Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjórnun og skipurit

Landsnet skiptist í fjögur meginsvið auk skrifstofu forstjóra og stoðdeildir. Meginsviðin eru Framkvæmdir, Netrekstur, Kerfisþróun og Kerfisstjórn og markaður. 
Það er markmið Landsnets að reka eitt samþætt stjórnkerfi fyrir helstu málaflokka í starfseminni. Stjórnkerfinu er ætlað að tryggja stöðugar umbætur, gagnsæi og rekjanleika. Lagt er upp úr því að starfsmenn sýni frumkvæði og móti verklag til þess að uppfylla markmið fyrirtækisins og lágmarka margvíslega áhættu.