Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samkeppni og samkeppnishömlur

Landsnet hefur þá sérstöðu að starfa sem raforkuflutningsfyrirtæki og annast kerfisstjórn samkvæmt sérlögum. Þess vegna er mikilvægt að starfsmenn séu ávallt meðvitaðir um stöðu fyrirtækisins í samkeppnislegu tilliti.

Þar sem fyrirtækið er ekki í samkeppni á sviði raforkuflutnings þurfa starfsmenn að vera vakandi fyrir því að beita ekki markaðsvaldi eða markaðsupplýsingum sem geta hamlað samkeppni.

Starfsmönnum ber að sýna öllum viðskiptavinum og birgjum sanngirni og gæta þess að mismuna ekki einstökum viðskiptavinum fyrirtækisins í verði og gæðum.