Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfisvernd

Eitt af markmiðum Landsnets er að koma fram af virðingu við umhverfið, bæta það og tryggja að ekki verði óþarfa röskun á því vegna starfsemi fyrirtækisins.

Allir starfsmenn eru ábyrgir fyrir því að störf þeirra séu ávallt í samræmi við lög og reglur um umhverfismál og í samræmi við ferla og starfhætti fyrirtækisins sem lúta að vernd umhverfisins.

Starfsmönnum er skylt að tilkynna tafarlaust um atburði sem eru ekki í samræmi við fyrrgreindar kröfur um umhverfisvernd. Hér er sérstaklega átt við ef vart verður við leka af einhverju tagi, útblástur mengunarefna eða önnur umhverfisslys.