er að ræða lán að jafnvirði 50 milljóna USD til 15 ára.
17.10.2007

Landsnet með kynningu á Orkudeginum

Síðastliðinn fimmtudag, 11. október, var Orkudagur VOR við Verkfræðistofnun HÍ haldinn. Dagskráin hófst kl. 12 með því að tæplega 15 fyrirtæki kynntu sig og starfsemi sína á göngum VR-II við Hjarðarhagann.
15.10.2007

Iðnaðarráðherra heimsækir Landsnet

Í morgun sótti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra Landsnet heim í stjórnstöð Landsnets við Bústaðaveg. Með ráðherra í för var aðstoðarmaður hans, Einar Karl Haraldsson.
12.10.2007

IWAIS ráðstefna í Japan

IWAIS (International Workshop on Atmospheric Icing of Structures) er alþjóðlegur vettvangur þar sem saman koma, annað hvert ár, fulltrúar frá þeim þjóðum sem eiga við hvað mest vandamál að stríða vegna áhleðslu ísingar á mannvirki.
04.10.2007

Fjölsóttur fundur um kerfisstjórnun

Um 60 manns frá 13 fyrirtækjum sóttu upplýsinga- og umræðufund um kerfisstjórnun og samskipti rekstraraðila sem haldinn var 2. október s.l. í stjórnstöð Landsnets við Bústaðaveg.
01.10.2007

Vel heppnað fjölskyldumót í golfi

Hið árlega fjölskyldumót Landsnets og jafnframt síðasta golfmót ársins á vegum Golan (Golfklúbbur Landsnets) var haldið á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal, sunnudaginn 30. september. Var mótið einstaklega vel heppnað og lék veðrið við Goluna.
26.09.2007

Landsnet styrkir Kolviðarsjóð

Stjórn Landsnets ákvað fyrir nokkru að styrkja Kolviðarsjóð um 3 mkr., sem kemur til greiðslu á næstu þremur árum. Mun styrkurinn fara til uppgræðslu skógræktarlands að Geitasandi á Rangárvöllum á Suðurlandi.
25.09.2007

Nýr starfsmaður í kerfisstjórn

Árni Baldur Möller hóf störf við kerfisstjórnun hjá Landsneti þann 17. september síðastliðinn og mun starfa á framleiðsluvakt.

Árni Baldur er rafmagnsverkfræðingur að mennt. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands vorið 2002. Hann lauk B.Sc.-námi í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands haustið 2005 og M.Sc. námi lauk hann við Danmarks Tekniske Universitet í september 2007.

Árni Baldur vann sem sumarstarfsmaður í kerfisstjórn Landsnets sumrin 2005 og 2006.

Árni Baldur er 25 ára gamall og á von á sínu fyrsta barni á næstunni með sambýliskonu sinni Hildi Freysdóttur.

Við bjóðum Árna velkominn til starfa
24.09.2007

Orkuveita Reykjavíkur nýr hluthafi í Landsneti hf.

Á hluthafafundi í Landsneti hf. sem haldinn var 24. september 2007 var stjórn félagsins heimilað að hækka hlutafé félagsins um kr. 400.000.000,-. með útgáfu nýrra hluta til Orkuveitu Reykjavíkur gegn því að Orkuveita Reykjavíkur leggi tilteknar eignir inn í Landsnet hf.
10.09.2007

Prófanir á Hryggstekk

Prófanir á launaflsvirki á Hryggstekk hafa legið niðri eftir að bilun varð í teinrofa fyrr í sumar, en verktaki hefur unnið að greiningu orsaka bilunarinnar.
31.08.2007

Orkuveitan eignast hlut í Landsneti hf.

Í dag skrifuðu forstjórar Orkuveitu Reykjavíkur og Landsnets hf. undir samning um kaup Landsnets á flutningsvirkjum í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið er 1,3 milljarðar króna og greiðir Landsnet fyrir raforkuvirkin í hlutafé og reiðufé.
29.08.2007

Raforkuspá

Raforkuhópur orkuspárnefndar hefur gefið út endurreiknaða raforkuspá.

08.06.2007

Samstarf Landsnets hf. og Stofnunar Sæmundar fróða

Samstarf Háskóla Íslands og atvinnulífsins eykst dag frá degi. Föstudaginn 8.júní 2007 var undirritaður samningur milli Landsnets h.f. og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands.
29.05.2007

Stillum saman strengi - úr 3.6 í 3.9

Til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu er lykilatriði að þekkja viðskiptavini sína og vita hverskonar þjónusta er þeim mikilvæg. Síðan þarf stöðugt að vera að huga að því hvort fyrirtækið standist kröfur viðskiptavina sinna með því að veita þeim þá þjónustu sem þeir sækjast eftir.
15.05.2007

Útleysing á Suðurnesjalínu og Reykjanesvirkjun

Þann 14.05.2007 kl. 16:11 leysti varnarbúnaður í tengivirki við Reykjanesvirkjun út einn fasa á flutningslínu (RM1) frá virkjuninni. Í kjölfarið leysti varnarbúnaður í tengivirkinu við Hamranes í Hafnarfirði út Suðurnesjalínu (SN1) vegna ójafnvægis í flutningskerfinu og þar með varð straumlaust á Suðurnesjum. Rafmagn var aftur komið á innan 20 mínútna.
10.05.2007

Jafnlaunavottun Landsnets

Landsnet hefur farið formlega fram á það að jafnlaunastefna fyrirtækisins verði vottuð.
09.05.2007

Zinkmengun líkleg skýring á gróðurskemmdum

Fyrstu niðurstöður efnagreininga á gamburmosa benda til þess að veðrun á galvaniseringu sé megin ástæða staðbundinna gróðurskemmda við háspennumöstur á Búrfellslínu 3B.
08.05.2007

Rekstrartruflun á Austurlandi

Föstudaginn 4. maí, um kl. 15:20, varð rekstrartruflun í raforkukerfinu, þegar hluti tengivirkis í Fljótsdal leysti út og olli straumleysi hjá Fjarðaáli á Reyðarfirði.
18.04.2007

Fréttatilkynning

Í framhaldi af frétt Stöðvar 2 um gróðurskemmdir við háspennumöstur á leið Búrfellslínu 3B óskar Landsnet eftir að fram komi að ábendingar um þessar gróðurskemmdir eru tilkomnar vegna rannsókna á vegum Landsnets á svæðinu í kringum Búrfellslínu 3B. Umrædd rannsókn fór fram í tengslum við umhverfismat háspennulína frá Hellisheiði að Straumsvík og Geithálsi.

16.04.2007

Raforkunotkun ársins 2006

Aukning almennrar raforkunotkunar var 4.8% en aukning stóriðjunotkunar nam 20.7% frá fyrra ári.
11.04.2007

Viðurkenning til forstjóra Landsnets

Landsnet hefur um nokkurra á skeið tekið þátt í alþjóðlegri samanburðargreiningu á starfsemi raforkuflutningsfyrirtækja, en 28 fyrirtæki taka þátt í þessu samstarfi sem nefnist ITOMS (International Transmission Operations & Maintenance Systems).
30.03.2007

Minningarorð

Jóhannes Björnsson
5. apríl 1934 – 24. mars 2007
29.03.2007

Tímabundnar spennubreytingar á Austurlandi

Vegna spennusetningar og prófana á rafbúnaði í Fljótsdalsstöð og hjá Fjarðaáli má búast við tíðari spennubreytingum á Austurlandi en venja er á meðan prófunum stendur.
28.03.2007

Flutningar hjá Landsneti

Um næstu mánaðarmót verða tímamót hjá mörgum starfsmönnum Landsnets. Þá verður stór hluti af Hesthálsi 14 afhentur nýjum eigendum og starfsmenn að Hesthálsi munu flytja á nýja vinnustaði.
26.03.2007

Að fjárfesta í ánægðara starfsfólki

Þórður Guðmundsson skrifar um starfsmannaþjónustu: "Það er enginn efi að fjárfesting Landsnets í heilsueflingu og ráðgjöf við starfsmenn mun skila sér margfalt með ánægðara og hraustara starfsfólki."
23.03.2007

Sex vikur í vottunarúttekt!

Vottunarúttekt gæðakerfis Landsnets nálgast óðum, sem betur fer! Nú eru um sex vikur í úttektardagana, sem verða vikuna 7-11. maí, eins og kynnt hefur verið.
Það er því tímabært fyrir starfsmenn að hefja lokaundirbúning fyrir vottunina, sem verður framkvæmd af Vottun hf..
23.03.2007

Aðalfundur Landsnets hf.

Aðalfundur Landsnets hf. var haldinn fimmtudaginn 22. mars s.l. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Lögð var fram ársskýrsla Landsnets um starfsemina árið 2006.
15.03.2007

Snjóflóð féll á 66 kV Bolungarvíkurlínu 2

Þriðjudaginn 13. mars s.l., kl: 20:36, féll snjóflóð á 66 kV Bolungarvíkurlínu 2 (BV2) úr Bakkaskriðugili fyrir innan Hnífsdal. Lína þessi er í eigu Landsnets og liggur milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.
14.03.2007

Japanir læra af Íslendingum

Þann 8. mars síðastliðinn fékk Landsnet, fulltrúa japanska fyrirtækisins Tokyo Electric Power Company (TEPCO) í heimsókn. Tilgangur heimsóknarinnar var að afla upplýsinga um rannsóknir Íslendinga varðandi ísingar- og vindálag á háspennulínur.
12.03.2007

Úrbætur í stöðugleikamálum á byggðalínunni

Dagana 22. – 29. janúar síðastliðinn voru hér á landi tveir sérfræðingar í raforkukerfum, þeir Ph.d. Robert Maclaren og Ph.d. Douglas Wilson. Voru þeir hér á vegum fyrirtækisins Psymetrix sem hefur undanfarið verið að vinna í verkefni tengt stöðugleika byggðalínunnar fyrir Landsnet í samvinnu við Landsvirkjun.
08.03.2007

Vottun 7. -11. maí. Verið viðbúin!

Undanfarin misseri hefur staðið yfir undirbúningur undir vottun gæðakerfis Landsnets, eins og starfsmenn hafa vonandi allir orðið varir við. Nú eru því um tveir mánuðir í vottunina og þann tíma verða starfsmenn að nýta vel til þess að gera fyrirtækið klárt fyrir úttektina.
28.02.2007

Gylfaflöt 9 – nýtt aðsetur Landsnets

Gylfaflöt 9 hefur verið afhent Landsneti að hluta. Nokkur hluti hússins er enn í útleigu þannig að framkvæmdir við breytingar verða unnar í áföngum.
09.02.2007

Rammasamningar Landsnets

Eins og starfsmönnum er ljóst er unnið að því innan Landsnets að innleiða gæðastjórnun í samræmi við ISO 9001:2000 og stefnt er að vottun í maímánuði.
25.01.2007

Njörður okkar Evrópumeistari í badminton

Starfsmaður Landsnets Njörður Ludvigsson náði þeim frábæra árangri að verða Evrópumeistari B-þjóða í badminton um síðustu helgi með sigri á Írlandi í spennandi úrslitaleik.
28.12.2006

Fréttir af Landsneti um jól

Nú síðustu dagana í desember er víða unnið við flutningsvirki Landsnets bæði við nýbyggingar og við lagfæringar á því sem aflaga hefur farið í veðri og vindum. Þetta hefur borið hæst.
21.12.2006

Jólakveðja frá forstjóra

Ár er senn að baki, jólin eru framundan með öllu sínu ánægjulega amstri og gleði. Von mín er sú að þið eigið öll ánægjulega daga framundan með ykkar nánustu þar sem jólagleðin er í öndvegi.
21.12.2006

Verktakafyrirtækið ekki stofnað

Á haustmánuðum ákváðu forstjórar Landsnets, Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða að gera hagkvæmniúttekt á hagkvæmasta fyrirkomulagi samstarfs fyrirtækjanna varðandi rekstur og viðhald flutnings- og dreifikerfa í eigu fyrirtækjanna.
19.12.2006

Landsnet styrkir Einstök börn og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

Landsnet hefur ákveðið að styrkja Einstök börn og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur til þeirra verkefna sem þessi samtök sinna. Um er að ræða samtök sem hafa mikilvægum hlutverkum að gegna í íslensku samfélagi og hafa áunnið sér aðdáun og virðingu vegna verka sinna.
15.12.2006

Kosið um einkennisorð

Á ársfjórðungsfundi Landsnets sem fram fór í dag var m.a. kosið um einkennisorð fyrir Landsnet.
13.12.2006

Mesti flutningur í kerfi Landsnets frá upphafi

Þann 20. nóvember s.l. klukkan 19:00 mældist flutningur inn á kerfi Landsnets 1350,9 MW. Áður hefur flutningur ekki mælst svo mikill en á síðasta ári var mesti flutningur til samanburðar 1121 MW.
04.12.2006

Viðgerð lokið á Mjólkárlínu

Um leið og veður fór að ganga niður seinni part föstudags tókst starfsmönnum Landsnets að fyrirbyggja frekari truflanir af völdum titringsdeyfa (dempara) í stæðu nr. 478 á Þingmannaheiði.
01.12.2006

Bilun á 132 kV Mjólkárlínu 1

Miðvikudaginn 29.11.2006 kl:10:39 leysti Mjólkárlína 1 út. Innsetning á línunni var reynd í tvígang en án árangurs.
27.11.2006

Banaslys við Kröflulínu 2 á Teigsbjargi

Um kl. 10 á laugardagsmorguninn varð alvarlegt vinnuslys á Teigsbjargi ofan við tengivirkishúsið í Fljótsdal, þar sem verið er að breyta Kröflulínu 2 vegna Kárahnjúkavirkjunar.
23.11.2006

Véltæknifræðingur

Landsnet hf. leitar að véltæknifræðingi til starfa á netrekstrardeild fjár- og eignasýslusviðs og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
22.11.2006

Lokað á MSN netspjall

Vegna tölvuveiru sem dreifir sér með Windows Messenger netspjalli hefur verið ákveðið að loka fyrir samskipti með þessum hugbúnaði þar til fundin hefur verið leið til að komast hjá veirusmiti af þessu tagi.


20.11.2006

Úrvinnsla athugasemda undanfarnar 10 vikur

Meðfylgjandi er yfirlit sem sýnir stöðu úrbótaverka í tilkynnningargrunni sem stofnuð hafa verið í kjölfar innri úttekta.
Undanfarnar 10 vikur hefur aðeins verið lokið við 14 úrbótaverkefni, en 59 úrbótaverkefni frá árinu 2006 og sextán frá árinu 2005 er ennþá ólokið.
20.11.2006

Endurnýjun samninga við Forvarnir

Eins og starfsönnum er kunnugt hefur verið almenn ánægja með starfsemi og þá þjónustu sem Forvarnir veita starfsfólki Landsnets.

17.11.2006

Landsnetskonur á Austurlandi

Hjá Landsneti vinna nú 12 konur en heildarfjöldi starfsmanna er 75. Níu af þessum konum fóru í þessari viku tveggja daga kynnisferð um Austurland.

13.11.2006

Truflun á Suðurnesjalínu 1

Laugardaginn 11. nóvember kl. 17:34 varð útleysing á Suðurnesjalínu 1, sem er 132 kV lína sem liggur á milli Hamraness og Fitja.
13.11.2006

Löskuð stæða í Kröflulínu 2

Föstudaginn 10. nóvember kl. 16:45 bárust upplýsingar til Netreksturs Landsnets um laskaða stæðu í Kröflulínu 2 nokkru austan við svokallað Vegaskarð á Möðrudalsöræfum.
23.10.2006

Góð íþrótt - gulli betri

Innanhússfótbolti STALA

Góður hópur æfir innanhússfótbolta undir merkjum STALA einu sinni í viku frá september til maí ár hvert. Æfingar fara fram í íþróttahúsi Verzlunarskóla Íslands og hefur það verið svo og lengur en elstu menn muna. 
23.10.2006

Landsnet og Alcoa undirrita viljayfirlýsingu

Mánudaginn 16. október undirritaði Landsnet og ALCOA viljayfirlýsingu um undirbúning framkvæmda og mats á umhverfisáhrifum vegna flutnings raforku frá virkjunum á Norðurlandi til hugsanlegs álvers við Húsavík.
23.10.2006

Ný fjarskiptatækni í orkustjórnkerfi Landsnets

Um nokkurt skeið hefur verið leitað leiða við að styrkja fjarskipti við starfsstöðvar í flutningskerfi Landsnets. Bæði hefur verið unnið að netvæðingu tengivirkja (tölvunet) og þróun fjarskiptalausna fyrir stýringu og vöktun í orkustjórnkerfinu (OSK).
20.10.2006

Samstarf Landsnets og Forvarna ehf.

Samstarf Landsnets og Forvarna ehf. heldur áfram í vetur. Samstarfið felur í sér fræðslu fyrir starfsmenn um forvarnir gegn streitu og einkaviðtöl. Landsnet er eina fyrirtækið á landinu sem býður starfsmönnum sínum upp á slíka heilbrigðiseflingu og er mjög ánægt með samstarfið og nýtingu starfsmanna á þjónustu Forvarna það sem af er samningstímanum.
05.10.2006

Landsnet kaupir Gylfaflöt 9

Landsnet hefur undirritað samning um kaup á Gylfaflöt 9 í Grafarvogi fyrir alla starfsemi Landsnets.
04.10.2006

Heimsókn frá Eistlandi

Dagana 2. og 3. október var hér á landi í heimsókn hjá Landsneti sendinefnd frá fyrirtækinu Eesti Energia/Öu Pöhivörk í Eistlandi en það fyrirtæki hefur á hendi hliðstæða starfsemi og Landsnet hefur hér á landi.
27.09.2006

Viðtökuprófunum á uppfærðu orkustjórnkerfi lokið

Í gær, þriðjudaginn 26. september 2006, lauk formlegum viðtökuprófunum á nýrri uppfærslu á orkustjórnkerfi Landsnets (OSK). Uppfærslan felur í sér verulegar breytingar á notendaviðmóti vaktmanna í stjórnstöð, samskiptabúnaði við tengivirki og aflstöðvar og gagnasöfnun í OSK.
27.09.2006

FJÖLSKYLDUGOLFMÓT LANDSNETS

Fjölskyldugolfmót Landsnets verður haldið á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal laugardaginn 30. september n.k.
25.09.2006

Sigurður og Nils meistarar í golfi

Þriðja og jafnframt síðasta golfmótið í mótaröð Landsnets var haldið föstudaginn 22. september sl. á Keilisvellinum í Hafnarfirði. Skilyrði til golfiðkunnar voru með því besta sem getur orðið, völlurinn glæsilegur og veðrið frábært. Þátttakendur að þessu sinni voru 11.

21.09.2006

Ársfjórðungsfundur Landsnets

Ársfjórðungsfundur á Landsneti verður haldinn föstudaginn 29. september n.k. á Nordica hóteli - sal F - G á 2. hæð í húsinu. Fundurinn hefst kl. 08:30 og eru fundarlok áætluð um kl. 11:30. Til fundarins eru boðaðir allir starfsmenn Landsnets.
18.09.2006

Annar dagur í golfmóti Landsnets var á föstudaginn í Grafarholti

Annar dagur í golfmóti Landsnets var haldinn föstudaginn 15. september í Grafarholti eða Grabba eins og heimalingar kalla völlinn. Mótið átti að fara fram á Hellu, en vegna óhagstæðs veðurs þar var ákveðið að færa mótshaldið í Grafarholtið. Skilyrði voru mun hagstæðari í Grafarholtinu og fór mótið vel og drengilega fram í afar skemmtilegum félagsskap. Þátttakendur á þessum öðrum degi mótaraðarinnar voru 10 talsins.
14.09.2006

Úrvinnsla athugasemda úr innri úttektum - vika 37

Óloknum úrbótaverkefnum vegna innri úttekta á verkferlum fyrirtækisins hefur fjölgað talsvert í sumar, enda hafa einhverjar innri úttektir átt sér stað frá síðasta yfirliti og lítið hefur gengið í af afgreiða þau verkefni sem þegar voru skilgreind.
Nú eru 78 úrbótaverkefnum ólokið, þar af eru 24 úrbótaverk frá því í fyrra.
14.08.2006

Meistaramót Landsnets er hafið

Fyrsti hluti meistaramóts Landsnets í golfi hófst föstudaginn 11. ágúst s.l. Leikið var á Korpuvelli. Alls skráðu 9 keppendur sig til leiks. Forstjóri Landsnets Þórður Guðmundsson sló upphafshögg keppninnar - en bæði upphafshöggið sem og keppnin öll þótti takast með afbrigðum vel. Alls verða leiknar 3x18 holur á 3 dögum en eftir fyrsta daginn leiðir Sigurður Sigurðsson með öruggu forskoti. Nándarverðlaun hlutu Ársæll, Gunnar, Ómar, Sigurður og Þorgeir. Áformað er að næsti spiladagur verði seinna í sumar á Strandarvelli við Hellu.
Sjá nánar úrslit í meðfylgjandi töflu (PDF skjal) sem og myndaseríu á drifi: P:\Golan\Korpan-11.08.2006
31.07.2006

Útboð AYP-02

Akureyri - Fljótsdalur
Tenging ljósleiðara
31.07.2006

Útboð AYP-01

Akureyri - Fljótsdalur
Lagning ljósleiðara
04.07.2006

Slys hjá verktaka Landsnets

Línuhönnun upplýsti Landsnet áðan um að slys hefði átt sér stað nú fyrir hádegi í verki sem Línuhönnun er að vinna fyrir Landsnet.
28.06.2006

Frammistöðuskýrsla Landsnets hf fyrir árið 2005

Samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003 fer Landsnet h.f. með kerfisstjórnun flutningskerfisins, en um síðustu áramót yfirtók fyrirtækið flutningsvirki Landsvirkjunar, Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða.
26.06.2006

Kaup á fjarskiptaþjónustu

Þann 21. júní s.l. skrifaði Landsnet undir samning við Fjarska um kaup á fjarskiptaþjónustu vegna stjórnunar og reksturs flutningskerfisins til næstu 5 ára.
23.06.2006

Frétt frá STALA

Kæru félagar STALA !

Nú á föstudaginn 23. júní átti að leigja fyrsta félagsmanni STALA nýja orlofshúsið okkar á Strönd en því miður þá getur það ekki orðið vegan mikilla tafa verktakans og vegna annara þátta.
07.06.2006

Strengurinn milli Hryggstekks og Stuðla er slitinn

Strengurinn milli Hryggstekks og Stuðla sem leysti út í gær er slitinn á öllum fösum við Hallsteinsvarp í Hallsteinsdal. Vegna framkvæmda á svæðinu var fyrir slysni grafið í strenginn.
31.05.2006

Ágætu starfsmenn!

Eins og áður hefur verið tilkynnt þá hefur stjórn fyrirtækisins ákveðið að nýjar höfuðstöðvar Landsnets verði á Bústaðaveginum og er stefnt að því að húsnæðið verði tilbúið í lok árs 2007 ef áætlanir sem eru á frumstigi ganga eftir.
26.05.2006

Höfuðstöðvar Landsnets

Á undanförnum mánuðum hefur verið til umræðu hvar staðsetja skuli höfuðstöðvar Landsnets.
04.05.2006

Þjálfun á uppfært orkustjórnkerfi

Undanfarna daga hefur staðið yfir námskeið í notkun “Genesys” hugbúnaðarins, sem verður í uppfærðu orkustjórnkerfisumhverfi. Hugbúnaður þessi kemur með nýrri uppfærslu á OSK, sem byrjað verður að setja inn upp úr miðjum maí.
04.05.2006

Einkaviðtöl hjá Forvörnum

Minnum starfsfólk Landsnets á að nýta sér rétt sinn til að fá einkaviðtöl við starfsfólk Forvarna ehf.
27.04.2006

Engin tilboð bárust

Engin tilboð höfðu borist í leiðara til nota við breytingar á Kröflulínu 2 skv. útboðsgögnum “KR2 – 30, Conductors” þegar opna átti tilboðin kl 14:00 þriðjudaginn 25. apríl s.l. Um var að ræða samtals um 77,1 km af leiðara af ýmsum gerðum.
27.04.2006

Framkvæmdum við Fljótsdalslínur 3 og 4 miðar vel

Umfangsmesta og kostnaðarsamasta verkefni sem Landsnet hf. hefur ráðist í til þessa er bygging Fljótsdalslína 3 og 4 og aðrar framkvæmdir sem tengjast flutningi raforku frá orkuverinu í Kárahnjúkum að álbræðslu Fjarðaáls í Reyðarfirði. Heildarfjárfesting Landsnets vegna verksins er áætluð 8,2 milljarðar króna. Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarin misseri og miðar þeim í heild samkvæmt áætlun.
24.04.2006

Landsvirkjun, Landsnet og RARIK gera samstarfssamning við Landsbjörgu.

Um nokkurt skeið hafa Landsvirkjun, Landsnet og RARIK átt í viðræðum við Landsbjörgu um samstarf á sviði þjálfunar og aðstoðar í vá og við ýmis verkefni til að tryggja eins vel og kostur er truflunarlausa raforkuafhendingu ef vá bæri að höndum. Þetta er gert í ljósi þess að raforkufyrirtækin hafa mikla samfélagslega ábyrgð hvað framleiðslu og afhendingu á raforku varðar.
21.04.2006

Yfirlit yfir úrvinnslu innri úttekta vika 16

Samtals er enn ólokið 28 athugasemdum/útbótaverkefnum sem þurfti að vinna í kjölfar síðustu innri úttektarlotu.
Flestar úttektirnar voru á tímabilinu frá sept. - des. á síðasta ári, þannig að þessi úrbótaverkefni eru ekki ný af nálinni.
Tólf athugasemdum frá úttektarlotu sem byrjaði í mars síðastliðnum er ólokið.
Frá því fyrir 1/2 mánuði (þegar síðasta yfirlit var birt) hefur verið lokið við 4 úrbótaverkefni.03.04.2006

Sultartangalína 3 – los á spörrum

Komið hefur í ljós galli í Sultartangalínu 3, nýju línunni frá Sultartanga í Brennimel, sem lýsir sér þannig að losnað hefur um sparra sem notaðir eru til að halda saman leiðurum línunnar.
28.03.2006

Starfsaldursviðurkenningar

Á þessu ári hafa farið fram starfsaldursviðurkenningar til ellefu starfsmanna Landsnets. Með starfsaldri er átt við samanlagðan starfsaldur hjá Landsneti og hjá Landsvirkjun.
24.03.2006

Útboð KR2-30 Leiðarar

Landsnet hf. óskar eftir tilboðum í leiðara fyrir háspennulínur í samræmi við útboðsgögn
KR2-30, "Conductors".
24.03.2006

Yfirlit yfir úrvinnslu innri úttekta

Samtals er enn ólokið 46 athugasemdum/útbótaverkefnum sem þurfti að vinna í kjölfar síðustu innri úttektarlotu. Flestar úttektirnar voru á tímabilinu frá sept. - des. á síðasta ári, þannig að þessi úrbótaverkefni eru ekki ný á nálinni.
20.03.2006

Vignir Örn Sigþórsson er nýr starfsmaður hjá Landsneti


Vignir Örn Sigþórsson hóf störf hjá Landsneti 15. mars sem verkfræðingur á flutningsvakt Kerfisstjórnunar.

Vignir er um þessar mundir að ljúka MSc.-prófi í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) af sterkstraumsdeild og fjallar lokaverkefni hans um áhrif jarðbindingar á skammhlaupsafl í aðveitustöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Vignir lauk prófi í rafmagnstæknifræði frá Ingeniörhojskolen Odense Teknikum (IOT) 2004, sem stærkströmsingeniör.

Vignir er giftur Guðbjörgu Birnu Jónsdóttur og eiga þau soninn Jökul Örn, sem er 3 vikna.

Flutningsvakt Kerfisstjórnunar sér um stýringu og gæslu flutningskerfisins, sem felst meðal annars í stýringu á spennu, aðgerðarstjórnun og kerfisuppbyggingu eftir rekstrartruflanir og miðar þannig að því að tryggja viðskiptavinum fullnægjandi gæði á afhendingu
10.03.2006

Staða á úrvinnslu vegna innri úttekta, föstudaginn 10/03/06.

Á framkvæmdastjórnarfundi 3. mars 2006 var ákveðið að yfirlit um stöðu úr tilkynningargrunni yrði birt vikulega. Tilgangurinn er að hvetja einstaka starfseiningar til þess að ljúka úrvinnslu þeirra athugasemda sem upp komu í innri úttektum, en þær fóru fram á tímabilinu september til byrjun janúar sl.

Innri úttektir eru að fara af stað aftur, og því er mikilvægt að verkefni sem tengjast fyrri úttektum sé lokið áður en nýjar úttektir fara fram.
23.02.2006

Námsferð til AREVA

Þann 29. janúar s.l. var farin ferð á vegum Landsnets til Frakklands og Swiss í þeim tilgangi að þjálfa nokkra starfsmenn Landsnets í meðhöndlun og umgengi á þeim rofabúnaði sem verður settur upp bæði á Kolviðarhóli og í Fljótsdal.
16.02.2006

Ríflega sex milljarða króna línulögn lokið:

Framkvæmdum við fyrsta stóra nýbyggingarverkefni Landsnets, Sultartangalínu 3 og aðliggjandi tengivirki vegna stækkunar álvers Norðuráls í Hvalfirði, er farsællega lokið um einu og hálfu ári eftir að verklegar framkvæmdir hófust. Með Sultartangalínu 3 er stigið stórt skref til framtíðar sem tryggir iðnaðarsvæðið á Grundartanga í sessi sem afhendingarstað raforku til stórnotenda. Tilkoma Sultartangalínu 3 eykur einnig afhendingaröryggi allra raforkunotenda á suðvesturhorni landsins því línan styrkir verulega hringtengingu höfuðborgarsvæðisins og Hvalfjarðar við Þjórsársvæðið.
20.01.2006

Heimsókn frá ESB á Írlandi

Þann 18. janúar síðastliðinn komu fjórir starfsmenn frá kerfisstjórn ESB á Írlandi í heimsókn í stjórnstöð Landsnets.
18.01.2006

Uppfærsla orkustjórnkerfis

Nýlega var gerður samningur við AREVA T&D í Frakklandi um uppfærslu á hugbúnaði í orkustjórnkerfi Landsnets. Upphæð samningsins er rétt rúmlega 50 milljónir króna, en ráðgert er að uppfærslunni verði lokið í júlí mánuði á þessu ári.
18.01.2006

Breytingar á bókhaldi Landsnets

Mánudaginn 16. jan. var haldinn kynningarfundur um þær breytingar, sem ákveðið hefur verið að gera á bókhaldi Landsnets.
03.01.2006

Eftirlit með framkvæmdum á Sandafelli og Brennimel

Netrekstur hefur séð um eftirlit með uppsetningu búnaðar við framkvæmdir á Sandafelli við Sultartanga og Brennimel vegna stækkunar 245 kV tengivirkjanna þar fyrir orkuflutningsdeild verkfræði- og framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Nauðsynlegt er að stækka bæði þessi virki vegna tengingar Sultartangalínu 3.
30.12.2005

Starfslok – Dagur Georgsson í stjórnstöð

Í dag, 30. desember 2005, er síðasti starfsdagur Dags Georgssonar hjá Landsneti, en hann hverfur nú á braut nýrra ævintýra og verkefna hjá Landsvirkjun. Dagur kemur til með að takast á við Kárahnjúkaverkefnið og mun því væntanleg þurfa að dvelja langdvölum austur á landi.
30.12.2005

Sjálfvirkar gagnasendingar um vefsetur Landsnets

Það hefur verið stefna Landsnets að sem mest af gagnasamskiptum og upplýsingagjöf til og frá fyrirtækinu til aðila raforkumarkaðarins fari um vefkerfi þess. Þessi háttur minnkar allt umstang vegna gagnasamskipta og auðveldar yfirsýn yfir samskipti við þessa aðila.
30.12.2005

Gjaldskrá Landsnets fyrir flutning raforku á árinu 2006

Á grundvelli ákvörðunar Orkustofnunar um tekjumörk fyrir starfsemi Landnets á árinu 2006 hefur stjórn Landsnets samþykkt nýja gjaldskrá sem felur í sér að kostnaðarauki dreifiveitna verði að meðaltali 3,5% og að kostnaðarauki til stórnotenda verði að meðaltali 1%.
29.12.2005

Fréttatilkynning frá Iðnaðarráðuneyti

Opinn rafmagnsmarkaður

Rafmagn á Íslandi verður selt á samkeppnismarkaði frá og með 1. janúar 2006 í samræmi við lög sem Alþingi samþykkti í mars 2003 um vinnslu, flutning, dreifingu og viðskipti með raforku. Allir stærri notendur, það er að segja þeir sem nota 100 kW afl eða meira, gátu valið sér raforkusala frá og með 1. janúar 2005. Aðrir landsmenn öðlast þetta sama viðskiptafrelsi núna á nýársdag og geta þá samið um rafmagnskaup af þeim sem þeir kjósa helst.
28.12.2005

Landsnet kaupir flutningsvirki af Hitaveitu Suðurnesja

Þann 28. desember 2005 undirrituðu Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja samkomulag um kaup Landsnets á 132 kV háspennulínu sem liggur frá aðveitustöð Landsnets við Hamranes, sunnan Hafnarfjarðar að aðveitustöð Hitaveitu Suðurnesja við Öldugötu í Hafnarfirði.
20.12.2005

Forstjórinn í þjálfunarherminum

Nú er nýlokið þjálfunartímabili vaktmanna og bakvaktarmanna. Allir vaktmenn fóru á þriggja daga námskeið í stýringu á orkukerfinu. Þar voru æfð viðbrögð við ýmsum rekstrartruflunum.
20.12.2005

Jólin koma!

Senn er fyrsta starfsár Landsnets að baki. Það er undarleg tilfinning þegar hugsað er til baka til síðustu áramóta hversu vel starfsemin hefur gengið, einkum þegar haft er í huga hve breytingarnar eru miklar víða í starfseminni.
20.12.2005

Styrkir í stað jólakorta

Landsnet hefur ákveðið að senda einungis út rafræn jólakort í ár og styrkja þess í stað Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar vegna jarðskjálftanna í Pakistan.
20.12.2005

Efni í Fljótsdalslínur streymir til landsins

Landsnet hefur tekið á leigu landsvæði fyrir lager fyrir botni Reyðarfjarðar en svæðinu fylgir einnig stór skemma. Svæði þetta og skemman eru notuð fyrir efni í Fljótsdalslínur 3&4 sem undanfarið hefur streymt til landsins.
08.12.2005

Truflun á vefsetri Landsnets

Vegna þjónustu- og viðhaldsstarfa á vefsetri Landsnets (ytra og innra neti) má gera ráð fyrir truflun á rekstri þess milli kl. 17:00 og 19:00 fimmtudaginn 8. desember 2005.

Beðist er velvirðingar á óþægindum, sem kunna að hljótast vegna þessa.
30.11.2005

Skýrsla um þróun raforkumála lögð fyrir Alþingi

Ítarleg skýrsla um þróun raforkumála á Íslandi hefur verið lögð fram á Alþingi, í samræmi við ákvæði nýrra raforkulaga um að iðnaðarráðherra skuli á tveggja ára fresti leggja fyrir löggjafarsamkomuna skýrslu um þróun raforkumála hér á landi. Er skýrslan unnin í samvinnu við sérfræðinga frá Orkustofnun, Landsneti og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands en iðnaðarráðuneytið hafði yfirumsjón með ritstjórn og gerð hennar.
28.11.2005

Landsnetsvefurinn á ensku

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð enskrar þýðingar af vefsíðum Landsnets. Rafhönnun verkfræðistofa þýddi texta yfir á ensku, en starfshópur Landsnets um heimasíðuna annaðist prófarkalestur. Eskill ráðgjafarfyrirtæki sá um útlitshönnun og aðra tæknilega útfærslu á vefsíðunum.
28.11.2005

Rekstrartruflun í Búrfelli 27. nóv. 2005

Truflun varð í Búrfelli sunnudaginn 27. nóvember kl: 9:05. Þá leystu út spennir 2 og vél 3, sem tengist spenninum. Vél 4, sem er á sama spenni, var úti. Í ljós hefur komið að tengingar eins fasa spennisins hafa bilað. Spenna féll í skamma stund í trufluninni. Framleiðsla hjá stóriðju raskaðist og búnaður hjá viðskiptavinum datt út.
24.11.2005

Landsnet vill stofna til skyndimarkaðs með raforku á Íslandi og tengjast norrænu kauphöllinni með raforku um Netið

Það þarf að auka samkeppni í framleiðslu rafmagns, tryggja aðgang nýrra orkuframleiðenda, koma á skyndimarkaði með mögulegri þátttöku framleiðenda og notenda til að tryggja að vel takist við uppbyggingu opins raforkumarkaðs á Íslandi. Jafnframt þarf að tryggja viðunandi arðsemi til að viðhalda öryggi og uppbyggingu orkuflutningskerfisins.
21.11.2005

Skilaboðaþjónusta

Að undanförnu hefur verið unnið að gerð nýrrar þjónustu á viðskiptavef Landsnets.

Viðskiptavinir og hagsmunaaðilar geta nú fengið tilkynningar sendar til sín í formi tölvupósts og/eða SMS skilaboða, þegar atburðir eiga sér stað í raforkuflutningskerfinu. Tilkynningar berast um leið og þær eru skráðar inn á vefsetur Landsnets.
09.11.2005

Ráðstefna um breytingar í orkugeiranum

Frelsi til að velja – opnun íslenska raforkumarkaðarins

Landsnet og Orkustofnun í samvinnu við iðnaðarráðuneytið bjóða til ráðstefnu föstudaginn 18.nóvember kl. 8.30-12.00 á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
03.11.2005

Öryggisstjóri ráðinn til Landsnets

Lúðvík B. Ögmundsson rafmagnstæknifræðingur hefur verið ráðinn á skrifstofu forstjóra Landsnets sem öryggisstjóri frá og með 1. nóvember 2005.
26.10.2005

Athugun á kynjabundnum mun launa hjá Landsneti

Í gær sendi forstjóri þau tilmæli til Jafnréttisnefndar Landsnets að úttekt verði gerð á því hvort kynjabundin munur sé á launum innan fyrirtækisins fyrir starfsfólk í sambærilegum störfum.
17.10.2005

Kvennafrídagur

Mánudaginn 24. október n.k. verður sérstök dagskrá um land allt vegna kvennafrídagsins.
11.10.2005

Staða framkvæmda við Fljótsdalslínur 3 og 4

Framkvæmdir við Fljótsdalslínur 3 og 4 hófust haustið 2004 með slóðagerð. Vinna við línurnar hefur gengið samkvæmt áætlun og eru heildarverklok áætluð í lok september 2006.
04.10.2005

Innleiðing vottaðs gæðakerfis ISO 9001– hvernig gengur?

Undirbúningur vottunar gæðastjórnunarkerfis Landsnets skv. kröfum alþjóðlega staðalsins ISO 9001 hefur nú staðið yfir í marga mánuði eins og starfsmenn vita. Markmið Landsnets er að fyrir árslok fáist úr því skorið með úttekt ytri aðila hvort gæðakerfið uppfylli kröfur staðalsins.
04.10.2005

Ísing á Mjólkárlínu 1 og Ólafsvíkurlínu 1

Þann 27. september 2005 urðu sem kunnugt er talsverðar bilanir á 132 kV Mjólkárlínu 1 (MJ1) á Fellsmúla milli Skálmardals og Vattarfjarðar á Austur-Barðaströnd. Eins og oftast, þegar alvarlegar bilanir verða á loftlínum, var ástæða bilananna mikill vindur samfara ísingu. Sama veður olli jafnframt bilun 66 kV Ólafsvíkurlína 1 (OL1) á Fróðárheiði, en Landsnet leigir þá línu af RARIK.
03.10.2005

Glæsilegt golfmót Landsnets

Sunnudaginn 2. október fór fram golfmót á vegum Landsnets ætlað starfsmönnum og fjölskyldum þeirra.

Mótið fór fram á golfvellinum á Vatnsleysuströnd í misjöfnu en skemmtilegu veðri. Þótti mótið takast mjög vel og var almenn ánægja með framkvæmd þess.
29.09.2005

Viðgerð á Mjólkárlínu gengur vel

Eins og áður hefur verið greint frá á heimasíðunni bilaði Mjókárlína 1 að morgni þriðjudags 27. september. Mjólkárlína 1 er hluti af hinni svo kölluðu Vesturlínu. Stæður 363, 364, 365, 366, 367 og 368 brotnuðu ýmist alveg eða að hluta. Stæður þessar eru allar upp af Vattarfirði. Orsök bilunar var mikil ísing samfara töluverðum vindi.
28.09.2005

Mjólkárlína biluð

Um kl 11 að morgni þriðjudags 27. september bilaði Mjólkárlína 1 sem er hluti af hinni svo kölluðu Vesturlínu. Stæður 363, 364, 365, 366, 367 og 368 brotnuðu ýmist alveg eða að hluta.
27.09.2005

Af Öryggisnefnd Landsnets

Í apríl síðastliðnum ákvað framkvæmdastjórn Landsnets að koma á öryggisnefnd sem færi með yfirumsjón allra þátta öryggis- heilsu- og umhverfismála Landsnets.
27.09.2005

Skyndimarkaður fyrir raforku á Íslandi?

Þegar nýju raforkulögin tóku gildi og opnað var fyrir frjáls viðskipti með rafmagn fyrir stærri notendur var ekki talin ástæða til þess að koma upp opnum tilboðsmarkaði fyrir rafmagn hér á landi.
23.09.2005

Trúnaðarmaður starfsmanna ráðinn

Föstudaginn 23. september skrifaði Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets hf. undir samstarfssamning við Ólaf Þór Ævarsson geðlækni og fyrirtæki hans Forvarnir ehf.
20.09.2005

Vika símenntunarÍ viku símenntunar verður boðið upp á marga áhugaverða fyrirlestra, kynningar og námskeið.
Starfsmenn eru hvattir til að nýta sér þetta að höfðu samráði við yfirmenn.

Sjá nánar dagskrá
13.09.2005

Um 66 kV kerfi Landsnets á Austurlandi

Um síðustu áramót tók Landsnet við fjölda 66 kV lína sem fyrirtækið mun í framtíðinni bera ábyrgð á. Sumar þessara lína eru auk þess tengdar á fleirum en einum stað inn á 132 kV kerfið og mynda því kerfislega heild með því.
07.09.2005

Starfsþróunarnefnd Landsnets

Í vor skipaði forstjóri starfsþróunarnefnd Landsnets. Þessi skipan var gerð í kjölfarið á Nesbúðarfundinum sem haldinn var fyrir nokkru.
26.08.2005

KKS innleiðing í orkustjórnkerfi (OSK) Landsnets

Í sumar hefur verið unnið markvisst að innleiðingu KKS kóðans í gagnagrunna og skjámyndir orkustjórnkerfisins. Nú er vinna þessi á síðustu metrunum og innleiðingunni nánast lokið. Einhverjar smávægilegar lagfæringar eru útistandandi, en frágangsvinna verður framkvæmd á næstu dögum.
19.08.2005

Í sátt við landið

Út er kominn bæklingur á vegum Landsnets hf sem ber heitið "Í sátt við landið". Til stendur að dreifa honum á alla bæi í nágrenni háspennulína Landsnets sem og til annarra hagsmunaaðila.
16.08.2005

Siðareglur Landsnets hf

Á fundi sínum þann 23.07.05 samþykkti stjórn Landsnets tillögu að siðareglum sem forstjóri lagði fram og samdar voru af sérfræðingum á þessu sviði. Reglurnar ná til stjórnarmanna, forstjóra og allra annarra starfsmanna.
02.08.2005

Landsnet, Rarik og Orkubú Vestfjarða undirrita viljayfirlýsingu um stofnun þjónustufyrirtækis

Nýtt rekstrarumhverfi krefst þess að við séum sífellt leitandi að lausnum sem tryggja hagkvæman og öruggan rekstur flutningskerfisins til framtíðar. Í því sambandi er mikilvægt að skoða möguleika þess að stofna þjónustufyrirtæki sem myndi annast alla þjónustu við flutningsvirki, jafnt Landsnets sem annara. Í þessu er örugglega fólgin mikil sóknarfæri til framtíðar.
18.07.2005

Útboð LAG-30 - Tengivirki Lagarfoss (Rofabúnaður)

Landsnet óskar eftir tilboðum í 72,5 kV rofabúnað til uppsetningar innanhúss með tilheyrandi lágspennukerfum, stjórn- og varnarbúnaði ásamt strenglögnum fyrir tengivirki við Lagarfoss í samræmi við útboðsgögn LAG-30.
08.07.2005

Sumarvinna á Hesthálsi 2005

Sumarvinna á Hesthálsi hófst þann 30. maí s.l. og hefur ýmsu verið komið í verk það sem af er sumri. Námskeið hafa verið haldin í réttri líkamsbeitingu, skyndihjálp og samskiptum, svo allir ættu að vera í stakk búnir til að takast á við verkefni sumarsins. Hönnuð hefur verið ný aðstaða á Hesthálsi fyrir vinnuhópana, lagað til í kringum húsið, búin til ný beð, blómum plantað og hinn árlegi sláttur er hafinn.
08.07.2005

Vel heppnuð afmælishátíð við Búrfell

Laugardaginn 2. júlí s.l. var haldin vegleg hátíð í Búrfelli fyrir meðlimi STALA og fjólskyldur þeirra. Allnokkrir starfsmenn Landsnets voru þar mættir með fjölskyldum sínum. Hér á eftir fer frásögn Ragnhildar Vigfúsdóttur af atburðum dagsins.
07.07.2005

Frá forstjóra. Sumarfríin framundan

Ágætu starfsmenn, framundan er tími sumarleyfa og vonandi eigið þið góða tíma í fríinu með fjölskyldum ykkar. Þið hafið unnið til þess að taka ykkur frí eftir annasama tíma í starfseminni frá því að Landsnet var stofnað um áramótin.
04.07.2005

Alþjóðasamtökin Cigré

Cigré (International Council on Large Electric Systems) eru víðtæk alþjóðleg samtök raforkufyrirtækja og taka til flestra þátta er varða rekstur raforkukerfa svo sem tæknimála, fjármála,umhverfismála, skipulagsmála og lagaumhverfis.
01.07.2005

Ný framsetning á heimasíðu Landsnets

Í dag föstudaginn 1. júlí birtist ný framsetning á heimasíðu Landsnets. Hér er fyrst og fremst um að ræða nýtt útlit en einnig er að nokkru leyti um að ræða nýja niðurröðun efnis. Þá er þjónusta við hagsmunaðila á raforkumarkaði efld til muna með aukinni upplýsingagjöf á heimasíðunni.
24.06.2005

Frá Kerfisstjórn - Vorboðar stjórnstöðvar ársins 2005

Þá eru blessaðir vorboðarnir búnir að koma sér fyrir í stjórnstöð. Já, háskólanemarnir eru teknir til starfa og eru þeir hér kynntir fyrir öðru starfsfólki Landsnets jafnframt því að vera boðnir velkomnir til starfa.
23.06.2005

Efni í nýju línurnar berst til landsins

Á vegum Landsnets er nú unnið að byggingu á Sultartangalínu 3 og Fljótsdalslínum 3 og 4. Megnið af efninu fyrir báðar línurnar var boðið út á síðasta ári og var um sameiginleg innkaup á efninu að ræða.
06.06.2005

Landsnet styrkir Jöklasetur á Höfn

Föstudaginn 3. júní s.l. var undirritaður samningur milli Landsnets hf. og sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna opnunar Jöklaseturs á Höfn í Hornafirði.
01.06.2005

Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðar

Matsnefnd eignarnámsbóta hefur úrskurðað að Landsneti beri að greiða Prestssetrasjóði rúmlega 9,3 milljónir króna í bætur fyrir eignarnám á um 4 hektara spildu af landi Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd.
20.05.2005

Námskeið í rofastjórnun

Í febrúar, mars og apríl á þessu ári hafa verið haldin 2 námskeið í rofastjórnun. Alls hafa 12 starfsmenn Landsnets sótt þessi námskeið, sem lauk með úttekt á kunnáttu þeirra.
03.05.2005

Skipulagsvinnan fer af stað

Á fundi stjórnar Landsnets 2. maí var formlega ákveðið að hefja vinnu við stefnumótun Landsnets með það að markmiði að móta skýra og áræðna framtíðarsýn fyrirtækisins svo það verði betur í stakk búið til að takast á við hlutverk sitt í nýju rekstrarumhverfi.
29.04.2005

Bilun á Brennimel

Kl 20:03 fimmtudaginn 28. apríl varð bilun í 220kV aflrofa teinatengis á Brennimel. Bilunin varð þess valdandi að 220kV aðalteinar urðu spennulausir og þar með Járnblendið og Norðurál á Grundartanga.

29.04.2005

Bilun á Brennimel

Kl 20:03 fimmtudaginn 28. apríl varð bilun í 220kV aflrofa teinatengis á Brennimel. Bilunin varð þess valdandi að 220kV aðalteinar urðu spennulausir og þar með Járnblendið og Norðurál á Grundartanga.

25.04.2005

Vinnustaðagreining Landsnets er komin út

Í síðustu viku kom út fyrsta vinnustaðagreining Landsnets, en gagnasöfnun fór fram í mars og apríl á þessu ári. Þátttaka varð 92 % sem er mikið fagnaðarefni.
15.04.2005

Hvað er að frétta af Landsnetsvefnum?

Fyrir nokkrum vikum síðan var komið á fót rýnihópi til að fara í gegnum vefsíður Landsnets og gera athugasemdir um uppbyggingu, flokkun efnis, efnisinnihald, framsetningu, upplýsingagildi o.fl. o.fl.
14.04.2005

Bilun í Hamranesi

Í dag fimmtudaginn 14. apríl kl: 11:25 varð röskun á rafmagnsafhendingu frá Hamranesi með þeim afleiðingum að stór hluti Reykjavíkur varð rafmagnslaus í um 4 mínútur.
14.04.2005

Bilun í Hamranesi

Í dag fimmtudaginn 14. apríl kl: 11:25 varð röskun á rafmagnsafhendingu frá Hamranesi með þeim afleiðingum að stór hluti Reykjavíkur varð rafmagnslaus í um 4 mínútur.
11.04.2005

Öryggisnefnd Landsnets

Framkvæmdastjórn hefur ákveðið að koma á öryggisnefnd Landsnets sem hafi yfirumsjón með öllum þáttum öryggis- heilsu- og umhverfismála Landsnets.
08.04.2005

Stofnun Jafnréttisnefndar Landsnets

Á fundi framkvæmdastjórnar Landsnets í morgun 08.04.05 var lögð fram tillaga um stofnun jafnréttisnefndar Landsnets sem fengi það hlutverk að móta jafnréttisstefnu fyrirtækisins og gera tillögur sem miða að því að jafnréttismál séu ávallt í heiðri höfð.
05.04.2005

Fundur um jöfnunarorku

Fundur um jöfnunarorkumál í Stjórnstöð Landsnets
25. apríl 2005 kl. 14:00 - 15:30

22.03.2005

Tilkynning um jöfnunarorkuverð í truflanatilviki

Á tímabilinu frá kl. 07.00 18.03.2005 til kl. 24.00 19.03.2005 vék Landsnet frá hefðbundinni aðferð við ákvörðun jöfnunarorkuverðs og tók sérstakt tillit til skerðingar sem var á Austurlandi á þessu tímabili í kjölfar truflana í flutningskerfinu. Er þetta gert í samræmi við gr. 8.3 í skilmálum um öflun og uppgjör jöfnunarorku.
18.03.2005

Rekstrartruflanir á Austurlandi

Vegna vinds og mikillar ísingar hafa töluverðar skemmdir orðið í flutningskerfi Landsnets á Austurlandi nú í morgun og hafa viðskiptavinir orðið fyrir skerðingu.
03.03.2005

Tilboð opnuð í einangra

Miðvikudaginn 2. mars voru hjá Landsneti opnuð tilboð í composite einangra sem nota á í Fljótsdalslínur 3&4 og Sultartangalínu 3. Tvö gild tilboð bárust og var það lægra við opnun um 55% af kostnaðaráætlun
28.02.2005

.......og verðlaunin fékk Actavis!

Eins og greint var frá í frétt á þessum vettvangi þann 17. febrúar s.l. var firmamerki Landsnets tilnefnt til verðlauna í tengslum við íslenska markaðsdaginn.
24.02.2005

Tilboð opnuð í stagklossa

Í dag fimmtudaginn 24. febrúar 2005 voru opnuð tilboð hjá Landsneti hf. í stagklossa sem nota á í Fljótsdalslínum 3 og 4 og Sultartangalínu 3.
22.02.2005

Samningur RSÍ og Landsnets samþykktur

Starfsmenn Landsnets sem aðild eiga að Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Landsnet. Landsnet hefur einnig samþykkt samninginn.
21.02.2005

Guðmundur S Pétursson með aðsetur á Krókhálsi 5C

Það hefur orðið að samkomulagi að Guðmundur S Pétursson gæðastjóri verði með aðsetur á skrifstofu Landsnets á Krókhálsi 5C að öðru jöfnu alla föstudaga þar sem hann mun vinna að málefnum Landsnets.
17.02.2005

Lotus Nots námskeið

Ákveðið hefur verið að bæta við tveimur námskeiðum í Lotus Nots fyrir starfsmenn Landsnets.
 
16.02.2005

Nafnasamkeppni

Eignastýringarkerfið þarf að heita eitthvað.
15.02.2005

Birgir Guðmannsson lætur af störfum

Birgir Guðmannsson tæknifræðingur og fyrrum álagsstjóri, yfirmaður kerfisstjórnar og spennistöðva lét af störfum þann 31.desember s.l. eftir rösklega 36 ára starf hjá Landsvirkjun.
11.02.2005

Námskeið fyrir starfsmenn Landsnets

Eins og kynnt var á fundi með öllum starfsmönnum Landsnets fimmtudaginn 10. febrúar þá verður á allra næstu vikum boðið upp á námskeið og þjálfun í ýmsum þeim forritum og tölvutengdu - verkfærum sem við notum nær daglega í störfum okkar. Hér er að finna upplýsingar um þessi námskeið, hvar og hvenær þau eru haldin sem og lýsingu á innihaldi þeirra og kostnaði sem þeim fylgir.
Starfsmenn eru hvattir til að sækja þessi námskeið ef þeir telja sig þurfa og hafa um það samráð við yfirmenn sína.
Innritun fer fram hjá Guðfinnu í síma 9153.

Listi yfir námskeið
10.02.2005

Árni Jón Elíasson hefur störf hjá Landsneti

Árni Jón Elíasson hóf störf sem sérfræðingur hjá eignastýringu Landsnets 1. febrúar 2005. Hann hefur starfað hjá RARIK frá árinu 1977 og þar af sem verkefnisstjóri sl.18 ár.
09.02.2005

Fréttir af fundum framkvæmdastjórnar Landsnets

Þegar þetta er ritað og birt á innra neti Landsnets hefur framkvæmdastjórn Landsnets komið 5 sinnum saman til formlegra funda. Þetta er það allra helsta sem framkvæmdastjórn hefur tekið til umræðu og samþykktar:
07.02.2005

Fréttir af fundum stjórnar Landsnets

Þegar þetta er ritað og birt á innra neti Landsnets hefur stjórn Landsnets komið 6 sinnum saman til formlegra stjórnarfunda. Þetta er það allra helsta sem stjórn hefur tekið til umræðu og samþykktar:
04.02.2005

Nesbúðarfundurinn - Hvað hefur gerst síðan þá

Nú eru liðnir rúmlega þrír mánuðir síðan við vorum í Nesbúð að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þá var ákveðið að við myndum hittast tvisvar til að ræða efndir varðandi þau verkefni sem hóparnir töldu að vinna þyrfti með frekar.
19.01.2005

Nýr starfsmaður í stjórnstöð

Anna Einarsdóttir hóf störf í stjórnstöð þann 17. desember síðastliðinn og mun starfa þar á vöktum við stýringu og gæslu raforkukerfisins auk þess sem hún mun sinna öðrum verkefnum því tengdu.

17.01.2005

Landsnet og Landsvirkjun undirrita samninga

Í dag föstudaginn 14. janúar voru undirritaðir fjórir samningar milli Landsnets og Landsvirkjunar.

Um er að ræða eftirtalda samninga:
1. Tengingu Landsvirkjunar við flutningskerfi Landsnets.
2. Samning um jöfnunarábyrgð.
3. Kaup Landsnets á rafmagni vegna flutningstapa.
4. Kaup Landsnets á reglunarstyrk með reiðuafli og reglunaraflstryggingu
14.01.2005

Nesbúðarfundurinn - Hvað hefur gerst síðan þá

Nú eru liðnir rúmlega þrír mánuðir síðan við vorum í Nesbúð að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þá var ákveðið að við myndum hittast tvisvar til að ræða efndir varðandi þau verkefni sem hóparnir töldu að vinna þyrfti með frekar.

14.01.2005

Tilboð í líkamsrækt

Íþrótta- og tómstundanefnd STALA hefur leitað eftir tilboðum í líkamsræktarkort til handa félagsmönnum. Eftirfarandi stendur félagsmönnum STALA til boða:
14.01.2005

Tilboð á Héra Hérason

Síðastliðið haust frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur leikritið Héri Hérason eftir frönsku skáldkonuna Coline Serreau í þýðingu Oddnýjar Ævarsdóttur.
14.01.2005

Innanhússknattspyrna

Íþrótta- og tómstundanefnd STALA minnir félagsmenn á innanhússknattspyrnu sem félagið stendur fyrir.

14.01.2005

Landsnet og Landsvirkjun undirrita samninga

Í dag föstudaginn 14. janúar voru undirritaðir fjórir samningar milli Landsnets og Landsvirkjunar.

Um er að ræða eftirtalda samninga:
1. Tengingu Landsvirkjunar við flutningskerfi Landsnets.
2. Samning um jöfnunarábyrgð.
3. Kaup Landsnets á rafmagni vegna flutningstapa.
4. Kaup Landsnets á reglunarstyrk með reiðuafli og reglunaraflstryggingu

13.01.2005

Innranet í stað Innanhússpósts

Þau tíðindi gerast nú að þetta er síðasti Innanhússpóstur sem við gefum út í nafni Landsnets.
Innanhússpóstur flutningssviðs hóf göngu sína 3. febrúar 2004. Það eintak sem nú er gefið út
er númer 3 í nafni Landsnets en númer 48 frá upphafi talið. Við kveðjum nú þennan vettvang en
bendum á að allar fréttir af þeim toga sem IP birti verða nú birtar á innraneti Landsnets.

Ábyrgðarmaður innranets Landsnets er Þórður Guðmundsson
Ritstjóri er Þorgeir J. Andrésson
Umsjónarmaður er Jórunn Gunnarsdóttir

13.01.2005

Landsnet í Samorku

Á stjórnarfundi Samorku þann 7. janúar s.l. samþykkti stjórn Samorku aðild Landsnets hf. af samtökunum.
Á næstu vikum mun verða gengið frá aðildarskilmálum og nýjir aðilar tilnefndir í nefndir eftir því sem við á.
11.01.2005

Tilboð opnuð í stálvíra

Mánudaginn 10. janúar voru á vegum Landsnets opnuð tilboð í stálvíra sem nota á í Fljótsdalslínur 3&4 og Sultartangalínu 3. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta við opnun um 85% af kostnaðaráætlun ef frá er talið frávikstilboð sem var lægra.

05.01.2005

Verð á jöfnunarorku birt í fyrsta sinn

Í dag, 5. janúar 2005, birtir Landsnet í fyrsta skipti verð fyrir jöfnuarorku í nýju rekstrarumhverfi raforkumála. Jöfnunarorka er breytileg á hverjum klukkutíma og er notuð af Landsneti til þess að stilla saman framleiðslu og notkun raforku á hverjum tíma.
30.12.2004

Iðnaðarráðherra afhjúpar merki Landsnets

Í dag fimmtudaginn 30. desember afhjúpaði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra nýtt merki Landsnets í hófi sem haldið var á Hesthálsi, einni af starfsstöðvum hins nýja fyrirtækis.
22.12.2004

Forstjóri Landsnets ráðinn

Í dag miðvikudaginn 22. desember hélt nýkjörin stjórn Landsnets hf. fyrsta fund sinn. Á fundinum í dag var meðal annarra mála gengið formlega frá ráðningu Þórðar Guðmundssonar í starf forstjóra Landsnets hf.
17.12.2004

Stjórn Landsnets hf. skipuð í dag

Fyrr í dag var haldinn hluthafafundur eigenda Landsnets hf, en eigendur eru Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða.
05.11.2004

Landsneti úthlutaður tekjurammi fyrir árið 2005

Þann 4. nóvember úthlutaði Orkustofnun Landneti tekjuramma fyrir árið 2005 og verður hann 5.3 milljarðar. Þetta er niðurstaða viðræðna flutningssviðs Landsvirkjunar við eftirlitsaðilann sem staðið hafa yfir um alllangt skeið.
03.11.2004

Kerfisáætlun 2004 er komin út

Í áætluninni er sagt frá þeim framkvæmdum og stærri endurbótum sem áætlað er að þurfi að fara í á árunum 2005 til 2009.

29.09.2004

Skeiðará er óútreiknanleg!

Eins og kunnugt er liggur 132 kV Prestbakkalína 1 yfir Skeiðarársand þar sem línan þverar Núpsvötn, Gígjukvísl og Skeiðará.
24.09.2004

Framkvæmdir hafnar við Sultartangalínu 3

Sultartangalína 3 mun liggja frá tengivirkinu í Sandafelli við Sultartanga að aðveitustöðinni á Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Línan verður byggð sem 420 kV lína, en verður í fyrstu rekin á 220 kV spennu. Í tengslum við byggingu Sultartangalínu 3 verður leið Brennimelslínu 1 breytt á um 9 km kafla á Hvalfjarðarströnd, og verður þar um hliðstæða línubyggingu að ræða.
06.09.2004

Framkvæmdir hafnar við Fljótsdalslínur 3 og 4

Þar með hófust framkvæmdir á staðnum sem standa munu næstu misserin. Samningsupphæðin var um 146,4 mkr. Ístak hefur þegar hafið verkið og byrjaði í Fjarðabyggð ofan við kauptúnið á Reyðarfirði. Áætluð verklok Ístaks eru í apríllok 2005.
 
Enn er ósamið við nokkra landeigendur sem land eiga undir línunni. Sótt hefur verið um heimild til eignarnáms til Iðnaðarráðuneytis. Landeigendur nýttu sér andmælarétt og er málið komið aftur í ráðuneytið og er beðið eftir niðurstöðu. Ekki er talið að þetta muni seinka framkvæmdum.

07.07.2004

Viðskiptamannaráð

Fimmtudaginn 1. júlí s.l. var fyrsti fundur viðskiptamannaráðs flutningssviðs Landsvirkjunar haldinn á skrifstofu flutningssviðs að Krókhálsi.
20.04.2004

Samningur um flutning raforku vegna stækkunar Norðuráls


Fyrsti samningur um flutning raforku í nýju viðskiptaumhverfi

Flutningssvið Landsvirkjunar annars vegar og Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavikur hins vegar, hafa gert samning til 20 ára um flutning á rafmagni vegna stækkunar Norðuráls. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við flutningsmannvirki verði lokið áður en uppkeyrsla Norðuráls hefst í febrúar 2006.