Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fylgni við siðareglur

Gert er ráð fyrir að allir starfsmenn Landsnets fylgi framangreindum siðareglum af kostgæfni og starfi í anda þeirra enda er ekki hægt að setja fram tæmandi siðareglur um öll atvik sem upp geta komið í starfseminni.

Ef starfsmenn eru í vafa um hvort tiltekin hegðun brjóti gegn siðareglum Landsnets eru þeir hvattir til að staldra við og lesa reglurnar vandlega yfir og eftir atvikum að ráðfæra sig við yfirmenn eða viðeigandi aðila sem vísað er til í reglunum.

Forsenda þess að siðareglurnar séu virkar og gegni hlutverki sínu er að starfsmenn séu allir vakandi yfir því að reglunum sé fylgt. Vakni grunsemdir um að verið sé að brjóta siðareglurnar ber að tilkynna um slíkt.

Brjóti starfsmaður í bága við siðareglur Landsnets eða leynir upplýsingum meðan rannsókn á tilteknu broti stendur yfir, eða gefur rangar upplýsingar, er hægt að víkja honum úr starfi fyrirvaralaust. Ef brot er refsivert samkvæmt íslenskum lögum er hægt að kæra viðkomandi starfsmann. Trúnaði er heitið um allar upplýsingar sem veittar eru í því skyni að uppræta brot á siðareglum.

Ef greina þarf frá broti á siðareglum Landsnets ber að gera það með eftirfarandi hætti:

  • Með tilkynningu til yfirmanns eða hæstráðanda þeirrar deildar sem viðkomandi vinnur í.
  • Með tilkynningu til stjórnar fyrirtækisins.
  • Eftir öðrum leiðum sem fyrirtækið kann að bjóða upp á, t.d. sérstök símanúmer eða netfang sem hægt er að tilkynna til.
Hægt er að tilkynna um brot á siðareglum bæði munnlega og skriflega. Eftirfylgni með siðareglunum getur falist í sérstökum úttektum og með þjálfun starfsmanna.

Siðareglur Landsnets eru endurskoðaðar árlega af stjórn félagsins.