Beint á efnisyfirlit síðunnar

Notkun starfsmanna á eignum fyrirtækisins

Starfsmönnum eru lagðar til tölvur, verkfæri og aðrar eignir fyrirtækisins til að nýta við störf sín hjá Landsneti. Starfsmönnum er óheimilt að nýta eignir fyrirtækisins til einkanota nema í undantekningartilvikum og þá að fengnu samþykki viðkomandi yfirmanns.

Ef starfsmenn eru ekki vissir um að notkun á tiltekinni eign samrýmist framangreindu ber þeim að hafa samband við yfirmann sinn og fá samþykki hans fyrir notkuninni. Þjófnaður á eignum fyrirtækisins verður kærður til lögreglu.

Sumar athafnir geta verið til hagsbóta, bæði fyrir Landsnet og starfsmenn, og því getur verið erfitt að greina nákvæmlega á milli hagsmuna fyrirtækisins og starfsmanna. Í slíkum tilvikum er nauðsynlegt að fá samþykki yfirmanns fyrirfram fyrir allri notkun á eignum fyrirtækisins sem eru ekki eingöngu í þágu þess.

Telji starfsmaður sig hafa grun um svik eða þjófnað starfsmanna, eða þriðja aðila, á eignum Landsnets ber að tilkynna það tafarlaust.