Beint á efnisyfirlit síðunnar

Trúnaðarupplýsingar

Trúnaðarupplýsingar eru allar upplýsingar sem tengjast starfsemi og rekstri Landsnets og sem ekki eru þekktar almenningi.
 
Skjöl, sem innihalda margvíslegar trúnaðarupplýsingar, eru á meðal verðmætustu eigna fyrirtækisins. Slíkar trúnaðarupplýsingar geta falist í tæknilegum- eða fjárhagslegum upplýsingum, listum yfir viðskiptamenn, verðlistum, áætlunum fyrirtækisins, kostnaðarupplýsingum eða öðrum gögnum um fjárhagsleg málefni.

Starfsmönnum Landsnets ber að vernda trúnaðarupplýsingar sem þeir verða áskynja um í starfi sínu og koma í veg fyrir að þær komist í hendur samkeppnisaðila eða annarra aðila sem gætu nýtt sér þær í eigin hagsmunaskyni.

Starfsmönnum er óheimilt að nýta trúnaðarupplýsingar í eigin ágóðaskyni og skiptir engu máli hvernig þeir komast yfir slíkar upplýsingar.

Á sama hátt er starfsmönnum óheimilt að taka við trúnaðarupplýsingum frá samkeppnisaðilum eða að reyna að komast yfir trúnaðarupplýsingar frá þeim með þeim hætti sem þessar siðareglur banna.