Beint á efnisyfirlit síðunnar

Siðareglur Landsnets


Siðareglur Landsnets eiga að stuðla að heiðarleika, réttsýni og sanngirni starfsfólks gagnvart hvert öðru, gagnvart fyrirtækinu og viðskiptavinum þess.

Reglunum er einnig ætlað að efla traust og tiltrú viðskiptavina og almennings á Landsneti og að takmarka hættuna á því að álit almennings á Landsneti bíði hnekki.Grunnur að velgengni og vexti

Það er mat stjórnar Landsnets að skýrar siðareglur, sem hafðar eru í heiðri í daglegum störfum, séu grunnur að velgengi og framtíðarvexti fyrirtækisins. Siðareglur Landsnets ná til allra starfsmanna félagsins, einnig til stjórnarmanna og forstjóra. Yfirmenn einstakra sviða bera ábyrgð á að siðareglurnar séu kynntar öllum starfsmönnum.

Hér að neðan má lesa einstaka greinar siðareglna Landsnets: