Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vottuð stjórnunarkerfi

Smelltu á mynd til að stækka

Þórður Guðmundsson fyrrum fostjóri Landsnets tekur við skírteini um vottunina úr hendi Ara Arnalds fulltrúa Vottunar hf.

Landsnet leggur mikla áherslu á faglega og örugga starfsemi. Því er það mikilvægt fyrir Landsnet að styðjast við alþjóðlega stjórnunastaðla í starfseminni. 
Stjórnunarkerfi fyrirtækisins hefur þegar hlotið vottun samkvæmt þremur alþjóðlegum stjórnunarstöðlum og einum innlendum. Það er enginn vafi á því að innleiðing þessara stjórnunarstaðla hefur styrkt verulega allt skipulag, starfshætti og verkefnastjórnun hjá Landsneti.

Vottuð stjórnunarkerfi ná til flutnings raforku, kerfisstjórnunar, hönnunar, uppbyggingar, reksturs og viðhalds íslenska raforkuflutningskerfisins.
          

Gæðastjórnun samkvæmt ISO 9001:2008

Landsnet hefur frá árinu 2007 verið vottað samkvæmt staðlinum ISO 9001 og því er kappkostað að ábyrgðaskipting og verkferlar hjá fyrirtækinu séu vel skilgreindir og skýrir.
Örugg afhending raforku til viðskiptavina Landsnets hefur bein áhrif á þjóðarhag og því er samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins mikil.
Vottað gæðastjórnunarkerfi leggur grunn að rekstri annarra stjórnunarkerfa sem hafa verið innleidd eða verða innleidd hjá fyrirtækinu.
            

Öryggisstjórnun samkvæmt OHSAS 18001:2007

Landsnet hefur þá stefnu að stuðla að slysalausu umhverfi í starfseminni. Stefnan nær til allra starfa í fyrirtækinu sem og til þeirra verktaka sem starfa fyrir Landsnet.
Stöðugt er unnið að persónuöryggi ásamt heilsuvernd hjá Landsneti enda leggur félagið áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður og leggur því áherslu á markvissa þjálfun og endurmenntun í öryggis og heilsutengdum málefnum.
OHSAS 18001 er einn liður í þessari viðleitni.
            

Umhverfisstjórnun samkvæmt ISO 14001:2004

Landsnet hefur þá stefnu að virða umhverfið með vönduðum starfsháttum ásamt nýsköpun í mannvirkjagerð.
Fyrirtækið kappkostar að lágmarka umhverfisáhrif frá starfsseminni með því að greina umhverfisáhrif starfsseminnar, fylgja eftir áætlunum um hvernig draga megi úr umhverfisáhrifum og stýra þeim rekstrarþáttum sem þeim valda.  


            

Stjórnun rafmagnsöryggismála samkvæmt kröfum Mannvirkjastofnunar

Landsnet vinnur samkvæmt vottuðu stjórnunarkerfi rafmagnsöryggimála. Það tekið út árlega af óháðri faggildingarstofu og vottað af Mannvirkjastofnun.
Verkferlar fyrirtækisins uppfylla kröfur Mannvirkjastofnunar um öryggisstjórnun rafveitna.
Kerfið er hluti af vottuðu stjórnunarkerfi Landsnets.