Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gæðavottun Landsnets

Smelltu á mynd til að stækka

Þórður Guðmundsson fostjóri Landsnets tekur við skírteini um vottunina úr hendi Kjartans J. Kárasonar forstjóra Vottunar hf.

          

Gæðastjórnun samkvæmt ISO 9001

Landsnet hefur fengið vottun samkvæmt gæðastjórnunarstaðlinum IST EN ISO 9001:2008. 

Vottunin nær til flutnings raforku, kerfisstjórnunar, hönnunar, uppbyggingar, reksturs og viðhalds íslenska raforkukerfisins.
Örugg afhending raforku til viðskiptavina Landsnets hefur bein áhrif á þjóðarhag og því er samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins mikil.

Kappkostað hefur verið að ábyrgðaskipting og verkferlar hjá fyrirtækinu séu vel skilgreindir og skýrir.
            

Öryggisstjórnun samkvæmt OHSAS 18001

Landsnet hefur fengið vottun samkvæmt Öryggisstaðilinum OHSAS 18001:2007.

Fyrirtæki sem starfa samkvæmt OHSAS 18001 staðlinum þurfa sífellt að vinna að umbótum á öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks. Staðallinn á meðal annars að tryggja að öryggis- og heilbrigðismál séu órjúfanlegur þáttur í matsog ákvörðunarferli við fjárfestingar, framkvæmdir, rekstur og kaup á vöru og þjónustu Landsnets.
            

Umhverfisstjórnun samkvæmt ISO 14001

Landsnet hefur fengið vottun samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum IST EN ISO 14001:2004.

Fyrirtæki með ISO 14001 vottun hefur farið í gegnum ferli sem felur í sér stefnumótun á sviði umhverfismála og ítarlega skoðun á hvaða umhverfisáhrif starfsemi fyrirtækisins hefur. Landsnet setur sér markmið um hvernig megi draga úr mikilvægum umhverfisáhrifum starfseminnar en í staðlinum eru kröfur um að markmiðum sé náð og að sífelldar úrbætur eigi sér stað. 


            

Stjórnun rafmagnsöryggismála samkvæmt kröfum Mannvirkjastofnunar

Stjórnun rafmagnsöryggismála samkvæmt kröfum Mannvirkjastofnunar Landsnet vinnur samkvæmt vottuðu stjórnunarkerfi rafmagnsöryggimála. Það tekið út árlega af óháðri faggildingarstofu og vottað af Mannvirkjastofnun. Verkferlar fyrirtækisins uppfylla kröfur Mannvirkjastofnunar um öryggisstjórnun rafveitna. Kerfið er hluti af vottuðu stjórnunarkerfi Landsnets.