Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjórnun og skipurit

Stjórn Landsnets er skipuð til eins árs í senn. Til að fullnægja lögbundnum kröfum um fyllsta hlutleysi og jafnræði í störfum ber stjórnarmönnum að vera sjálfstæðir og að öllu leyti óháðir öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu og sölu raforku.

Framkvæmdastjórn Landsnets skipa forstjóri og framkvæmdastjórar meginsviða fyrirtækisins. Þau eru stjórnunarsvið, fjármálasvið, þróunar- og tæknisvið, framkvæmda- og rekstrarsvið og kerfisstjórnunarsvið skv. skipulagsbreytingum sem tóku gildi 1. júní 2015. 

 

Viðskiptamannaráð er formlegur ráðgefandi vettvangur samráðs og umræðu um þróun raforkuflutningskerfisins og framtíðarþarfir viðskiptavina Landsnets.