Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mannauður

Smelltu á mynd til að stækka

Línumenn að störfum.

Hjá Landsneti starfar úrvalshópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun sem vinnur að áhugaverðum verkefnum sem lúta að uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins. 

Við bjóðum upp á faglegt umhverfi með stórum hópi sérfræðinga og fyrirmyndar aðstöðu. Við leggjum áherslu á þjálfun og þróun starfsmanna og teljum að samræming einkalífs og vinnu skipti miklu máli. 

Við höfum gildin okkar, Ábyrgð, Samvinna og Virðing að  leiðarljósi við alla okkar vinnu og við beytum framsæknum lausnum og reynum stöðugt að bæta okkur. 

Við leggjum áhersu á að starfsfólk okkar sem vinnur við mismunandi aðstæður sé öruggt við vinnu sína og eru öryggis- og gæðamál í hávegum höfð.Við leggjum áherslu á að ráða til okkar framúrskarandi starfsmenn. Við tökum vel á móti nýliðum og sjáum til þess að þeir fái þjálfun í starfi.

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur þá hvetjum við þig til að senda okkur umsókn og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Almenn starfsumsókn

Þeir sem áhuga hafa á að leggja inn almenna umsókn vegna starfa hjá Landsneti geta fyllt út umsókn  hér.

Sumarvinna háskólanema

Landsnet hf. leitar að öflugum háskólanemum til starfa. Við bjóðum upp á fjölbreytt sumarstörf og leggjum áherslu á að nemar fái að spreyta sig á raunhæfum verkefnum sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Starfstímabil háskólanema er 3 mánuðir.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Að umsækjandi stundi nám á háskólastigi
  • Nám í verk- eða tæknifræði er kostur
  • Sveinspróf eða meistararéttindi í rafiðn er kostur
  • Starfið krefst nákvæmni, skipulags og sjálfstæðra vinnubragða
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur var  til og með 28. febrúar s.l.

  

Sumarvinna ungmenna

Sumarvinna ungmenna er ætluð ungmennum á framhaldsskólastigi. Verkefni sumarvinnu felst einkum í útivinnu s.s. við blóma- og trjárækt, jarðvinnu, málun, þrifum og almennri fegrun umhverfis í og við eignir Landsnets. Gerð er krafa um stundvísi, vinnusemi, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.

Tekið er á móti umsóknum ungmenna fæddum á árunum 1995-1998 að báðum árgöngum meðtöldum.

Umsóknarfrestur var  til og með 28. febrúar s.l.