Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hagsmunaárekstrar

Hagsmunaárekstur getur orðið ef starfsmaður á beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta í tengslum við ákvörðun sem hann þarf að taka. Þetta á til dæmis við ef hann eða aðilar tengdir honum, t.d. maki, vinir eða fjölskylda, hagnast á slíkri ákvörðun á kostnað fyrirtækisins.

Starfsmenn mega ekki taka við gjöfum (umfram smágjafir) eða annars konar greiðslum, t.a.m. skemmtun eða boðsferðum, nema með sérstöku samþykki forstjóra. Þetta á við gjafir frá viðskiptavini fyrirtækisins, endursöluaðila, ráðgjafa eða öðrum einstaklingi eða fyrirtæki sem á í viðskiptalegum tengslum við Landsnet eða sem óskar eftir að komast í viðskipti.

Starfsmönnum er jafnframt óheimilt að bjóða opinberum starfsmanni eða embættismanni óviðeigandi greiðslur til að fá viðtakanda til að beita áhrifum sínum til hagsbóta fyrir fyrirtækið.

Öllum starfsmönnum er skylt að gera yfirmanni fyrirfram grein fyrir því ef hugsanleg hætta er á hagsmunaárekstri í framtíðinni, t.a.m. ef ljóst er að fjölskyldumeðlimur er einn af viðskiptamönnum fyrirtækisins, samkeppnisaðili eða ráðgjafi.