Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gildi Landsnets

Smelltu á mynd til að stækka

Gildi Landsnets taka mið af hlutverki og framtíðarsýn fyrirtækisins.

Starfsmönnum ber að hafa gildi Landsnets að leiðarljósi í öllum störfum sínum og athöfnum. Gildin taka mið af hlutverki og framtíðarsýn fyrirtækisins og eru grundvöllur þess fyrirtækjabrags sem sóst er eftir. Gildi Landsnets eru: Ábyrgð, samvinna og virðing.  Megininntak þeirra er sem hér segir:

Ábyrgð:

 • Við erum ábyrg í störfum okkar í samræmi við það mikilvæga samfélagslega hlutverk sem Landsnet hefur
 • Við erum ábyrg í störfum þar sem öryggi er haft að leiðarljósi
 • Við erum ábyrg í meðferð fjármuna og fjármagns
 • Við sýnum ábyrga stjórnun og verklag með einfaldleika að leiðarljósi
 • Við erum ábyrg í samskiptum sem einkennast af jafnræði og hlutleysi
 • Ábyrgð í störfum okkar byggir á þekkingu og birtist í þeim faglegum vinnubrögðum sem einkenna okkur

Samvinna:

 • Samvinna felur í sér að vinna sem eitt lið og vera samvinnufús
 • Við erum víðsýn og hlustum á ólíkar skoðanir
 • Við komum skoðunum á framfæri á opinn og áreiðanlegan hátt
 • Við erum aðgengileg og sýnum þjónustulund
 • Við myndum sterka liðsheild og leysum málin saman

Virðing

 • Virðing felur í sér afstöðu gagnvart skoðunum og störfum annarra sem einkennist af jákvæðni og umburðarlyndi
 • Við virðum umhverfið og náttúruna
 • Við virðum þarfir samfélagsins
 • Við sýnum sanngirni í leit að lausnum
 • Við virðum skoðanir annarra